Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 29.12.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. DESEMBER 2014 VERTU VAKANDI! blattafram.is Karlar fremja 97% kynferðislegs ofbeldis á stúlkum og 71% brota á drengjum. Laugavegi 34, 101 Reykjavík Sími: 551 4301 | gudsteinn.is Guðsteins Eyjólfssonar sf V E R S L U N Óskum landsmönnum árs og friðar og þökkum viðskiptin á árinu Komið og gerið góð kaup Bonito ehf. • Friendtex • Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2870 • www.friendtex.is Opið mánud. - föstud. 11:00-18:00 Skoðið frien dtex.is Lokað gamlársdag 40-70% afsláttur Útsala Kringlan 4-12 • Sími 533 4533 • Finndu HYGEA á facebook Fagleg þjónusta í 60 ár Óskum viðskiptavinum okkar um land allt gleðilegs nýs árs og friðar. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi... Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Mikill fjöldi fólks þurfti að leita til hjálparstofnana um jólin því fjár- málaendar þeirra náðu ekki saman. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar, segir að nefndin hafi tekið á móti alltof mörgum fyrir þessi jól að hennar mati. Hver einstaklingur sé einum of mikið. „Í íslensku þjóðfélagi er að mynd- ast hópur sem er láglaunafólk og við sáum fjölgun í þessum hópi hjá okk- ur fyrir þessi jól,“ segir Ragnhildur. „Launin hjá þeim sem eru í 100% starfi duga ekki fyrir framfærslu. Það kom kona hingað til okkar með tárin í augunum með skattaskýrsl- una sína. Hún var með árslaun upp á tvær milljónir og 472 þúsund krónur. Það er þessi hópur sem er að stækka því verðlagið er að hækka.“ Fleiri útlendingar Ragnhildur segir að aðrir hópar eigi einnig erfitt í desember, öryrkj- ar, eldri borgarar og þeir sem hafa misst vinnuna. Þá sé einnig mikið af fólki sem ráði ekki við líf sitt vegna fíkniefnadjöfulsins. Þá tók hún eftir breytingu meðal fjölda útlendinga sem þurftu aðstoð. „Jólin eru erfiður tími fyrir marga. Vonleysi ríkir því margir sjá enga lausn. Mér fannst þó nokkur aukning meðal útlendinga í ár. Þar eru margir illa settir, illa að sér í tungumálinu og með litla þekkingu. Ég tók líka eftir viðhorfsbreytingu, það eru rosalegir fordómar í gangi úti í samfélaginu gagnvart þessum hópi,“ segir Ragnhildur. Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar var ekki búið að taka saman hversu margir fengu aðstoð í ár en Vilborg Oddsdóttir segir að fjöldinn hafi ver- ið svipaður og í fyrra. „Fyrir jólin er öðruvísi hópur sem þarf aðstoð því desember er dýr mánuður. Fólk sem er á lágum launum vantar töluvert upp á til að ná endum saman.“ Hún segir að komandi hækkun matar- skatts hafi oft borið á góma fyrir þessi jól meðal sinna skjólstæðinga. „Matarskattur er að hækka og það munar um það hjá fólki sem á ekki fyrir mat nú þegar.“ Þá vakti séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur Bústaðakirkju, at- hygli á því í predikun sinni um jólin að aldrei hefðu jafn margir leitað til sinnar kirkju fyrir jólin og nú. Morgunblaðið/Golli Dýr mánuður Fjöldi fólks leitaði til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin. Mikið var um fólk sem er með lág laun og nær ekki fjármálaendum saman. „Desember er dýr mánuður“  Fjöldi fólks þurfti aðstoð fyrir jólin Rúmlega 130 manns fengu asp- assúpu, lambalæri og ís í eftir- rétt á Tapashúsinu í málsverði sem Hjálpræðisherinn stóð fyrir á aðfangadag. Samkoman hefur jafnan verið fjölsótt. „Ég held að það hafi aldrei komið fleiri til okkar. Þarna komu margir ein- stæðingar og hælisleitendur. Svo löbbuðu túristar framhjá og kíktu inn. Það var ofboðslega hátíðleg stemning og allir ánægðir,“ sagði Rannvá Olsen, kapteinn hjá Hjálpræðis- hernum. Aspassúpa, lamb og ís FJÖLMENNI HJÁ HERNUM Karlmaður varð fyrir líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur um klukkan sex í gærmorgun, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Hópur manna veittist að mann- inum, en árásarmennirnir voru horfnir af vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn hlaut áverka í andliti og var fluttur á slysadeild til skoðunar. Líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.