Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 6
BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Það sem af er ári hafa fjórir látist í þremur banaslysum í umferðinni og hafa þau ekki verið færri síðan markviss skráning umferðarslysa hófst hér á landi, eða árið 1966. Ár- ið 1968, þegar skipt var yfir í hægri umferð, létust sex en mest hafa lát- ist 37 á einu ári, árið 1977. „Við stefnum að sjálfsögðu alltaf að því að enginn látist í umferðinni og fjögur banaslys eru fjórum of mikið. Engu að síður má alveg vekja athygli á þessum árangri í umferðaröryggismálum og vonandi náum við að upplifa ár þar sem ekkert banaslys verður. Það er allt- af okkar markmið,“ segir Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri um- ferðarslysa hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, um þróun bana- slysa í umferðinni. Hann segir að hraðakstur, ölvunarakstur og að bílbelti séu ekki notuð séu ennþá helstu orsakir banaslysa í umferð- inni og brýnt að almenningur taki höndum saman gegn slysum af því tagi. Betri vegir og betri bílar Árið 2006 lést 31 í umferðinni hér á landi en eftir það segir Ágúst þróun hafa hafist með fækkun banaslysa. „Þó að undantekningar megi finna þá hefur orðið ákveðin heild- arfækkun undanfarin ár. Banaslys- in fóru undir 20 á ári og hafa tvisv- ar síðan 2006 farið undir tuginn,“ segir Ágúst, sem telur fjölmarga þætti hafa haft áhrif á þessa fækk- un. Þar megi nefna minnkandi um- ferð. Það sé þekkt að í kreppu dragist neysla saman og þar með talið akstur og ferðalög. „Síðan má ekki horfa framhjá þeirri þróun sem átt hefur sér stað í umferðaröryggismálum. Vegirnir hafa batnað og það má nefna tvö- földun Reykjanesbrautar og svo Suðurlandsvegar að hluta. Umferð- aræðarnar hafa verið aðgreindar og við það fækkar strax hörðum árekstrum, svonefndum framan- ákeyrslum. Bílarnir eru sömuleiðis orðnir öruggari og meðalhraði hef- ur minnkað. Hið sama má segja um ökunámið. Ungir ökumenn valda færri slysum en áður og það er ánægjuleg þróun. Það eru því ansi margir þættir sem hafa átt þátt í því að slysum hefur fækkað. Við höfum átt gott samstarf við lögregl- una, Samgöngustofu, Vegagerðina og fleiri aðila um þessi mál,“ segir Ágúst. Færri ungir ökumenn í slysum Þó að slysum hafi almennt fækk- að, þar sem bílar og ökumenn þeirra eiga í hlut, þá hefur orðið fjölgun slysa á gangandi og hjól- andi vegfarendum. Samkvæmt töl- um frá Samgöngustofu fyrir fyrstu níu mánuði þessa árs urðu 157 slík slys, borið saman við 124 sömu mánuði í fyrra og 108 árið 2012. Alvarlega slasaðir í umferðinni fyrstu níu mánuði ársins voru 133 talsins, en 155 á sama tímabili árið 2013. Slysum vegna útafaksturs hefur fækkað úr 183 janúar- september árið 2011 í 138 sömu mánuði í ár. Einnig hefur slysum fækkað þar sem 17-20 ára ökumenn áttu í hlut, en þróun umferðarslysa síðustu ár sést nánar á meðfylgj- andi töflu. Þar vekur athygli að þrátt fyrir mikla fjölgun erlendra ferðamanna til landsins þá hefur svipaður fjöldi útlendinga slasast síðan árið 2011, sé mið tekið af fyrstu níu mánuðunum. Banaslys sem varð við Hrafn- tinnusker í apríl sl., þegar karl- maður á sextugsaldri lést í vél- sleðaslysi, er ekki flokkað sem slys í umferðinni. Ágúst segir skilgrein- inguna á umferðarslysi fela það í sér að slysið verði á opinberum vegi sem ætlaður er til almenns aksturs, slys utan alfaraleiðar er ekki flokk- að sem banaslys í umferðinni. Hið sama gildir um ökumann eða far- þega sem deyr síðar en 30 dögum eftir alvarlegt umferðarslys. Banaslys ekki færri frá skráningu 1966  Fjórir hafa látist í þremur banaslysum í umferðinni í ár  Merkjanleg fækkun slysa síðustu ár  Margir þættir eru taldir skýra þróunina  Fjölgun slysa á gangandi og hjólandi vegfarendum 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Framlög ríkisstofnana, er heyra undir fjármála- og efnahagsráðu- neytið, til félagasamtaka námu 18,3 milljónum króna á árunum 2007 til 2013. Mest greiddi Fram- kvæmdasýsla ríkisins, eða 8,2 milljónir. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðhera, við fyrirspurn Birg- ittu Jónsdóttur, þingmanns Pírata. Um er að ræða framlög þeirra ríkisstofnana sem eiga aðild að við- komandi félagasamtökum. Vildi Birgitta fá að vita hvaða félaga- samtök þetta væru og hve mikið þau fengju í formi félagsgjalda eða annarra framlaga. Seðlabankinn greiddi á þessu tímabili 4,5 milljónir til félagasam- taka, Fasteignir ríkissjóðs tæpar 1,5 milljónir, Ríkisskattstjóri svip- aða upphæð og Tollstjóri um 1,3 milljónir króna frá 2007-2013. Lögmannafélagið fékk alls 1,7 milljónir króna Af einstökum félagasamtökum fékk svonefnt Vistbyggðaráð hæstu framlögin, eða 3,5 milljónir króna. Byggeri Information Teknologi fékk tæpar þrjár millj- ónir, Lögmannafélag Íslands alls 1,7 milljónir, BIM á Íslandi fékk 1,5 milljónir og örlítið lægra fram- lag fór til ICEPRO- nefndar um rafræn viðskipti og Skýrslutækni- félags Íslands, hvors aðila um sig. Séu fleiri samtök nefnd þá fékk Stjórnvísi 948 þúsund krónur, Staðlaráð 773 þúsund, Fasteigna- stjórnunarfélag Íslands 352 þús- und og Steinsteypufélagið fékk heilar 137 þúsund krónur. Jafnframt spurði Birgitta hvers konar aðhaldi og eftirliti hver rík- isstofnun hefði beitt til að tryggja að framlögunum væri varið í sam- ræmi við tilgang samtakanna. Um þetta segir í svari ráðherra: „Í svari stofnana kom fram að aðhald og eftirlit með því hvort framlagi þeirra sé varið í samræmi við til- gang félagasamtakanna felist í al- mennri þátttöku í starfsemi þeirra og að mæta á aðalfundi.“ Ráðu- neytið fékk ekki svar frá Fjár- málaeftirlitinu en tekið er fram í svari ráðherra að Bankasýsla rík- isins eigi ekki aðild að félagasam- tökum. bjb@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkið Ýmis samtök fá framlög frá stofnunum ríkisins á hverju ári. 18 milljónir króna til félagasamtaka  Þar af fóru átta til Vistbyggðaráðs Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók til starfa í júní 2013 þegar rannsóknarnefndir umferðarslysa, flug- slysa og sjóslysa voru sameinaðar. Nefndin tekur til rannsóknar slys og alvarleg atvik og kemur í kjölfarið með tillögur til úrbóta í öryggisátt. Nefndarmenn eru 13, bæði aðal- og varamenn, rannsakendur sjö og einn ritari. RANNSÓKNARNEFND SAMGÖNGUSLYSA Látnir í umferðarslysum 1966-2014 Fjöldi látinna 1966 2014 40 35 30 25 20 15 10 5 0 Heimild: Rannsóknarnefndar samgönguslysa og Samgöngustofa Umferðarslys 2011-2014 fyrstu níu mánuðir hvers árs 2011 2012 2013 2014 Látnir og alvarlega slasaðir Látin og alvarlega slösuð börn Dauðsföll með beltaleysis Slys vegna ölvunar og fíkniefnaaksturs Umferðarslys með aðild 17-20 ára Alvarlega slasaðir og látnir bifhjólamenn Slasaðir gangandi og hjólandi vegfarendur Slasaðir útlendingar Slys vegna útafaksturs Slys vegna ónógs bils á milli bíla Slys vegna hliðaráreksturs 135 13 3 36 151 28 127 161 183 21 93 114 7 4 43 99 15 108 152 169 31 79 155 14 6 34 141 22 124 162 154 27 119 134 16 1 36 133 27 157 163 138 33 108 Heimild: Rannsóknarnefnd samgönguslysa og Samgöngustofa Með tillögur til úrbóta Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Áætlað er að sérkennsla í grunn- skólum Reykjavíkurborgar muni kosta rúmlega 1,4 milljarða í ár og kostnaður við sérkennslu í leik- skólum borgarinnar er áætlaður um milljarður króna. Inni í þessari tölu er ekki kostnaður við rekstur sér- deilda fyrir t.d. einhverfa nemendur og sérskólanna Klettaskóla og Brú- arskóla. Þessi upphæð nær því yfir kostnað við sérkennslu í almennum leik- og grunnskólum og hefur hækk- að ár frá ári. Þetta kemur fram í svari skóla- og frístundaráðs borg- arinnar við fyrirspurn fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu. Í fyrir- spurninni, sem var lögð fram í vor og var svarað í nóvember, er beðið um sundurliðaðar upplýsingar um þróun fjárframlaga borgarinnar til sér- kennslu síðastliðin fimm ár og fjölda nemenda sem fá slíka kennslu. Í svarinu koma fram ofangreindar upphæðir, auk fjölda þeirra grunn- og leikskólanemenda sem falla undir svokallaða sérúthlutun en þeir eru tæplega 1.200. Geta þurft mikla aðstoð Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavík- ur, segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að sífellt fleiri njóti sérkennslu. „Það er t.d. meira um það í skóla án aðgreiningar, eins og við erum með hér á landi, að foreldrar kjósi al- menna grunnskóla fyrir fötluð börn sín, eða börn sem þurfa mikla aðstoð af ýmsum ástæðum,“ segir Ragnar. Þessi fjölgun nær þó ekki ein- göngu til grunnskóla, því þeim börn- um sem fá sérstakan stuðning á leik- skólum fjölgaði úr 4% allra leik- skólabarna árið 2006 í 8% í ár. Ein af þeim ástæðum sem Ragnar nefnir í þessu sambandi er mikil fjölgun á einhverfugreiningum. „Hvað veldur því er ekki mitt að svara, en fjölgun greininga endur- speglar betri þjónustu við þessi börn, þau eru fyrr greind og fá fyrr þá að- stoð sem þau þurfa. Við höfum lagt áherslu á snemmtæka íhlutun í grunnskólunum sem þýðir að við vilj- um grípa inn í eins fljótt og hægt er.“ Tvenns konar úthlutun Fjármagn til sérkennslu í grunn- skólum skiptist í tvo flokka. Annars vegar almenna úthlutun, sem er ætl- uð til að standa straum af aðstoð við nemendur með almenna og sértæka námserfiðleika. Þessi úthlutun tekur mið af fjölda barna í hverjum skóla fyrir sig og áætlað er að hún nemi tæpum 584 milljónum í grunnskólum borgarinnar í ár. „Þessu er þannig útdeilt að skólarnir fá 14 tíma viku- lega á hverja 100 nemendur, burtséð frá því hver stuðningsþörfin er,“ seg- ir Ragnar. „Þetta er t.d. ætlað til létt- ari stuðnings í fjölmenna bekki, til að taka nemendur út úr bekkjum o.fl.“ Áætlað er að sérúthlutun, þar sem fjármagni er útdeilt vegna tiltekinna nemenda eftir að þarfir þeirra hafa verið greindar, muni verða rúmar 845 milljónir í ár og nú nær hún til 609 reykvískra nemenda. Sá fjöldi hefur ekki mikið breyst undanfarin ár. Sami háttur er hafður á varðandi skiptingu fjármagns til sérkennslu í leikskólum. Áætlaður kostnaður vegna sérúthlutunar í ár er 794 millj- ónir sem skiptast milli 560 barna. Tölur um almenna úthlutun í leik- skólum borgarinnar liggja ekki fyrir, en kostnaður við hana var rúmar 183 milljónir í fyrra og er hér miðað við að hann verði áfram sá sami. Svipað og í nágrannalöndunum Nýverið birti Hagstofan tölur um fjölda þeirra grunnskólanemenda sem fengu sérkennslu á síðasta skólaári, sem voru 28,6% nemenda. Í tölum Hagstofunnar kom einnig fram að þetta væri fjölgun um 7,6% frá fyrra skólaári og að 46.000 kennslustundir á viku færu í sér- kennslu. Ragnar segir hlutfall þeirra grunnskólanemenda sem fái sér- kennslu hér á landi áþekkt því sem gerist og gengur í nágrannalönd- unum. „Auðvitað væri æskilegt að sem fæst börn þyrftu sérstaka að- stoð. En staðan er svona og við ger- um þá okkar besta til að bregðast við því.“ Kostar á þriðja milljarð  Margt skýrir fjölgun sérkennslunemenda í Reykjavík  1,4 milljarðar í grunnskólum og 1 milljarður í leikskólum Morgunblaðið/Rósa Braga Grunnskólabörn Þeim börnum fer fjölgandi sem greind eru einhverf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.