Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Mikið skelfing held ég að tilveran væri snauð ef við hefðum ekki ævintýri til að orna okkur við. Æv- intýri sem fá hugann til að reika, jafnvel fljúga um heima og geima. Ævintýri sem spyrja áleitinna spurn- inga og leita eftir svör- um. Þannig er ég nokkuð viss um að ævintýri forn eða nýrri, sönn eða skálduð gefi lífinu lit og gæði nútímann innihaldi hvort sem við upplifum þau sjálf eða heyr- um frá þeim sagt. Lífið er ævintýri Lífið er náttúrulega ekkert annað en eitt stórt og samfellt ævintýri. Dulúðug spennusaga sem þú veist svo sem minnst um hvert leiðir þig. Ein er sú saga sem hefur þó haft meiri áhrif á mig en aðrar. Það er sagan af fæðingu, lífi og starfi, dauða og upprisu Jesú Krists. Ekki nóg með að sagan sú hafi varðveist í 2000 ár og haft meiri áhrif í veröldinni en aðrar sögur, heldur miðum við tíma- tal okkar við hana. Sagan sú er reyndar fyrir mér ekki eins og hvert annað ævintýri heldur sí-lifandi og -gefandi stað- reynd. Því sannarlega getur raun- veruleikinn oft verið hið mesta og besta ævintýri. Mörg hver, ef ekki flest, yljum við okkur við hana ár eftir ár. Og þó að hún kunni að virka rómantísk og fal- leg þá er hún jafnframt nöturleg, ögrandi og illskiljanleg. Og þó að í mínum huga sé hún fallegasti við- burður allra tíma, þá er hún hreint alls engin glansmynd. En hún fjallar um kærleika Guðs. Um orðið sem varð hold og bjó á meðal okkar. Um hann sem sendur var til þess að frelsa okkur. Veita von og fylla hjörtu okkar af himnesku súrefni, ólýsanlegum friði, og veita lífi okkar tilgang. Hún skilur eftir spurningar sem gott er að láta búa með sér og íhuga ár eftir ár, fá að hvíla í, upplifa og njóta, þótt maður skilji hana ekki. Það er eitthvað við þessa sögu Það er eitthvað meira en lítið við þessa sögu. Áhrif hennar eru greini- lega magnaðri, dýpri og varanlegri en aðrar sög- ur bjóða upp á. Hún hef- ur einhver ólýsanleg áhrif á mann svo maður tekur að binda vonir sínar við hana. Hún sýn- ir okkur skilning, umburðarlyndi og samstöðu auk þess að veita okkur styrk og von og færa okkur frið. Sjálfur Guð fæddist inn í þennan heim sem ósjálfbjarga barn við að- stæður eins og þær gerast verstar. Hann kom ekki eins og þruma úr heiðskíru lofti eða þrengdi sér inn í þennan heim frekar en hann treður sér inn í hjarta þitt. Hann kom til að taka sér stöðu með þér eins og þú ert, nákvæmlega þar sem þú ert staddur hverju sinni. Hann kom til að þjást með þér og gráta með þér og hann kom til að gleðjast með þér í gegnum tárin þrátt fyrir allt. Hann kom til að veita þér von og fylla þig lífi með eilífum tilgangi. Ævinnar ljúfustu og bestu stundir Ég trúi því að ævinnar bestu stundir, dýrmætustu augnablik, feg- urstu draumar og ljúfustu þrár séu aðeins sem forréttur að þeirri veislu sem koma skal og lífið raunverulega er. Þess vegna er svo mikilvægt að njóta aðventunnar í ljósi jólanna og ævinnar í ljósi lífsins. Jesús sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Ég lifi og þér munuð lifa! Ekki eins og hvert annað ævintýri Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Það er eitthvað meira en lítið við þessa sögu. Áhrif henn- ar eru greinilega magn- aðri, dýpri og varanlegri en aðrar sögur bjóða upp á. Höfundur er rithöfundur og áhuga- maður um lífið. Guðni Ágústsson fv. ráðherra hefur sent frá sér skemmtilega bók sem hann kallar Hallgerður – Örlaga- saga hetju í skugga fordæmingar. Bókarheitið er langt en segir greinilega til um efnið. Einar Falur Ingólfsson, ritdómari Morgunblaðsins, orðar það svo að með bók sinni taki Guðni upp málsvörn fyrir Hallgerði lang- brók – sem er laukrétt – en telur nálgun Guðna gamaldags og bætir við að óvíst sé að „fræðasamfélag samtímans“ skrifi upp á aðferðina. Einar Falur er greinilega varkár maður gagnvart þeim sem völdin hafa, í þessu tilfelli sjálfu fræði- samfélaginu, samtökum lærðra manna og sérfræðinga. Þessi fyrir- vari og ótti við fræðimenn er að vísu allfurðulegur. Ég á ekki von á öðru en að innvígðir fræðasamfélags- menn viðurkenni tjáningarfrelsi fólks, m.a. að fullvita Íslendingum sé frjálst að lesa forn og ný skáldrit upp á sitt eindæmi og sjálfdæmi um hvað hverjum finnst um söguefni, persónur og persónugerð, svo og tímana og þjóðfélagsgerðina, sögu- sviðið sem skáldskapurinn allur markast af. Eða til hvers er verið að gefa út bækur almenningi til kaups og lestrar, ef þessi markhópur bók- sala má ekki dæma fyrir sig hvað stendur í bókunum? Ekki þar fyrir – vissulega má gera ráð fyrir að ýmsir fræðasamfélags- menn komi að Njálufræðum eitt- hvað á annan veg en Guðni Ágústs- son án þess að álasa honum fyrir sín tök á viðfangsefninu. Þeir munu fremur dást að Guðna fyrir að vera áhuga- samur um bókmenntir eins og fræðimennirnir eru sjálfir. Það fræða- samfélag sem ég þekki lítur ekki á sig sem rannsóknardóm sem segir fyrir um „rétta“ aðkomu að því að lesa bækur, mynda sér skoðanir og tjá sig op- inberlega um bækurnar í heild eða einstaka hluta þeirra. – Guðni Ágústsson á skilið virðingu fyrir málsvörn sína um Hallgerði Höskuldsdóttur, enda er hann að ítreka skoðun sem lengi hefur lifað í huga fólks. Ritdómari Morgunblaðsins segir um bók Guðna að nálgun hans sé gamaldags. Það er hrein firra. Nálg- un Guðna er nútímaleg. Hann leggur nútímamat á ævi Hallgerðar. Hann talar nánast sem nútímafemínisti um harkalega meðferð karlaveldis Njálssögualdar á Hallgerði. Þetta er bein vísun til kvennakúgunar allra þjóðfélagsgerða um aldir allt fram á daginn í dag. Bók Guðna Ágústssonar er ágæt- ur lestur, þörf hugvekja. Á henni sannast að góð bók er góð, ef hún er góð! Eftir Ingvar Gíslason Ingvar Gíslason » Guðni Ágústsson á skilið virðingu fyrir málsvörn sína um Hall- gerði Höskuldsdóttur, enda er hann að ítreka skoðun sem lengi hefur lifað í huga fólks. Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. Sýn Guðna á Hallgerði er nú- tímaleg og femínisk BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Bridgefélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 12. desember var spilaður Mitchell tvímenningur á 14 borðum. Efstu pör í N/S - % skor: Guðm. Sigursteinss. - Unnar Guðmss. 63,9 Bjarnar Ingimarss. - Bragi Björnsson 58,3 Erla Sigurjóns. - Jóhann Benediktss. 57,2 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 56,7 A-V Birgir Sigurðss. - Jón Svan Sigurðss. 59,5 Tómas Sigurjss. - Björn Svavarsson 56,7 Ægir Hafsteinsson - Bjarni Hólm 56,3 Skarphéðinn Lýðss. - Ásgr.Aðalsteinss. 54,9 Þriðjudaginn 15. desember var spilaður tvímenningur með þátttöku 26 para. Efstu pör í N/S: Hulda Hjálmarsd. - Unnar A. Guðmss. 60,3 Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 55,8 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 55,1 A-V Ólafur Ólafsson - Anton Jónsson 58,0 Óskar Ólafsson - Viðar Valdimarsson 57,2 Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannsson 54,0 Föstudaginn 19. desember var síð- asta spilakvöld BFEH á árinu 2014. Spilað var á 9 borðum. Efstu pör í N/S: Hulda Hjálmarsd. - Unnar Atli Guðmss. 58,3 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 55,3 Óli Gíslason - Sverrir Jónsson 53,7 Albert Þorsteinsson - Björn Árnason 52,3 A-V Guðm. Sigursteinss. - Auðunn Guðmss. 61,1 Anna L. Kjartansd. - Ásgr. Aðalsteinss. 60,6 Kristján Þorlákss. - Óskar Ólafsson 57,6 Örn Jónsson - Þorvaldur Þorgrímss. 52,8 Hauststigakeppni félagsins lauk þriðjudaginn 16. desember. Guðmundur Sigursteinsson stóð uppi sem sigurvegari eftir harða keppni við Tómas Sigujónsson og Braga Björnsson. Úrslit réðust á síðasta spilakvöldi. Lokastaða hæstu spilara: Guðmundur Sigursteinsson 239,5 stig Tómas Sigurjónsson 235,5 stig Bragi Björnsson 233,5 stig Bjarnar Ingimarsson 198,5 stig Óskar Ólafsson 191,5 stig BFEH er komið í jólafrí og er næsti spiladagur föstudaginn 1. jan- úar 2015. BFEH þakkar öllum fyrir spila- mennsku þennan vetur og óskar öll- um gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs. BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flatahrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13:00 Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks- son og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stakir. 60 ára afmælismót Jóns Baldurssonar Gunnlaugur Karlsson stóð fyrir af- mælismóti í tilefni af 60 ára afmæli meistarans Jóns Baldurssonar föstudaginn 19. desember. 47 pör tóku þátt í þessu skemmti- lega móti og sigraði afmælisbarnið ásamt Sigurbirni Haraldssyni. Þeir fengu 75 stig. Lokastaðan: Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldss. 75 Hjördís Sigurjónsd. - Kristján Blöndal 73 Gunnl. Sævarss. - Kristján M.Gunnarss. 51 Karl G. Karlsson - Svala K. Pálsd. 46 FEB Reykjavík Mánudaginn 15. desember var spilaður tvímenningur á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Hrafnhildur Skúlad. – Guðm. Jóhannss. 275 Friðrik Jónsson – Jóhannes Guðmanns. 238 Ágúst Helgason – Haukur Harðarson 233 A/V: Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 285 Magnús Jónsson – Óli Gíslason 245 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 236 Fimmtudaginn 18.desember var spilaður tvímenningur á 14 borðum. Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 349 Jón Þ. Karlsson - Guðjón Margeirss. 339 Sigurjón Helgason – Helgi Samúelss. 330 Ingibjörg Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 322 A/V Guðlaugur Bessason – Ólöf Hansen 403 Sigtryggur Jónss. – Sæmundur Pálsson 361 Margr. Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd. 335 Björn E.Péturss. – Valdimar Ásmundss. 331 Stjórn bridsdeildarinnar þakkar spilurum fyrir samstarfið á líðandi ári og óskar þeim og einnig þeim sem lesa þennan pistil gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs. Þökkum fyrir að fá af- not af húsnæði Bridssambands Ís- lands. Þökkum bridsfréttastjóra Morg- unblaðsins fyrir að birta reglulega fréttir frá félaginu. Á komandi ári hefst spilamennska mánudaginn 5. janúar kl. 13. Spilað er í Síðumúla 37. Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson Íslands- meistarar í Butlertvímenningi Guðmundur Snorrason og Kjartan Ásmundsson sigruðu í Íslandsmótinu í Butlertvímenningi sem fram fór um síðustu helgi en þeir fengu 89 stig. Annað sætið hlutu þeir Sigurður Skagfjörð og Sigurjón Harðarson sem voru með 66 stig .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.