Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Karl Blöndal kbl@mbl.is Nýrri hreyfingu gegn ísl-ömskum áhrifum hefurvaxið fiskur um hrygg íÞýskalandi upp á síð- kastið. Undanfarnar tíu vikur hafa farið fram mótmæli á hverjum mánu- degi á vegum hreyfingarinnar og hef- ur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt. 22. desember mótmæltu 17 þús- und í Dresden í austurhluta Þýska- lands og var það mesta þátttakan frá upphafi. Hreyfingin nefnist „Evrópskir föð- urlandsvinir gegn íslamsvæðingu Vesturlanda“ eða PEGIDA. Hún var stofnuð í október í Dresden, höfuð- borg Saxlands. Hlutfall íbúa þar af erlendum uppruna er 2,2%. Þátt- takan í mótmælum samtakanna hef- ur verið mun meiri í austurhluta landsins en vesturhlutanum, þar sem aðeins nokkur hundruð manns hafa tekið þátt í mótmælum. Í stefnuskrá samtakanna, sem birt var fyrr í mánuðinum, segir að um sé að ræða grasrótarhreyfingu, sem hafði það markmið að vernda kristi- leg gildi. Hvatt er til umburðarlyndis gagnvart múslimum, sem hafi „að- lagast“, um leið og lýst er yfir and- stöðu við „kvenhatur og ofbeldi í hug- myndafræði“ íslamista. Þar er spjótum beint gegn „lygnum fjöl- miðlum“, „pólitískum valdastéttum“ og „fjölmenningarhyggju“. Andstæðingar samtakanna segja að þau noti lítt dulbúinn málflutning nýnasista og gagnrýna þau fyrir að kynda undir andúð á útlendingum einmitt þegar hælisleitendur horfi vonaraugum til Þýskalands og landið sé komið í annað sæti á eftir Banda- ríkjunum af þeim löndum, sem fólk helst vilja flytja til. Hörð viðbrögð stjórnvalda Aukin þátttaka í mótmælum Peg- ida hefur vakið sterk viðbrögð stjórn- valda. Joachim Gauck, forseti Þýska- lands, sem var prestur í Austur- Þýskalandi fyrir fall Berlínarmúrsins og studdi baráttuna fyrir lýðræði, notaði tækifærið í árlegu jólaávarpi sínu til að skora á fólk að sýna um- hyggju og vera opið gagnvart hæl- isleitendum. „Að við bregðumst af samúð við neyðinni í kringum okkur, að flest okkar skuli ekki fylgja þeim, sem vilja loka Þýskalandi, það er sú reynsla frá þessu ári, sem er mér hvatning,“ sagði Gauck. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, varaði Þjóðverja við því fyrr í mánuðinum að falla fyrir lýðskrumi útlendingahaturs. Wolfgang Schäuble fjármála- ráðherra sakaði hina pólitísku stétt á miðvikudag um að hafa brugðist og látið fólk fá á tilfinninguna að hags- munir þess væru vanræktir. Um leið þyrftu stjórnmálamenn að verja gildi lýðveldisins, sem reis úr rústum seinni heimsstyrjaldar, þar á meðal með því að sýna hælisleitendum rausnarskap. „Hvers konar fólk værum við ef við, með okkar velmegun, vísuðum flóttamönnum burt,“ sagði hann í við- tali við dagblaðið Rheinische Post. Pegida hefur einnig fengið hörð viðbrögð úr atvinnulífinu. Ulrich Grillo, forseti Samtaka iðnaðarins í Þýskalandi, sagði að samtökin græfu undan hagsmunum og gildum lands- ins. „Við höfum lengi verið þjóð inn- flytjenda og verðum að vera það áfram,“ sagði Grillo við þýsku frétta- þjónustuna DPA. „Sem velmegandi land og einnig af kristilegum náunga- kærleika ætti land okkar að taka á móti fleiri flóttamönnum.“ Samtökin PEGIDA sögðu að ekki yrði efnt til mótmæla í dag til að létta álag á lögreglu yfir hátíðirnar. Hreyfing gegn íslam vex í Þýskalandi AFP Gegn íslam Fylgismenn PEGIDA, nýrrar hreyfingar gegn áhrifum íslams í Þýskalandi, veifa þýskum fánum á mótmælafundi í Dresden 22. desember. 18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ígær lukuBandaríkja-menn og bandamenn þeirra í Afganistan form- lega hernaðar- aðgerðum sínum í landinu. Herinn sem fór inn í landið fyrir þrettán árum, í kjölfar árásanna á tvíbura- turnana 11. september 2001, til að sigrast á talibönum og koma í veg fyrir að Afganistan nýtt- ist sem æfingastöð fyrir hryðjuverkamenn, hefur horf- ið á braut. Þegar mest lét voru um 130.000 hermenn í þessu liði bandamanna en nú stendur aðeins eftir um tíundi hluti þess fjölda, þar af um tíu þús- und Bandaríkjamenn. Breytingin á hlutverki bandamanna í Afganistan varð ekki á einum degi heldur hefur hún verið að gerast smám sam- an. Og raunar var, þar til eftir umdeildar forsetakosningar í Afganistan, óvissa um hvort nokkurt erlent herlið yrði áfram í landinu eftir þau ára- mót sem nú eru að renna upp. Sú óvissa, sem var á ábyrgð fyrrverandi forseta Afganist- an, var óþægileg og síst til þess fallin að auka líkur á að áform um að ráða niðurlögum talibana næðu fram að ganga. En nú er sem sagt svo komið að afganskur her og lögregla standa nánast ein andspænis talibönum, það er að segja ef frá er talinn tak- markaður liðsafli Bandaríkjamanna sem nýttur verður í sérstakar aðgerð- ir gegn hryðju- verkamönnum. Að öðru leyti hefur erlendi herinn aðeins táknrænt hlutverk auk þess að þjálfa afganskar sveit- ir og veita ráðgjöf. Þessi breyting á baráttunni við talibana hefur mikla þýð- ingu, ekki síst vegna minni hernaðar úr lofti. Eftir að bandamenn hafa dregið sig inn í herbúðirnar er mun meira jafnræði með stríðandi fylk- ingum á hernaðarsviðinu. Veruleg hætta er hins vegar á að baráttuviljinn sé meiri röngum megin og að það veik- burða lýðræði sem nú reynir að staulast á lappirnar í land- inu riði til falls. Færi svo væri um mikla ógæfu að ræða fyrir Afgana, ekki síst kvenfólkið, sem á ekki sjö dagana sæla þar sem talibanar fara með völd. Skiljanlegt er að Banda- ríkjamenn og bandamenn þeirra séu farnir að þreytast eftir langt stríð í fjarlægu landi þar sem enn hefur ekki tekist að ná fram fullnaðar- sigri. Þessi þreyta má þó ekki verða til þess að talibanar fái frítt spil til að endurheimta völd í landinu með tilheyrandi kúgun almennings í landinu og ógn við umheiminn. Það krefst mikillar þrautseigju og úthalds að missa ekki Afganistan} Formlegum hernaðar- aðgerðum lokið Þorsteinn Víg-lundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, vakti at- hygli á því í sam- tali við Morgunblaðið, sem birt var á aðfangadag, að skattahækk- anir á síðasta kjörtímabili kæmu í veg fyrir að launþegar nytu sem skyldi batans sem orðið hefði í atvinnulífinu. Hann benti á að í tíð vinstri- stjórnarinnar hefði ekki verið hagrætt hjá ríkinu en aðgerð- ir í fjármálum þess nær ein- göngu falist í hækkun skatta. Afleiðingar þessarar stefnu vinstristjórnarinnar urðu mun hægari efnahagsbati en hefði getað orðið. Nú, eftir að bat- inn hefur að hluta komið fram, eru afleiðingarnar einn- ig þær að skattar á atvinnu- lífið eru tugum milljarða króna hærri en þeir væru án skattahækkananna. Þetta veldur því að svigrúmið til launahækkana er mun minna en ella væri og stendur þannig í vegi fyrir því að efnahagsbatinn skili sér í launa- umslög lands- manna í þeim mæli sem eðlilegt væri. Það er mikið áhyggjuefni að þrátt fyrir að nú sé vel á ann- að ár frá því að vinstristjórnin hrökklaðist frá völdum skuli skattar lítið hafa þokast niður á við. Þetta mun án efa gera komandi kjarasamninga erfið- ari og ætla má að þetta hafi einnig haft áhrif á þá sem nú standa yfir. Fyrirtækin eiga engan ann- an kost en að horfa á getu sína til að greiða laun og þar skipta skattar miklu máli. Launþegar horfa eðli máls samkvæmt á það sem endar í launaumslaginu. Ríkisvaldið getur haft áhrif á hvort tveggja og skattahækkanir vinstristjórnarinnar sem enn hafa ekki gengið til baka sýna að svigrúm er fyrir hendi. Lækkun skatta þolir ekki bið við núver- andi aðstæður á vinnumarkaði} Háir skattar hefta kjarabætur B andaríski grínistinn Chris Rock lýsti því yfir í viðtali í byrjun des- embermánaðar að hann væri hættur að vera með uppistand í háskólum. Ástæðan var einföld: sú kynslóð í Bandaríkjunum sem nú væri að alast upp væri of gjörn á að móðgast. Hann lýsti því svo að hugmyndin væri sú að „það megi ekki telja saman stigin, því að enginn má tapa“. Og Rock hefur að vissu leyti á réttu að standa. Undanfarin ár hefur borið æ meir og meir á því að umræða um hluti sé kaffærð vegna þess að einhver móðgaðist, eða hefðir sem viðgengist hafa í mörg ár lagðar niður, af því að einhver kvartaði. Hægt og bítandi fer allt samfélagið niður á lægsta sameiginlega plan, þar sem allir verða að lúta pólitískri rétthugsun í öllum efnum, eða þola það að vera útskúfaðir sem rasistar, fasistar, eða þaðan af verra. Smátt og smátt verður samfélagið fullt af prinsessum á bauninni, sem móðgast jafnvel fyrir hönd annarra sem taka hlutunum ekki jafn illa. Nú stuttu fyrir jól var móðgunarefnið það að einhverjir skólar færu með börn í kirkjur. Ég skil vel að trúlausir for- eldrar vilji það síður að börn sín fari í kirkju, verandi sjálf- ur trúlaus og fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju, en þegar spurt var hvers vegna þau börn mættu þá ekki bara fara á bókasafnið eða gera eitthvað annað uppbyggilegt við tíma sinn og leyfa hinum sem vildu að fara, var svarið það að það væri „svo leiðinlegt“ fyrir börnin að vera skilin eftir útundan. Þannig að foreldrarnir vildu ekki leyfa ferðina, væntanlega af því að börn þeirra væru svo gersneydd gagnrýnni hugsun að þau myndu eflaust koma út úr kirkjunni trúaðri en krossfarar forðum, og börnin máttu ekki fara annað, því að það væri svo leiðinlegt fyrir þau að mega ekki fara í kirkjuna með öllum hinum. Þess vegna þyrfti að meina öllum börnum, kristnum sem heiðnum, að fara í kirkju og meira að segja talað um „mannréttindabrot“ í þessum efnum, sem gengisfellir að mínu mati hugtakið nokkuð. Hægt er að taka mörg fleiri dæmi, eins og meintan rasisma hjá teiknara Morgunblaðs- ins, sem hafði gert skopmynd um afsögn Hönnu Birnu. Myndin var vægast sagt ófynd- in, en það er nú ekki glæpur út af fyrir sig. Hins vegar tók einn spekingurinn myndina óstinnt upp og sagði hana stútfulla af alls kyns táknum og ímyndum, og að í raun væri ekki verið að hæðast að Hönnu Birnu, heldur Tony Omos og því væri jafnvel um lögbrot að ræða. Var þó erfitt að finna þessum meintu táknum og ímyndum nokkurn stað í teikningunni ófyndnu. Þetta er afleit þróun. Rökræða, þar á meðal pólitísk og trúarleg umræða, hlýtur að byggjast á því að bera saman andstæðar skoðanir og finna bestu rökin í samkeppni hug- myndanna. Þegar reynt er að fela þær skoðanir sem falla manni ekki í geð á þeim grundvelli að þær hafi „móðgað“ einhvern, líður rökræðan fyrir vikið. Og veistu hvað, það gerir mig eiginlega sármóðgaðan. sgs@mbl.is Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Móðganir bannaðar! STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Þýska lögreglan greindi frá því um miðjan desember að mark- verð aukning hefði orðið á árás- um á útlendinga í Þýskalandi og öfgar færu vaxandi. Þetta var tilkynnt nokkrum dögum eftir að kveikt var í bænahúsi gyð- inga í bænum Vorra og haka- krossar nasista og slagorð gegn útlendingum voru krotuð á veggi. Talið er að 22 þúsund öfga- menn séu í Þýskalandi og rúmur fjórðungur þeirra séu nýnas- istar. Tæpur helmingur þeirra er talið að gæti gripið til ofbeldis. Oftar ráðist á útlendinga AUKNAR ÖFGAR AFP Andúð Hakakross á húsi fyrir flóttamenn í bænum Vorra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.