Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 27
„Ég hef ávallt haft yndi af söng og
sungið með ýmsum kórum allt frá því
að ég byrjaði í kór Barnaskólans á
Akranesi, ung að árum, undir stjórn
Hans Jörgensen.
Við hjónin höfum svo einnig dansað
og starfað með þjóðdansahópi allar
götur frá árinu 1975 og njótum þar
dansins og samveru við góða félaga.“
Fjölskylda
Eiginnmaður Steinunnar er Magn-
ús B. Jónsson, f. 24.8. 1942, fyrrv.
rektor. Foreldrar hans voru Jón
Magnússon, f. 22.10. 1911, d. 19.1.
1982, bóndi Vestmannaeyjum til 1973
en eftir það starfsmaður Land-
græðslunnar á Hellu, og k.h., Ingi-
björg Magnúsdóttir, f. 17.12. 1909, d.
5.11. 1978, húsfreyja í Eyjum og á
Hellu.
Börn Steinunnar og Magnúsar eru
Soffía Ósk Magnúsdóttir Dayal, f.
31.3. 1964, PhD í eðlisefnafræði, býr í
Nýju-Delhí á Indlandi en maður
hennar er Dhruv Dayal, MBA, er
starfar sjálfstætt, og eru börn þeirra
Ásta Amíara, f. 21.4. 2014, og Annika
Isabell f. 21.4. 2014; Jón Magnússon,
f. 29.12. 1969, MSc í markaðsfræði,
starfar sjálfstætt í Englandi og eru
börn hans Anna Christabell, f. 22.8.
1999, og Tomas Birgir Charles f. 15.1.
2002.
Systkini Steinunnar eru Helgi
Guðmundur Ingólfsson, f. 22.9. 1935,
d. 18.3. 1999, matreiðslumaður í
Reykjavík; Magnús Davíð Ingólfsson,
f. 11.1. 1937, matreiðslumaður í
Reykjavík; Erla Svanhildur Ingólfs-
dóttir; f. 4.4. 1938, skólaliði í Reykja-
vík; Kristján Árni Ingólfsson, f. 12.12.
1941, bifvélavirki í Reykjavík; Sig-
urður Björn Ingólfsson, f. 8.2. 1950, d.
1.10. 2005, verkamaður á Akranesi;
Guðbjört G. Ingólfsdóttir, f. 13.8.
1953, þroskaþjálfi í Njarðvík.
Foreldrar Steinunnar voru Ing-
ólfur Sigurðsson, f. 23.5. 1913, d. 28.9.
1979, vélstjóri og leigubílstjóri á
Akranesi, og Soffía J. Guðmunds-
dóttir, f. 3.6. 1916. d. 25.1. 2004, hús-
freyja og verkakona á Akranesi.
Úr frændgarði Steinunnar S. Ingólfsdóttur
Steinunn S.
Ingólfsdóttir
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. á Bíldudal og Þingeyri
Jón
Ólafsson
skipstj. á
Bíldudal og
Þingeyri
Guðmundur Bjarni Jónsson
skipstj. á Þingeyri og verkam á Akranesi
Helga Jónsdóttir
húsfr. á Þingeyri og Akranesi
Soffía Guðmundsdóttir
húsfr. og verkak.á Akranesi
Soffía Eiríksd.
húsfr. í Arnarfirði
og í Súgandafirði
Jón
Halldórsson
vinnum. víða á
Vestfjörðum
Kristín Pálsdóttir
húsfr. á Ísafirði
Þuríður G.
Guðnadóttir,
ljósmóðir á
Akranesi og
víðar
Jón Jónsson
skipstj. á Bíldudal
Guðný Jónsdóttir Bieltvedt
húsfr. á Sauðárkróki
Magnús Jónsson
skipstj. á Flateyri,
síðar á Akranesi
Haraldur
Magnússon
vélstj. á Akranesi
Hinrik Haraldsson
hárskeri á
Akranesi
Krístín Guðmundsdóttir
húsfr. á Akranesi
Jón E. Guðmundsson
sjóm. á Akranesi
Guðmundur Páll Jónsson
fyrrv. bæjarfulltr. á Akranesi
Soffía Karlsd.
leikkona og
söngkona
Björg Karítas
Bergmann
Jónsdóttir
bóndi í
Einarsnesi
Eggert
Bjarnason
vélstjóri
Bjarni
Bjarnason
sjóm. í Rvík
Kristín
Bjarnadóttir
húsfr. í Rvík
Sveinn R. Eyjólfsson
fyrrv. stjórnarform.
Frjálsrar
fjölmiðlunar og DV
Eggert
Eggertsson
vélstj. í Rvík
Viðar
Eggertsson
leikhússtjóri
Ágúst Sigurðsson
sjóm. í Grindavík
Grímur Gísli Jónasson
sjóm. á Álftanesi
Stefán Hörður Grímsson
ljóðskáld
Sveinsína Rut
Sigurðardóttir
húsfr. í Grindavík
Þóranna
Stefánsdóttir
húsfr. í Rvík
Rúnar Ármann
Artúrsson
blaðam.
Sigurður M. Ágústsson
lögregluvarðstj. í Grindavík
Guðrún A. Eiríksdóttir
húsfr. á Björgum
Bjarni
Guðlaugsson
b. á Björgum á
Skaga
Björg Bjarnadóttir
húsfr. á Skagastönd
Sigurður Jónasson
sjóm. og skipstj. á Skagaströnd
Ingólfur Sigurðsson
vélstj. og leigubílstj. á Akranesi
Helga
Sigurðardóttir
húsfr. í A. Hún
Jónas Jónsson
b. og verkam. í Húnaþingi og á Vatnsleysustr.
Hjónin Steinunn og Magnús.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014
Vilhjálmur Björgvin Guð-mundsson fæddist í Skáholtivið Bræðraborgarstíg í
Reykjavík 29.12. 1907 og kenndi sig
jafnan við þann bæ. Foreldrar hans
voru Guðmundur Guðmundsson sjó-
maður og k.h., Sigurveig Einars-
dóttir húsfreyja.
Vilhjálmur ól allan aldur sinn í
Reykjavík að undanskildum vetr-
inum 1932-33 er hann lærði við
Lýðháskólann í Askov. Hann setti
sinn sérstæða svip á mannlífið í Mið-
bænum þar sem hann starfrækti
einhvers konar fornsölu og seldi
blóm. Hann var Reykjavíkurskáld í
húð og hár, tilfinningaríkt og eirðar-
laust náttúrubarn og drykkfellt al-
þýðuskáld sem lá ekki lengi yfir ljóð-
um sínum né skeytti um brothætt
mannorðið. Þess vegna drógu marg-
ir í efa að hann væri alvöruskáld. En
þó að hann sé mistækur er hann víða
afburðaskáld þegar honum tekst
best upp.
Vilhjálmur sendi frá sér ljóðabæk-
urnar Næturljóð, 1931; Vort daglegt
brauð, 1935 og 1950; Sól og menn,
1948, og Blóð og vín, 1957. Í Vort
daglegt brauð er hann uppreisnar-
skáld í tvenns konar skilningi: Hann
skipar sér á bekk með róttækustu
málsvörum verkalýðsbaráttu
og heimsbyltingar og ræðst auk
þess á hræsni og skinhelgi góðborg-
aranna með hispurslausum hugleið-
ingum um sjálfan sig og frelsarann.
Vilhjálmur er oft sjálfmiðaður,
sjálfsgagnrýninn og angurvær þó að
hann verji breyskan bróður og beri
höfuðið hátt í allri sinni ógæfu. Hann
var fríður, sviphreinn og höfðing-
legur, trúr vinum sínum og barngóð-
ur.
Lengi vel voru ljóðabækur Vil-
hjálms ófáanlegar en árið 1992 gaf
Hörpuútgáfan út heildarsafn ljóða
hans, Rósir í mjöll. Helgi Sæmunds-
son bjó bókina til prentunar og skrif-
aði prýðilegan inngang.
Tvö ljóða Vilhjálms hafa oft verið
sungin við gullfalleg lög tveggja vina
hans: Ó borg, mín borg, við lag
Hauks Morthens, og Litla fagra,
ljúfa vina, við lag Sigfúsar Halldórs-
sonar.
Vilhjálmur lést 1963.
Merkir Íslendingar
Vilhjálmur
frá Skáholti
Sunnudagur 28.12.
90 ára
Ragnheiður Magnúsdóttir
Sigríður Eyjólfsdóttir
Sigríður Sigurjónsdóttir
85 ára
Inger U. Sanne
Guðmundsson
80 ára
Adolf Jakob Berndsen
Ingileif Þórey Jónsdóttir
Sigríður Vilhjálmsdóttir
Svala Kristinsdóttir
75 ára
Bryndís Maggý
Sigurðardóttir
Eysteinn Pétursson
Lilja Þorsteinsdóttir
Þórunn Óskarsdóttir
70 ára
Bjarney Sveinbjarnardóttir
Einar Óskarsson
Friðbjört Jensdóttir
Hreinn Pálsson
Jóhanna Gunnlaugsdóttir
María K. Jónasdóttir
Sigríður J. Gísladóttir
Sigrún Hermannsdóttir
60 ára
Almar Benedikt Hjarðar
Berghildur Gísladóttir
Dóra Guðrún
Þorvarðardóttir
Hólmfríður Edvardsdóttir
Sigurður Friðfinnsson
Sigursteinn Þorsteinsson
Steindóra Andreasen
50 ára
Berglind Dina Catubig
Vistra
Ellen Hrefna Haraldsdóttir
Gísli Jón Gíslason
Inga Eiríksdóttir
Jóhann Már Jóhannsson
Jónas Birgir Magnússon
Kristjana Stella Blöndal
María Sölvadóttir
Sigurbjörn Ársæll
Þorbergsson
Þorsteinn Gestsson
Þórey Ólafsdóttir
40 ára
Aðalsteinn Jóhannsson
Arnþór Sigurðsson
Grzegorz Sierzputowski
Guðrún Hrönn Jónsdóttir
Halldór Karl Högnason
Helgi Þór Helgason
Kaori Ohtomo
Magna Lilja Magnadóttir
Marta Valsdóttir
Sigurður Atlason
Snæbjörn Sigurðarson
Tryggvi Þór Tryggvason
30 ára
Árni Jónsson
Catherine Maria
Stankiewicz
Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir
Kristín Edda Óskarsdóttir
Ómar Þór Óskarsson
Pawel Pawlowski
Regína Thorarensen
Ricardo M. Goncalves
Miranda
Sigríður Rut Indriðadóttir
Zuzana Mickiewiczova
Þórunn Þórarinsdóttir
Mánudagur 29.12.
85 ára
Andrés Einarsson
Carl Johan Eiríksson
Kristjana Anna Jónasdóttir
Þorgerður Halldórsdóttir
Þór Herbertsson
80 ára
Erna Nielsen
Ingólfur Jónsson
Kári Friðriksson
Málfríður H. Jónsdóttir
Sigurður R. Skagfjörð
Stefán Eiríksson
75 ára
Arabella Eymundsdóttir
Bjarni Kristinsson
70 ára
Guðlaug Guðjónsdóttir
Helga Hallgrímsdóttir
Jónas Jónsson
Pétur Kristjánsson
Steinunn Sigríður
Ingólfsdóttir
Willum Pétur Andersen
60 ára
Ágúst Þórðarson
Guðrún Jóhannsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Ingólfur Ólafsson
Jakob Stefánsson
Jenný Karólína
Ragnarsdóttir
Jónína Guðrún
Halldórsdóttir
Þórður Georg Lárusson
50 ára
Ásta Henriksen
Erlingur Jónsson
Gísli Þór Briem
Grétar Þór Magnússon
Guðmundur A Reynisson
Guðný Árnadóttir
Hildigunnur Bjarnadóttir
Hrönn Hilmarsdóttir
Kristinn Þórður Elíasson
Magnús Arnarsson
Oddný Elín Magnadóttir
Ómar Örn Borgþórsson
Reynir Kristjánsson
Sigríður Einarsdóttir
Snædís Edda
Sigurjónsdóttir
Vivian Edelborg Jörgensen
Þórhildur Þórisdóttir
Þórir Óttarsson
40 ára
Burkni Pálsson
Eva Ösp Arnarsdóttir
Frosti Pálsson
Guðbjörg Jakobsdóttir
Guðmundur Ari Jensson
Hjörtur Þór Herbertsson
Hrönn Magnúsdóttir
Loide Nangula T Indriðason
30 ára
Einar Þór Sigurðsson
Erla Ólafsdóttir
Ernir Óskar Pálsson
Högni Þorsteinsson
Jan Kazimierz Janiak
Luisa F. Florenciano Ortega
Remigijus Kristopaitis
Sigurður Freyr Pétursson
Til hamingju með daginn
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN
Snjallara heyrnartæki
Beltone First™
Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch.
Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.
Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi.
Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum.
Ókeypis
heyrnarmælingsíðan 2004