Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
75
70
OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR
Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi
Mánudagur 29. desember 11.00 - 18.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 -20.00
Þriðjudagur 30. desember 11.00 -20.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 -20.00
Miðvikudagur 31. desember 10.00 - 14.00
Fimmtudagur 1. janúar – nýársdagur Lokað
Föstudagur 2. janúar 11.00 - 19.00
Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur 10.00 -20.00
Laugardagur 3. janúar 11.00 - 18.00
Reykjanesbær og Selfoss 11.00 - 16.00
Sunnudagur 4. janúar Lokað
Mánudagur 5. janúar Talning
Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is
Sest verður að samningaborðinu í
læknadeilunni í dag, viku eftir að
ákveðið var að gera hlé á við-
ræðum. Enn ber töluvert í milli og
lítill sáttavilji enda eru ellefu mán-
uðir síðan samningar lækna urðu
lausir og segir Sigurveig Péturs-
dóttir, formaður samninganefndar
Læknafélags Íslands, að þrýsting-
urinn á að semja sé orðinn tölu-
verður. Hún ætli þó ekki að skrifa
undir neitt plagg bara til að skrifa
undir. „Samningurinn þarf að gera
gagn. Hann verður að vera þannig
að hann verði samþykktur af öllum
öðrum.“
Lítið hefur þokast í viðræðum
deiluaðila og segir Sigurveig að
margir læknar séu farnir að íhuga
stöðu sína nú þegar áramótin nálg-
ist. „Það var lítið í gangi fyrstu
mánuðina þegar samningarnir urðu
lausir og lítill áhugi á að tala við
okkur. Það segir sína sögu.
Fyrir marga lækna er mikilvægt
að segja upp um áramótin ef ekk-
ert hefur gerst. Það er búið að
vera ljóst lengi. Þetta veit viðsemj-
andi okkar. Það er hætt við því að
hrina uppsagna fari af stað og ein-
hverjir munu ekki draga þær upp-
sagnir til baka, jafnvel þótt það
verði samið.
Ef þeir eru búnir að taka skrefið
á annað borð þá stíga þeir ekki til
baka. Það eru enn tveir dagar til
áramóta og þeir skipta máli. Ég er
ekki sannfærð um að það verði
samið, þó það verði að sjálfsögðu
reynt,“ segir Sigurveig. Næsta
hrina verkfallsins hefst fimmta jan-
úar.
Hætt við uppsögnum um áramót
Samningafundur í læknadeilunni í dag Lítið hefur þokast í viðræðum
Morgunblaðið/Golli
Læknar Þrýst er á um lausn deilu.
„Það mun koma
fjármagn inn í
VIRK og þeir
munu áfram geta
sinnt þeirri þjón-
ustu sem þeir
eiga að sinna,“
sagði Eygló
Harðardóttir, fé-
lags- og húsnæð-
ismálaráðherra,
um lögbundin
fjárframlög ríkisins til starfsendur-
hæfingarsjóðsins VIRK. Sjóðurinn
hefur gagnrýnt ráðherrann fyrir að
draga úr fjárveitingu til sjóðsins og
segir að það muni skerða getu hans
til að aðstoða þá aftur inn á vinnu-
markaðinn sem hafi farið út af hon-
um vegna heilsubrests.
Segir í tilkynningu frá VIRK sem
birtist á vef ASÍ hinn 21. desember
síðastliðinn að áætlað framlag ríkis-
ins, sem nema átti 1.100 m.kr. á
árinu 2015 samkvæmt lögum og
samningi, hafi átt að fjármagna
starfsendurhæfingu fyrir þá einstak-
linga sem ekki greiða iðgjald til
sjóðsins með framlagi frá atvinnu-
rekendum og lífeyrissjóðum. Það séu
þeir einstaklingar sem standa utan
vinnumarkaðarins, örorkulífeyris-
þegar og skjólstæðingar félagsmála-
stofnana. Þar sem fjárframlag rík-
isins hafi lækkað í 200 m.kr. muni
sjóðnum því ekki vera fært að veita
þá aðstoð og einstaklingarnir því síð-
ur líklegir til að komast aftur inn á
vinnumarkaðinn.
Ekki áhyggjur
Aðspurð segist Eygló ekki hafa
áhyggjur. „Það hefur verið nægt
fjármagn til að sinna þessum verk-
efnum. Við erum nú með aukið fjár-
magn sem Alþingi tók ákvörðun um
og nú er okkar verkefni að það fjár-
magn skili sér sem allra best til
þeirra sem þarfnast þess mest og
eiga rétt á því,“ segir hún.
Í tilkynningu frá félags- og hús-
næðismálaráðherra hinn 22. desem-
ber kemur fram að starfsendurhæf-
ingarsjóðurinn VIRK hafi frá
upphafi haft mun meiri tekjur en
svari til útgjalda hans og því safnað
umtalsverðum fjármunum í vara-
sjóð. Ekki sé hlutverk VIRK að
safna í sjóð og hafi Alþingi lagt
áherslu á þá afstöðu sína þegar lög
um starfsendurhæfingarsjóði hafi
verið samþykkt 2012. laufey@mbl.is
Munu geta
sinnt þjón-
ustu áfram
Ráðherra svar-
ar gagnrýni VIRK
Eygló
Harðardóttir
Kínversku stúlkurnar, Yushan Chai
og Jixin Ju, sem töpuðu vegabréf-
um sínum hér á landi fyrir jólin
flugu af landi brott um helgina
þrátt fyrir vegabréfsleysið. Samt
komust þær auðveldlega til Bret-
lands, þar sem þær stunda nám.
Chai sagði í samtali við mbl.is að
flugvallarstarfsfólk bæði í Keflavík
og á Gatwick-flugvellinum hefði
þekkt sögu þeirra og því hefðu þær
lítið þurft að útskýra aðstæður sín-
ar. Stúlkurnar eyddu jólunum hér á
landi því ekki var hægt að útvega
þeim nýja vegabréfsáritun sem þær
þurftu.
Þær urðu einfaldlega að ferðast
vegabréfslausar því þeirra bíður
lokaverkefni og próf í skólanum í
janúar.
Strandaglóparnir
aftur til Bretlands
Rangt var farið með nafn bróður Jó-
hanns Ágústs Sigurðssonar, viðmæl-
anda í frétt um eskimóasnjóhús í
blaðinu á laugardag. Hið rétta er að
hann heitir Valtýr Sigurðsson.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
þessu.
LEIÐRÉTT
Rétt nafn