Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.12.2014, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta yfir 90 ár Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dr. Unnur Birna Karlsdóttir, sagn- fræðingur, hefur verið ráðin aka- demískur sérfræðingur við starfs- stöð Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Egilsstöðum. „Markmiðið er að rannsaka sögu hreindýrsins á Íslandi og sess þess í íslenskri náttúrusýn. Einkum hvernig það hefur markað spor í þjóðlíf á Austurlandi með sérstæð- um hætti, enda ganga dýrin ekki villt annars staðar á Íslandi,“ sagði Unnur Birna um rannsóknarverk- efnið. Hún hefur störf við það í apríl næstkom- andi og er verk- efnið hugsað til tveggja ára. Unnur Birna kvaðst nú þegar hafa fengið mynd af sumu af því sem rannsóknin muni leiða í ljós en sagði það ekki vera í anda fræðilegra vinnubragða að fjölyrða um niðurstöður fyrr en að verkinu loknu. „Það er von mín að þessi rann- sókn á sögu sambúðar manna og hreindýra á Íslandi í rúm 200 ár auki þekkingu á þessum þætti í Ís- landssögunni og dragi fram hvaða lærdómur og tækifæri felast í þeirri sögu sem nýta má með margvíslegum hætti,“ sagði Unnur Birna. Sýning kveikti hugmyndina Hún sagði að hugmyndin að rannsókninni hafi kviknað í tengslum við gerð sýningar um hreindýrin á Austurlandi. Sýningin verður opnuð í Minjasafni Austur- lands á Egilsstöðum í sumarbyrjun 2015. Unnur Birna hefur unnið að undirbúningnum í tvö ár. „Sýningin er unnin í samstarfi við Náttúru- stofu Austurlands, enda starfa þar okkar helstu sérfræðingar um hreindýrin. Auk þess koma ótal fleiri á Austurlandi að sýningar- verkefninu, einstaklingar og stofn- anir.“ Doktorsrit um samband manns og náttúru Unnur Birna lauk doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 2010 en áður hafði hún lokið MA- og BA-prófi í sagnfræði og námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Há- skóla Íslands, samkvæmt frétt frá háskólanum. Doktorsritgerð henn- ar heitir Þar sem fossarnir falla. Náttúrusýn og nýting fallvatna á Íslandi 1900-2008. Þar fjallar Unn- ur Birna um samband manns og náttúru út frá sjónarhóli og að- ferðafræði umhverfissagnfræði. Eftir Unni Birnu liggja fræði- greinar og bókarkaflar auk skáld- sögunnar Það kemur alltaf nýr dagur. Hún hefur einnig flutt fjöl- marga fyrirlestra um umhverfismál og umhverfissagnfræði. Þá hefur Unnur Birna komið að kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Unnur Birna hefur gegnt starfi forstöðumanns Minjasafns Austur- lands frá árinu 2012 en áður starf- aði hún á Þjóðskjalasafni Íslands. Þá hefur hún tekið virkan þátt í fé- lagsstarfi sagnfræðinga og safna- manna. Starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknasetra Há- skóla Íslands á starfsstöð stofn- unarinnar á Egilsstöðum var aug- lýst sl. sumar og bárust sex umsóknir. Að loknu dómnefndar- og valnefndarferli var Unnur Birna ráðin í starfið. Sambúð manna og hreindýra á Íslandi  Saga hreindýranna á Íslandi og sess þeirra í íslenskri nátt- úrusýn  Tveggja ára rannsóknarverkefni hefst í apríl nk. Morgunblaðið/RAX Hreindýr í Kringilsárrana Unnur Birna Karlsdóttir hyggst rannsaka sögu sambúðar manna og hreindýra á Íslandi í rúm 200 ár. Hún vonast til að rannsóknin auki þekkingu á þessum þætti í Íslandssögunni. Unnur Birna Karlsdóttir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alls bárust 86 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Strætó bs. sem var auglýst í byrjun desember. Af þeim drógu 15 umsóknirnar til baka. „Þetta voru umtalsvert fleiri um- sóknir en ég átti von á,“ sagði sagði Bryndís Haraldsdóttir, stjórnar- formaður Strætó bs. „Þetta sýnir að fyrirtækið hefur jákvæða og góða ímynd. Það eru greinilega margir sem vilja komast í Strætó!“ Bryndís sagði að nú væri unnið úr umsóknunum. Hún sagði að stjórn Strætó bs. hefði samþykkt mats- ramma en Capacent sæi um röðun umsækjenda og fyrstu viðtöl. Stjórn- in fær svo að sjá lista yfir röðun um- sækjenda í fyrstu viku janúar en kemur ekki að málinu fyrr en valinn hefur verið þrengri hópur. Nöfn um- sækjenda eru í stafrófsröð: Nöfn umsækjenda Aðalsteinn Jónsson, ráðgjafi, And- res Konráðsson, framkvæmdastjóri, Axel Rafn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, Ásbjörn Kristinsson, rekstrartæknifræðingur, Ásbjörn Ólafsson, verkefnastjóri, Bjarni Benediktsson, forstöðumaður, Björn Jónsson, rekstrarráðgjafi, Björn S. Lárusson, verkefnastjóri, Drífa Jóna Sigfúsdóttir, MS mannauðsstjórnun, Eiður Guðmundsson, verkefnis- stjóri, Einar Kristjánsson, sviðs- stjóri, Einar Örn Thorlacius, lög- fræðingur, Elín Björg Ragnars- dóttir, lögfræðingur, Elvar Vilhjálmsson, gæða-, öryggis- og umhverfisstjóri, Felix Gylfason, markaðs- og sölustjóri, Garðar Lár- usson, ráðgjafi, Garðar Svavar Gíslason, viðskiptafræðingur, Gerð- ur B. Pálmarsdóttir, gæða- og mann- auðsstjóri, Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri, Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Guðmundur Þorkell Eyjólfsson, þjónustustjóri, Gunnar Ingi Valdi- marsson, framkvæmdastjóri, Gylfi Freyr Gröndal, kennari, Halldór Árnason, ráðgjafi, Hallgrímur Gunnþórsson, sérfræðingur, Hall- grímur Ólafsson, viðskiptafræð- ingur, Haukur Helgason, ráðgjafi, Helga Jóhannesdóttir, viðskipta- fræðingur, Helgi Þorkell Kristjáns- son, aðstoðardeildarstjóri, Helgi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, Hilmar Stefánsson, framkvæmda- stjóri, Hlynur Loki Laufeyjarson, rekstrarstjóri, Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri, Ívar Ragnars- son, deildarstjóri, Jóhannes Rúnars- son, sviðsstjóri, Jón Arnar Sigur- jónsson, rekstrarráðgjafi, Jón Gunnar Borgþórsson, viðskipta- fræðingur, Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi, Jón Hrói Finns- son, stjórnsýslufræðingur, Jón Svavarsson, ljósmyndari, Jónas G. Einarsson, viðskiptafræðingur, Júlía Rós Atladóttir, deildarstjóri, Júlíus B. Benediktsson, rekstrarstjóri, Karl Ottó Schiöth, viðskiptafræð- ingur, Kristinn Dagur Gissurarson, rekstrarstjóri, Lilja Guðríður Karls- dóttir, samgönguverkfræðingur, Magnús Árnason, framkvæmda- stjóri, Magnús Helgi Jakobsson, verkefnastjóri, Ólafur Ólafsson, við- skiptafræðingur, Ólafur Þór Ólafs- son, forstöðumaður, Óskar J. Sand- holt, skrifstofustjóri, Óskar Örn Jónsson, rekstrarverkfræðingur, Páll Helmut Guðjónsson, strætóbíl- stjóri, Pétur T. Gunnarsson, há- skólanemi, Ragnar Marteinsson, framkvæmdastjóri, Samúel Guð- mundsson, MBA, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála, Sesselja Traustadóttir, verkefnastýra, Sigurður H. Engil- bertsson, alþjóðamarkaðsfræðingur, Sigurður Ingimar Ómarsson, mark- aðsfræðingur, Sigurður Magnússon, verkstæðisformaður, Stefán Har- aldsson, tæknifræðingur, Styrmir Bjartur Karlsson, ráðgjafi, Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri, Sverrir Arngrímsson, lektor, Viggó E. Viðarsson, Þorbjörn Ólafsson, sölustjóri, Þorsteinn Sigurðsson, viðskiptafræðingur, Þorsteinn Þor- steinsson, ráðgjafi, Þórður Guð- björnsson, rekstrarhagfræðingur og Þórir Ómar Grétarsson, verkfræð- ingur. Morgunblaðið/Þórður Strætó bs. Nú er unnið úr 71 um- sókn um starf framkvæmdastjóra. Margir sóttu um að stýra Strætó bs.  86 umsóknir bárust, 15 hættu við Stefnt er að því að skilgreindum ald- urshópi Íslendinga verði boðin skipulögð leit að ristilkrabbameini, það er sambærileg skimun og fyrir krabbameinum í brjóstum og leg- hálsi kvenna. Sú leit hefur skilað miklu og er talið að skimun fyrir rist- ilkrabbameini geri það ekki síður. Leitarstarf þetta verður á vegum Krabbameinsfélags Íslands en í gær undirrituðu fulltrúar félagsins og Okkar - líftrygginga samning um 11 millj. kr. stuðning við verkefnið. Ristilkrabbamein er meðal al- gengustu krabbameina sem greinast hjá vestrænum þjóðum. Það er þriðja algengasta dánarorsök krabbameinssjúklinga á Íslandi. Ár- lega greinast rúmlega 130 Íslending- ar með þetta mein og 52 látast af völdum þess, að jafnaði einn á viku. Dánartíðnin fer þó lækkandi, því nú er hægt að greina meinið á frumstigi. Almennt er gert ráð fyrir að hóp- leit ristilkrabbameins hefjist við 50 ára aldur. Annars mun hópur ráð- gjafa móta áherslur Krabbameins- félags Íslands í þessu verkefni og leggja línur um framhaldið. sbs@mbl.is Leita skipulega að ristilkrabbameini  Um 130 greinast árlega  Okkar styður Morgunblaðið/Þórður Stuðningur Ragnheiður Haralds- dóttur hjá Krabbameinsfélaginu og Valtýr Guðmundsson frá Okkar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.