Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.2014, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dr. Unnur Birna Karlsdóttir, sagn- fræðingur, hefur verið ráðin aka- demískur sérfræðingur við starfs- stöð Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Egilsstöðum. „Markmiðið er að rannsaka sögu hreindýrsins á Íslandi og sess þess í íslenskri náttúrusýn. Einkum hvernig það hefur markað spor í þjóðlíf á Austurlandi með sérstæð- um hætti, enda ganga dýrin ekki villt annars staðar á Íslandi,“ sagði Unnur Birna um rannsóknarverk- efnið. Hún hefur störf við það í apríl næstkom- andi og er verk- efnið hugsað til tveggja ára. Unnur Birna kvaðst nú þegar hafa fengið mynd af sumu af því sem rannsóknin muni leiða í ljós en sagði það ekki vera í anda fræðilegra vinnubragða að fjölyrða um niðurstöður fyrr en að verkinu loknu. „Það er von mín að þessi rann- sókn á sögu sambúðar manna og hreindýra á Íslandi í rúm 200 ár auki þekkingu á þessum þætti í Ís- landssögunni og dragi fram hvaða lærdómur og tækifæri felast í þeirri sögu sem nýta má með margvíslegum hætti,“ sagði Unnur Birna. Sýning kveikti hugmyndina Hún sagði að hugmyndin að rannsókninni hafi kviknað í tengslum við gerð sýningar um hreindýrin á Austurlandi. Sýningin verður opnuð í Minjasafni Austur- lands á Egilsstöðum í sumarbyrjun 2015. Unnur Birna hefur unnið að undirbúningnum í tvö ár. „Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúru- stofu Austurlands, enda starfa þar okkar helstu sérfræðingar um hreindýrin. Auk þess koma ótal fleiri á Austurlandi að sýningar- verkefninu, einstaklingar og stofn- anir.“ Doktorsrit um samband manns og náttúru Unnur Birna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2010 en áður hafði hún lokið MA- og BA-prófi í sagnfræði og námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Há- skóla Íslands, samkvæmt frétt frá háskólanum. Doktorsritgerð henn- ar heitir Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008. Þar fjallar Unn- ur Birna um samband manns og náttúru út frá sjónarhóli og að- ferðafræði umhverfissagnfræði. Eftir Unni Birnu liggja fræði- greinar og bókarkaflar auk skáld- sögunnar Það kemur alltaf nýr dagur. Hún hefur einnig flutt fjöl- marga fyrirlestra um umhverfismál og umhverfissagnfræði. Þá hefur Unnur Birna komið að kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Unnur Birna hefur gegnt starfi forstöðumanns Minjasafns Austur- lands frá árinu 2012 en áður starf- aði hún á Þjóðskjalasafni Íslands. Þá hefur hún tekið virkan þátt í fé- lagsstarfi sagnfræðinga og safna- manna. Starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknasetra Há- skóla Íslands á starfsstöð stofn- unarinnar á Egilsstöðum var aug- lýst sl. sumar og bárust sex umsóknir. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Unnur Birna ráðin í starfið. Sambúð manna og hreindýra á Íslandi  Saga hreindýranna á Íslandi og sess þeirra í íslenskri nátt- úrusýn  Tveggja ára rannsóknarverkefni hefst í apríl nk. Morgunblaðið/RAX Hreindýr í Kringilsárrana Unnur Birna Karlsdóttir hyggst rannsaka sögu sambúðar manna og hreindýra á Íslandi í rúm 200 ár. Hún vonast til að rannsóknin auki þekkingu á þessum þætti í Íslandssögunni. Unnur Birna Karlsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls bárust 86 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Strætó bs. sem var auglýst í byrjun desember. Af þeim drógu 15 umsóknirnar til baka. „Þetta voru umtalsvert fleiri um- sóknir en ég átti von á,“ sagði sagði Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar- formaður Strætó bs. „Þetta sýnir að fyrirtækið hefur jákvæða og góða ímynd. Það eru greinilega margir sem vilja komast í Strætó!“ Bryndís sagði að nú væri unnið úr umsóknunum. Hún sagði að stjórn Strætó bs. hefði samþykkt mats- ramma en Capacent sæi um röðun umsækjenda og fyrstu viðtöl. Stjórn- in fær svo að sjá lista yfir röðun um- sækjenda í fyrstu viku janúar en kemur ekki að málinu fyrr en valinn hefur verið þrengri hópur. Nöfn um- sækjenda eru í stafrófsröð: Nöfn umsækjenda Aðalsteinn Jónsson, ráðgjafi, And- res Konráðsson, framkvæmdastjóri, Axel Rafn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Ásbjörn Kristinsson, rekstrartæknifræðingur, Ásbjörn Ólafsson, verkefnastjóri, Bjarni Benediktsson, forstöðumaður, Björn Jónsson, rekstrarráðgjafi, Björn S. Lárusson, verkefnastjóri, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, MS mannauðsstjórnun, Eiður Guðmundsson, verkefnis- stjóri, Einar Kristjánsson, sviðs- stjóri, Einar Örn Thorlacius, lög- fræðingur, Elín Björg Ragnars- dóttir, lögfræðingur, Elvar Vilhjálmsson, gæða-, öryggis- og umhverfisstjóri, Felix Gylfason, markaðs- og sölustjóri, Garðar Lár- usson, ráðgjafi, Garðar Svavar Gíslason, viðskiptafræðingur, Gerð- ur B. Pálmarsdóttir, gæða- og mann- auðsstjóri, Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Guðmundur Þorkell Eyjólfsson, þjónustustjóri, Gunnar Ingi Valdi- marsson, framkvæmdastjóri, Gylfi Freyr Gröndal, kennari, Halldór Árnason, ráðgjafi, Hallgrímur Gunnþórsson, sérfræðingur, Hall- grímur Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, Haukur Helgason, ráðgjafi, Helga Jóhannesdóttir, viðskipta- fræðingur, Helgi Þorkell Kristjáns- son, aðstoðardeildarstjóri, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Hilmar Stefánsson, framkvæmda- stjóri, Hlynur Loki Laufeyjarson, rekstrarstjóri, Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Ívar Ragnars- son, deildarstjóri, Jóhannes Rúnars- son, sviðsstjóri, Jón Arnar Sigur- jónsson, rekstrarráðgjafi, Jón Gunnar Borgþórsson, viðskipta- fræðingur, Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi, Jón Hrói Finns- son, stjórnsýslufræðingur, Jón Svavarsson, ljósmyndari, Jónas G. Einarsson, viðskiptafræðingur, Júlía Rós Atladóttir, deildarstjóri, Júlíus B. Benediktsson, rekstrarstjóri, Karl Ottó Schiöth, viðskiptafræð- ingur, Kristinn Dagur Gissurarson, rekstrarstjóri, Lilja Guðríður Karls- dóttir, samgönguverkfræðingur, Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri, Magnús Helgi Jakobsson, verkefnastjóri, Ólafur Ólafsson, við- skiptafræðingur, Ólafur Þór Ólafs- son, forstöðumaður, Óskar J. Sand- holt, skrifstofustjóri, Óskar Örn Jónsson, rekstrarverkfræðingur, Páll Helmut Guðjónsson, strætóbíl- stjóri, Pétur T. Gunnarsson, há- skólanemi, Ragnar Marteinsson, framkvæmdastjóri, Samúel Guð- mundsson, MBA, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra, Sigurður H. Engil- bertsson, alþjóðamarkaðsfræðingur, Sigurður Ingimar Ómarsson, mark- aðsfræðingur, Sigurður Magnússon, verkstæðisformaður, Stefán Har- aldsson, tæknifræðingur, Styrmir Bjartur Karlsson, ráðgjafi, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri, Sverrir Arngrímsson, lektor, Viggó E. Viðarsson, Þorbjörn Ólafsson, sölustjóri, Þorsteinn Sigurðsson, viðskiptafræðingur, Þorsteinn Þor- steinsson, ráðgjafi, Þórður Guð- björnsson, rekstrarhagfræðingur og Þórir Ómar Grétarsson, verkfræð- ingur. Morgunblaðið/Þórður Strætó bs. Nú er unnið úr 71 um- sókn um starf framkvæmdastjóra. Margir sóttu um að stýra Strætó bs.  86 umsóknir bárust, 15 hættu við Stefnt er að því að skilgreindum ald- urshópi Íslendinga verði boðin skipulögð leit að ristilkrabbameini, það er sambærileg skimun og fyrir krabbameinum í brjóstum og leg- hálsi kvenna. Sú leit hefur skilað miklu og er talið að skimun fyrir rist- ilkrabbameini geri það ekki síður. Leitarstarf þetta verður á vegum Krabbameinsfélags Íslands en í gær undirrituðu fulltrúar félagsins og Okkar - líftrygginga samning um 11 millj. kr. stuðning við verkefnið. Ristilkrabbamein er meðal al- gengustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum. Það er þriðja algengasta dánarorsök krabbameinssjúklinga á Íslandi. Ár- lega greinast rúmlega 130 Íslending- ar með þetta mein og 52 látast af völdum þess, að jafnaði einn á viku. Dánartíðnin fer þó lækkandi, því nú er hægt að greina meinið á frumstigi. Almennt er gert ráð fyrir að hóp- leit ristilkrabbameins hefjist við 50 ára aldur. Annars mun hópur ráð- gjafa móta áherslur Krabbameins- félags Íslands í þessu verkefni og leggja línur um framhaldið. sbs@mbl.is Leita skipulega að ristilkrabbameini  Um 130 greinast árlega  Okkar styður Morgunblaðið/Þórður Stuðningur Ragnheiður Haralds- dóttur hjá Krabbameinsfélaginu og Valtýr Guðmundsson frá Okkar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.