Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 30
VIÐTAL Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Dúkkuheimili eftir Henrik Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín er jólasýning Borgarleikhússins en frumsýning er 30. desember. Leik- stjóri er Harpa Arnardóttir. Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Nóru, sem er eitt þekktasta kven- hlutverk leikbókmenntanna. Spurð hvort hún sé ekki himinlifandi að hafa fengið hlutverkið segir Unnur Ösp: „Það segir sig sjálft. Oft er sagt að það sé erfitt að leika stór og krefjandi hlutverk og það er sannarlega áskorun en það er samt auðveldast að leika svona gríðar- lega vel skrifuð hlutverk, það er svo miklu erfiðara að leika illa skrifuð hlutverk. Í svona góðum leikritum eins og Dúkkuheimili Ibsens þarf maður að vera með góðan leikstjóra og góða mótleikara og þvælast ekki of mik- ið fyrir höfundinum og þá gerast hlutirnir.“ Það eru til alls kyns uppfærslur af þessu fræga leikriti Ibsens og margvíslegar túlkanir. Undirbjóstu þig á einhvern hátt með því að horfa á uppfærslur á leikritinu? „Já, í byrjun hvatti Harpa Arnardóttir okkur leikarana til að sækja okkur innblástur eins víða og við vildum. Stundum eru leik- stjórar viðkvæmir fyrir því og sum- ir leikarar forðast að horfa á aðra túlka hlutverk sem þeir eru að fara að leika. Þetta hlutverk Nóru er nánast goðsögn og eins og með alla klassík er hægt að fara ótrúlega margar leiðir í túlkun og þar skoð- aði ég ýmislegt og safnaði í sarp- inn. En um leið og ég heyrði að Harpa og Hrafnhildur Hagalín vildu fara nútímalega leið að verk- inu ákvað ég að láta túlkun þeirra leikkvenna sem hafa leikið hlut- verkið ekki hafa of mikil áhrif á mig. Ég hef líka leitað að Nóru í sjálfri mér og það hefur verið áskorun. Er Nóra til í dag? Er Nóra í mér og vinkonum mínum? Það erfiða við ferlið var að komast að því að það er sannarlega þannig. Leikritið fjallar um manneskju sem brýst undan óréttlæti og stíg- ur út úr fastmótaðri samfélags- mynd. Þótt gríðarlegur árangur hafi náðst í kvenréttindum á þeim tíma sem liðinn er frá því Ibsen skrifaði Dúkkuheimili þá hefur okkur líka farið aftur, sérstaklega á síðustu þrjátíu árum. Klámvæðing er áberandi og út- litsdýrkun er mun afskræmdari en á tímum Ibsen. Í verkinu deilir hann á græðgi og ímyndarkrísu sem Helmer-hjónin eru föst í. Þau eru mjög upptekin af því hvað öðr- um finnst um sig og reyna að gangast upp í ímynd peninga- hyggju og valds. Við Íslendingar sem höfum gengið í gegnum nokkr- ar sviptingar í okkar samfélagi þekkjum þetta mjög vel. Það er mjög áhugavert í leikhúsi þegar tekst að láta samtímann tala í verki sem hefur verið sett upp í 130 ár. Fyrsti samlestur var mjög áhrifaríkur af því að plottið er svo flott og persónurnar svo marghliða. Síðan hefur Harpa kafað með okk- ur í dýpt verksins, þar sem við finnum dýrið í manneskjunni og dauðann í verkinu. Ekkert er til- viljun hjá Ibsen. Þarna er ást, dauði, lygar og ofbeldi. Hann fæst við stærstu hlutina í mannlegu eðli. Það þarf ekki alltaf blóðsúthell- ingar og morð til að skapa drama- tísk átök heldur djúpa sálræna tog- streitu sem allar manneskjur þekkja og tengja við. Harpa hefur verið gríðarlega skapandi í þessu ferli og hefur gef- ið okkur mikið svigrúm og veitt okkur innblástur. Það er mjög gef- andi að vinna með slíkum leik- stjóra. Við færum leikritið inn í nú- tímann og göngum þar alla leið og á sviðinu eru nútímahúsgögn, tölv- ur og snjallsímar. Hins vegar breytum við ekki staf, bara upp- færum tungumálið sem talað er. Þessi aðferð er tilraun okkar til að færa verkið nær nútímaáhorf- endum og setja þá í sterkara sam- band við söguna. Fólk getur ekki búist við hefðbundnum Ibsen því við erum að kallast á við samtíma okkar. Það er mikil áskorun og í því felst líka nokkur áhætta.“ Samfélagslegt kjaftshögg Hvernig sérð þú Nóru? „Mér finnst hún mjög manneskjuleg og samúðarfull kona en hún lifir í mikilli ímyndarkrísu. Hún reynir að þóknast manninum sínum og samfélaginu og reynir að gera allt rétt en er föst í lygavef sem hún stígur út úr í lokin þegar hún hefur áttað sig á því að líf hennar er lygi. Hún elskar ekki manninn sinn og hefur aldrei verið hamingjusöm með honum, en hélt það meðan á því stóð. Þetta er ekki háð tíma. Við nútímafólkið erum oft í samskiptum sem við áttum okkur oft ekki á að eru óeðlileg. Það er djúp sálfræðileg tog- streita í verkinu. Í uppfærslunni okkar leitumst við eftir því að draga fram að eiginmaður Nóru er ekki bara vondur og Nóra bara góð. Þau eru bæði fórnarlömb kringumstæðna og föst í fyrirfram Djúp sálræn togstreita  Unnur Ösp Stefánsdóttir fer með hlutverk Nóru í Dúkkuheimili Ibsens, sem er jólasýning Borgarleikhússins. Dúkkuheimili Í hlutverki Nóru. 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.