Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. 20% afsláttur Lyfjaauglýsing Allar stærðir og styrkleikar Gildir til 31. Janúar Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Bandarísk stjórnvöld hafa tjáð ís- lenska utanríkisráðuneytinu að eng- in gögn finnist hjá bandarískum yf- irvöldum sem varpað geti ljósi á staðhæfingar íslenskra sprengju- sérfræðinga um að þeir hafi fundið efnavopn í Írak árið 2003. Þetta kemur fram í svari banda- rískra stjórnvalda við beiðni utan- ríkisráðuneytisins um að fá upplýs- ingar sem hugsanlega staðfesta fund íslensku sprengjusérfræðing- anna. Í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Morgunblaðsins seg- ir að í svari bandarískra yfirvalda séu íslensk stjórnvöld fullvissuð um að í tilfellum þar sem hugsanleg efnavopn hafi fundist í Írak hafi bandarískur liðsafli starfað að fullu í samræmi við ákvæði efnavopna- samningsins (Chemical Weapons Convention). Fyllsta öryggis hafi ætíð verið gætt þannig að engin hætta stafaði af fyrir liðsaflann, heimamenn, aðra samtarfsaðila eða nærliggjandi ríki. 5 þúsund fundir á efnavopnum Fyrirspurnin var send eftir að m.a. kom fram í greinaflokki The New York Times í haust um efna- vopnafund í Írak, að upp hefðu komið 600 tilvik í læknaskýrslum hersins þar sem hermenn kvörtuðu undan því að hafa komist í snert- ingu við efnavopn. Þá segir einnig að blaðið hafi heimildir fyrir því að á tímabilinu 2004 til 2011 hafi bandarísk hern- aðaryfirvöld í Írak skráð yfir 5 þús- und fundi á efnavopnum. Fram kemur í greinaflokknum að bandarísk stjórnvöld héldu á sínum tíma öllum upplýsingum um efna- vopn í Írak leyndum, einnig fyrir herflokkum sem sendir voru til Íraks og herlæknum. Fórnarlömbin greina frá því að leyndin hafi gert það að verkum að þau hafi ekki fengið viðeigandi læknishjálp eftir að hafa komist í snertingu við eitur- efnin eða andað að sér eiturgasinu. Óvíst með frekari skýringar Urður Gunnarsdóttir, fjölmiðla- fulltrúi utanríkisráðuneytisins, seg- ir það óákveðið hvort frekari skýr- inga verði leitað hjá bandarískum stjórnvöldum. „Við fórum fram á þessar upplýs- ingar frá Bandaríkjunum í ljósi þess að vopnin voru fjarlægð af þeirra liðsafla,“ segir Urður. Hún bendir á að ekkert komi fram í svari Bandaríkjamanna sem gefi til kynna að íslensku sprengju- leitarmennirnir hafi haft rangt fyrir sér. Fundu engin gögn um efna- vopnafund Íslendinganna  Bandarísk stjórnvöld hafa svarað fyrirspurn um meint sinnepsgas í Írak 2003 Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í gær- morgun og stendur til klukkan fjögur síðdegis á gamlársdag. Þegar Morgunblaðið bar að garði hjá Hjálparsveit skáta að Malarhöfða 6 voru fyrstu viðskiptavinirnir komnir í hús. Keyptu þeir litla flugelda og sprengjur sem og öryggis- gleraugu að sjálfsögðu. Rúmlega 500 tonn af flugeldum eru flutt inn til landsins fyrir áramótin sem er 100 tonnum meira en í fyrra. Langflestir eru búnir til í Hun- an-héraði í Kína og þegar flugeldi er skotið á loft hér á landi hefur hann ferðast rúma 15 þúsund kílómetra til að skjóta nýja árið inn. Flugelda- salan er langstærsta tekjulind björgunar- sveitanna, með um 90% hlutdeild. Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í gær Morgunblaðið/Styrmir Kári Lítil sprengja hluti af stórri kveðju áramóta Spáð er mikilli rigningu sunnan- og vestanlands auk hlýinda um allt land í dag og fram á þriðjudag. Búast má við mestri úrkomu í kringum fjöll og jökla sunnan- og vestanlands og þar gæti sólarhringsafrennsli, sem er samanlögð úrkoma og snjóbráðnun, farið vel yfir 100 millimetra. Á norð- anverðu Snæfellsnesi má búast við sunnanstormi og vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu. Veðurstofan sendi frá sér tilkynn- ingu í gærkvöldi vegna komandi úr- komu og benti íbúum á að hreinsa ís frá niðurföllum og frárennsli til að afstýra því að vatnselgur valdi tjóni. Þá sendu VÍS og Sjóvá einnig frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið að hreinsa frá niðurföllum. VÍS benti einnig fólki á að tjón þar sem vatn kemur inn að utan er oft ekki bóta- skylt en getur verið kostnaðarsamt fyrir þann sem lendir í því. Þá sé einnig rétt að benda á að í aðstæðum sem þessum sé gangandi og hjólandi vegfarendum nokkur hætta búin. Snjór á þökum renni líklega niður þegar hlýni og þurfi að gæta þess að ekkert geti orðið undir, hvorki fólk né verðmæti. Þá er einnig mikilvægt að huga að hálku á vegum landsins því við þess- ar aðstæður, þar sem þjappaður snjór eða klaki er fyrir á vegum, má búast við flughálku. Slysavarnafélagið Landsbjörg vill benda vegfarendum á að sýna fyllstu aðgát við akstur og kynna sér vel að- stæður. Sunnanáttin, sem veldur hlákunni, er hvöss og má búast við að hún nái stormstyrk, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestan- og norð- anvert samfara mjög snörpum vind- hviðum. Búast má við að dragi úr vindi á morgun. benedikt@mbl.is Morgunblaðið/G. Rúnar Hláka Talsverð hlýindi verða á landinu og vænta má rigningar. Hlýindi, hláka og stormur  Íbúum bent á að hreinsa frá niðurföllum Uppbókað er á flestum hótelum í Reykjavík nú yfir áramótin líkt og fyrri ár. Ferðamenn hvaðanæva streyma til landsins í þeirri von að eygja norðurljósin og upplifa sérís- lenska áramótastemningu, þ.e. brennur og ógrynni flugelda og leita til íslenskra hótela eftir húsaskjóli meðan á dvölinni stendur. „Þeir koma líka til að upplifa vetr- arlandið Ísland. Snjór og hríð finnst þeim alveg æðislegt og í því felst viss upplifun fyrir fólk sem aldrei hefur séð snjó,“ segir Hjörtur Valgeirsson, hótelstjóri Center Hotels Þingholt, og bætir við að nánast sé uppbókað á hótelinu og einnig á veitingastöðum hótelsins um áramótin. Misjafnt er hvaðan ferðamennirnir koma en að sögn Hjartar eru flestir frá Banda- ríkjunum og Bretlandi þrátt fyrir að hann hafi orðið var við fjölgun á meðal Japana og Kínverja umfram fyrri ár á sama tíma. Þá segist hann finna fyrir mikilli breytingu á fjölda ferðamanna í desembermánuði og telur að ódýrari og fleiri flugleiðum til landsins sé að þakka ásamt því að Ísland sé óneit- anlega spennandi og eftirsóttur áfangastaður. Lísa Geirsdóttir, hótelstjóri Reykjavík Lights Hotel, tekur í sama streng og segir að fullbókað sé á hót- elinu um áramótin og mjög auðvelt sé að selja plássin sem losna. Mikill fjöldi hafi einnig dvalið hjá þeim yfir jólin og hafi það valdið ákveðnum vandkvæðum hve fáir veitingastaðir voru opnir yfir hátíðarnar. Þeir hafi flestir verið uppbókaðir þegar gestir fóru að huga að mat á aðfangadags- kvöld. Allt hafi þó farið vel að lokum og mikillar ánægju almennt gætt á meðal gesta með veru sína hér á landi, segir Lísa að lokum. laufey@mbl.is Fullbókað yfir áramótin  Hótelherbergi í Reykjavík löngu bókuð  Flugeldar, brennur og norðurljós vinsælust  Mikil ánægja ferðamanna Morgunblaðið/Ómar Gaman Mikill fjöldi ferðamanna sækir Ísland heim yfir áramótin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.