Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.12.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 Starfsfólk Íbúðalánasjóðs óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 14 4 79 4 www.ils.is Borgartúni 21, 105 Reykjavík sími 569 6900, fax 569 6800 Malín Brand malin@mbl.is Allar sex deildirheilbrigðisvísindasviðskoma að ráðstefnunnisem hefst fimmta janúar á Háskólatorgi. Deildirnar sem um ræðir eru læknadeild, hjúkrunar- fræðideild, sálfræðideild, tann- læknadeild, lyfjafræðideild og mat- væla- og nærigarfræðideild. „Ráðstefnan er haldin annað hvert ár þegar vormisserið er að hefjast. Aðaláherslan núna er á að stuðla að samræðu á milli vísindamanna í mismunandi greinum heilbrigðis- vísinda til að stuðla að auknu þver- fræðilegu samstarfi og auka skiln- ing manna og nálgast viðfangsefnin á marga mismunandi vegu,“ segir Inga Þórsdóttir, prófessor og for- seti heilbrigðisvísindasviðs Há- skóla Íslands. Sumir nálgist það frá sjónarhorni grunnvísindanna til að skýra það sem liggi að baki góðri heilsu eða kvillum á meðan aðrir nálgist viðfangsefnin út frá Innlit í vísindasam- félag Háskóla Íslands Sautjánda ráðstefna Háskóla Íslands um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum verður haldin á Háskólatorgi í næstu viku. Hún er öllum opin en sá háttur hefur ekki verið hafður á áður og ljóst að almenningur hefur mikinn áhuga á þeim rannsóknum sem fara fram innan vísindasamfélags skólans. 165 fyrirlestrar verða fluttir og fjalla þeir um ólík efni, allt frá grunnvísindum til hagnýtra lausna í hjúkrun og læknisfræðilegri meðferð. Morgunblaðið/Golli Ánægð Inga Þórsdóttir, prófessor og forseti heilbrigðisvísindasviðs, fagnar áhuga nemenda, kennara og almennings á ráðstefnunni sem er opin öllum. Það hljómar ef til vill furðulega að koma eggi fyrir í flösku án þess að brjóta eggið og líka án þess að brjóta flöskuna. Það er nú samt hægt. Á skemmtilegri vefsíðu um efnafræði, www.chemistry.about.com, er að finna stórsniðugar aðferðir til að leika hin ýmsu brögð með hjálp efna- fræðinnar. Ungir vísindamenn geta skemmt sér og lært um leið með því að gera tilraunirnar sem eru á síð- unni. Þó er betra að fara að öllu með gát og hafa einhvern fullorðinn með sér í liði við flóknari tilraunirnar. Ef rýnt er í tilraunina með eggið og flöskuna þá felst lærdómur hennar í því að með því að hafa áhrif á hita- stigið inni í flöskunni má nota loftið til þess að ýta eggi ofan í hana. Það er best að segja ekki meira til að spilla ekki ánægju frróðleiksfúsra. Svo má auðvitað búa til heitan ís! Og breyta vatni í vín. Nú á gamlárs- dag eru margir sem „kveikja í pen- ingum“ eins og sumir segja um flug- eldaæði landsmanna. Á síðunni er einmitt tilraun sem felst í því að kveikja í peningaseðli. Það er gert með tiltölulega einfaldri efnafræði en þó er ekki gengið svo langt að eyði- leggja peningaseðilinn því hér er um eins konar efnafræðitöfrabrögð að ræða. Það er því um að gera að læra nokkur góð brögð á gamlársdag. Góða skemmtun! Vefsíðan www.chemistry.about.com Morgunblaðið/RAX Mögulegt Það er hægt að koma eggi ofan í flösku án þess að brjóta nokkuð. Hvernig má koma eggi í flösku? Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.