Fréttablaðið - 15.06.2015, Blaðsíða 10
15. júní 2015 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Fróðlegt er að fylgjast með endurskoðun á
viðhorfum hagfræðinga seinustu misserin.
Þar hefur hæst borið metsölubók franska
hagfræðingsins Thomas Piketty sem grein-
ir m.a. forsendur þess að ójöfnuður hefur
aukist í heiminum öllum og bendir á að hag-
fræðin geti ekki verið í tómarúmi, innan
hagfræðinnar þurfi að taka tillit til sam-
félagsins, félagsfræðilegra þátta og ytri
aðstæðna.
Nýlega voru birtar niðurstöður rann-
sóknar fræðimanna við Cambridge-háskóla
um efnahagslegar afleiðingar stjórnar-
stefnu Margrétar Thatcher sem gegndi
embætti forsætisráðherra í Bretlandi á
níunda áratug 20. aldar. Thatcher var eins
og kunnugt er merkisberi nýfrjálshyggj-
unnar; réðst í stórfellda einkavæðingu
ríkisstofnana, dró úr regluverki í kringum
fjármálamarkaðinn og lækkaði skatta, ekki
síst á hina efnameiri. Allt var þetta gert að
sögn til að auka hagvöxt og verðmætasköp-
un en samkvæmt þessari nýju rannsókn
skilaði stjórnarstefna Thatcher ekki þeim
árangri sem henni var ætlað.
Í stuttu máli jókst ójöfnuður á Bretlands-
eyjum, atvinnuleysi jókst en vöxtur og
framleiðni jukust mun hægar en þau höfðu
gert áratugina á undan. Frjálshyggju-
aðferðir á borð við lækkun á tollum og
sköttum, frjálst flæði verkafólks, skerðingu
á stöðu verkalýðsfélaga, einkavæðingu og
rýmra regluverk fyrir viðskiptalífið skil-
uðu ekki árangri í aukinni landsframleiðslu
miðað við áratugina á undan. Fræðimenn-
irnir sem standa að rannsókninni benda á
að talsmenn nýfrjálshyggjunnar verði að
geta sýnt fram á að stefnan hafi í raun skil-
að meiri velsæld og vexti en raunin hefði
orðið með annars konar stefnu. Þessi rann-
sókn bendir til þess að árangur nýfrjáls-
hyggjunnar sé í raun aukinn ójöfnuður,
meira atvinnuleysi og minni vöxtur og vel-
sæld.
Margir íslenskir stjórnmálamenn og
jafnvel heilu ungliðahreyfingarnar sitja
samt enn fastar í blindri trú á þessar sömu
aðfarir en er ekki kominn tími til að endur-
skoða þær meðal annars með tilliti til
breyttra sjónarmiða í hagfræði? Ef ríkis-
stjórnin vill hafa almannahag að leiðar ljósi
þarf að styðjast við gögn og staðreyndir
– ekki aðeins hugmyndafræðilega kenni-
setningu. Því miður virðist núverandi ríkis-
stjórn föst í kviksyndinu; boðar einkavæð-
ingu, skattalækkanir og beitir lagasetningu
á verkföll í stað þess að byggja upp heil-
brigt samband við verkalýðshreyfinguna
sem byggist á gagnkvæmri virðingu. Þetta
lofar ekki góðu.
Skilar ekki árangri
ef keypt eru 10 stk.
– annars 50 kr. stk.
40
Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði
Krónunnar og þú borgar...
STJÓRNMÁL
Katrín Jakobs-
dóttir
formaður VG
Þ
að fer lítið fyrir sáttinni í samfélaginu þessa dagana.
Konur brjóta af sér hlekki feðraveldis, ofbeldis og for-
dóma. Heilu stéttirnar berjast fyrir réttlátum launum
fyrir menntun sína, sérþekkingu og erfiði. Sjúklingar bíða
í óvissu um viðeigandi heilbrigðisúrræði. Fimmtíu þúsund
Íslendingar mótmæla fiskveiðifrumvarpi sjávarútvegsráðherra.
Afkoma og hagsmunir aldraðra og öryrkja virðast eiga að liggja
óbætt hjá garði og svo mætti lengi telja.
Við slíkar aðstæður hafa
baráttukonur og -menn víða góðan
málstað að verja og margur fer
mikinn. Því miður er þó oft svo að
í almennri umræðu fer oft mest
fyrir þeim sem hafa hæst og eru
glaðastir til yfirlýsinga, fullyrð-
inga og aðdróttana um það sem
þeim finnst standa þeirra ágæta málstað einna helst fyrir þrifum.
Þetta blessaða og kappsfulla baráttufólk virðist aldrei hafa hug-
leitt þau ágætu varnaðarorð að kapp er best með forsjá, heldur fer
fram með fullyrðingum og aðdróttunum um stéttir, manneskjur og
málefni. Allt í nafni þess að það hafi svo góðan málstað að verja.
Engu að síður tekst þessu ágæta fólki oft að vinna málstað sínum
meira tjón en gagn. Það virðist ítrekað rugla saman fullyrðingum og
staðreyndum, ályktunum og sannindum og svo mætti áfram til telja.
Kappið hefur völdin en lítið fer fyrir almennri forsjá og tillitssemi
við þær manneskjur sem mögulega verða fyrir aurskriðunni án þess
að hafa til þess unnið. Það er nefnilega svo að hjúkrunarfræðingar,
þingmenn, ráðherrar, sjómenn, háskólamenntaðir, aldraðir og
öryrkjar eiga það öll sameiginlegt að vera manneskjur og af því
skyldu orðin miðast. Án undantekninga.
En þegar svo er ekki og kappið er haft að leiðarljósi láta við-
brögðin sjaldnast á sér standa og umræðan er komin út í skítkast og
skæting um menn og málefni, engum til gagns en kannski einhverj-
um til gamans. Verði þeim að góðu.
Reyndar gefst kappsfullu baráttátufólki sem og reiðum ráða-
mönnum, sem hafa látið falla einhverjar kjánalegar fullyrðingar
í hita leiksins, oft tækifæri til þess að koma umræðunni aftur til
betri vegar. En til þess þarf að gera það sem virðist vera óhugsandi í
íslenskri umræðu: Að biðjast afsökunar.
Fátt eitt getur nefnilega aukið á virðingu manneskju jafn mikið
og það að biðjast afsökunar. Því öllum verður okkur á og öll höfum
við rangt fyrir okkur af og til. Að viðurkenna vitleysuna í okkur er
eitt það besta sem við getum gert fyrir okkur sjálf sem og þann mál-
stað sem við viljum koma á framfæri. Flest erum við meira að segja
alin upp við að læra að biðja aðra afsökunar. Segja fyrirgefðu við
þá sem við komum illa fram við eða af frekju og yfirgangi. Takast í
hendur, horfast í augu og biðjast fyrirgefningar og halda svo áfram
með lífið.
Engu að síður virðist mörgum slík afsökunarbeiðni vera hin
versta ófærð og kjósa frekar að kenna öðrum um eða draga fram
hinar ólíklegustu afsakanir og réttlætingar. Fyrir vikið herða
margir á skítkastinu og ósættið er algert.
Það er því óskandi að allt það ágæta fólk sem tjáir sig mikið um
menn og málefni reyni nú að finna hjá sér léttinn yfir því að gangast
við eigin vitleysu og frelsunina sem er fólgin í fyrirgefningunni. Því
sanngirnin er sátta móðir eins og stendur einhvers staðar og það er
nú ekki nema sanngjarnt að maður fái að hafa rangt fyrir sér af og
til og á þessum orðum er því hér með beðist afsökunar.
Lítið fer fyrir sátt í íslensku samfélagi:
Afsökunarbeiðni
Forvirkar aðgerðir
Alþingi samþykkti á laugardag frum-
varp ríkisstjórnarinnar um lög á verkfall
nokkurra aðildarfélaga BHM og Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Að setja
lög á verkfall er neyðarúrræði og nægir
í því samhengi að vísa til orða Bjarna
Benediktssonar fjármálaráðherra og
Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráð-
herra frá því áður en lögin komu fram
um að á meðan líf væri í viðræðum
yrðu ekki sett lög á verkfall. Þess vegna
er athyglisvert að ásamt því að setja
lög á þau aðildarfélög BHM sem
sannarlega eru í verkfalli ákvað
ríkisstjórnin og meirihluti Alþingis
að skella líka lögum á félög sem
eru alls ekkert í verkfalli. Það
er erfitt að láta ívitnuð orð
ráðherranna ríma við það,
nema þeir séu forvitrar svo
spakir að þeir viti að ekkert líf muni
verða í þeim viðræðum þegar þar að
kemur og þetta séu forvirkar aðgerðir.
Ein örlítil mistök lagfærð
Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, kynnti á laugardag
álit meirihluta allsherjar- og mennta-
málanefndar, en þar gegnir hún for-
mennsku. Hún tilkynnti að ein breyting
yrði gerð á frumvarpinu– og héldu þá
margir að þá ætti kannski að hætta
við að taka verkfallsrétt af félögum
sem ekki eru í verkfalli. Óekki.
Orðunum „Félagsráðgjafafélag
Íslands“ var bætt við á eftir orðinu
„Fræðagarður“. Gott mál, en það
félag er reyndar ekki í verkfalli
en er nú fórnarlamb forvirku
aðgerðanna.
Fjarvera rifjuð upp
Össur Skarphéðinsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, gerði því skóna,
í umræðum um lögin, að ríkisvaldið
hefði stefnt að þessu marki. Slíka
ásökun þarf alltaf að skoða í pólitísku
ljósi, en Össur rifjaði upp athyglis-
verða hluti: „Við skulum bara rifja það
upp að þegar deilan hófst við BHM
þá var hæstvirtur fjármálaráðherra
ekki einu sinni staddur á landinu.
Formaður samninganefndar, hann
var staddur í Mjanmar. Sjálfur
ríkissáttasemjari lýsti því yfir
opinberlega í fyrsta skipti á
sínum ferli að það þýddi ekkert
að kalla saman fundi vegna
þess að ríkisvaldið hefði
ekkert fram að færa.“
kolbeinn@frettabladid.is
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
1
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
2
C
-6
9
C
C
1
6
2
C
-6
8
9
0
1
6
2
C
-6
7
5
4
1
6
2
C
-6
6
1
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
6
_
2
0
1
5
C
M
Y
K