Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 10

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Starfsfólk Íbúðalánasjóðs óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 14 4 79 4 www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík sími 569 6900, fax 569 6800 Malín Brand malin@mbl.is Allar sex deildirheilbrigðisvísindasviðskoma að ráðstefnunnisem hefst fimmta janúar á Háskólatorgi. Deildirnar sem um ræðir eru læknadeild, hjúkrunar- fræðideild, sálfræðideild, tann- læknadeild, lyfjafræðideild og mat- væla- og nærigarfræðideild. „Ráðstefnan er haldin annað hvert ár þegar vormisserið er að hefjast. Aðaláherslan núna er á að stuðla að samræðu á milli vísindamanna í mismunandi greinum heilbrigðis- vísinda til að stuðla að auknu þver- fræðilegu samstarfi og auka skiln- ing manna og nálgast viðfangsefnin á marga mismunandi vegu,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor og for- seti heilbrigðisvísindasviðs Há- skóla Íslands. Sumir nálgist það frá sjónarhorni grunnvísindanna til að skýra það sem liggi að baki góðri heilsu eða kvillum á meðan aðrir nálgist viðfangsefnin út frá Innlit í vísindasam- félag Háskóla Íslands Sautjánda ráðstefna Háskóla Íslands um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum verður haldin á Háskólatorgi í næstu viku. Hún er öllum opin en sá háttur hefur ekki verið hafður á áður og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á þeim rannsóknum sem fara fram innan vísindasamfélags skólans. 165 fyrirlestrar verða fluttir og fjalla þeir um ólík efni, allt frá grunnvísindum til hagnýtra lausna í hjúkrun og læknisfræðilegri meðferð. Morgunblaðið/Golli Ánægð Inga Þórsdóttir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs, fagnar áhuga nemenda, kennara og almennings á ráðstefnunni sem er opin öllum. Það hljómar ef til vill furðulega að koma eggi fyrir í flösku án þess að brjóta eggið og líka án þess að brjóta flöskuna. Það er nú samt hægt. Á skemmtilegri vefsíðu um efnafræði, www.chemistry.about.com, er að finna stórsniðugar aðferðir til að leika hin ýmsu brögð með hjálp efna- fræðinnar. Ungir vísindamenn geta skemmt sér og lært um leið með því að gera tilraunirnar sem eru á síð- unni. Þó er betra að fara að öllu með gát og hafa einhvern fullorðinn með sér í liði við flóknari tilraunirnar. Ef rýnt er í tilraunina með eggið og flöskuna þá felst lærdómur hennar í því að með því að hafa áhrif á hita- stigið inni í flöskunni má nota loftið til þess að ýta eggi ofan í hana. Það er best að segja ekki meira til að spilla ekki ánægju frróðleiksfúsra. Svo má auðvitað búa til heitan ís! Og breyta vatni í vín. Nú á gamlárs- dag eru margir sem „kveikja í pen- ingum“ eins og sumir segja um flug- eldaæði landsmanna. Á síðunni er einmitt tilraun sem felst í því að kveikja í peningaseðli. Það er gert með tiltölulega einfaldri efnafræði en þó er ekki gengið svo langt að eyði- leggja peningaseðilinn því hér er um eins konar efnafræðitöfrabrögð að ræða. Það er því um að gera að læra nokkur góð brögð á gamlársdag. Góða skemmtun! Vefsíðan www.chemistry.about.com Morgunblaðið/RAX Mögulegt Það er hægt að koma eggi ofan í flösku án þess að brjóta nokkuð. Hvernig má koma eggi í flösku? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.