Fréttablaðið - 11.09.2015, Side 30

Fréttablaðið - 11.09.2015, Side 30
M ílanó er nútímaleg­ asta borg Ítalíu, að margra mati tákn­ mynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þá Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur nýjum hugmyndum opnum örmum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg. Hátískuverslanir, tísku­ vikur og áttavilltar fyrirsætur Það er ekki tilviljun að Mílanó sé talin vera ein af helstu tísku­ borgum veraldar. Þar er enda­ laust úrval af guðdómlega fal­ legum verslunum, gríðarstór­ ar tískuvikur haldnar nokkrum sinnum á ári og áttavilltar fyr­ irsætur á hverju strái. Quadri­ latero della Moda, eða tísku­ ferhyrningurinn, er víðfrægt verslunarsvæði þar sem er að finna verslanir frá tískuhúsum á borð við Louis Vuitton, Dolce & Gabbana, Armani, Prada, Cavalli, Gucci og svona mætti lengi telja. Þeir sem eru að leita að einhverju öðru en rándýrri merkjavöru ættu ekki að ör­ vænta. Þeir ættu að þræða götur á borð við Via Torino, Corso di Porta Ticinese, Corso Buenos Aires og Corso Ver­ celli. Þar er að finna versl­ anir á borð við H&M, Zara, Bershka, Levis, Diesel, Te­ zenis, Foot Locker, Benetton, Camper og svona væri hægt að halda áfram endalaust. Endalausar freistingar Það er gott að fara út að borða í Mílanó, mikið og fjölbreytt framboð af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. En að sjálfsögðu eru staðirnir mis­ munandi góðir og verðlagið upp og niður allan skalann. Margir af veitingastöðum borgarinn­ ar bjóða upp á hið ítalska eld­ hús en það er líka að finna veit­ ingastaði í borginni frá öllum heimshornum. Í borginni er að finna frábærar pizzeríur sem hægt er mæla með, td. La Fabbr ica, Pizzeria Tradizion­ ale og Pizzeria del Ticinese og góða veitingastaði á borð Off­ icina 12, Trattoria Toscana, Ost eria Giulio pane e Ojo og Pesch eria da Claudio. Undir dúndrandi takti, fram á rauðanótt Það er margt í boði þegar kemur að næturlífi í Mílanó og allir geta fundið sér eitt­ hvað við sitt hæfi, hvort sem maður ætlar að kíkja í eitt glas á rólegum bar eða dansa undir dúndrandi takti fram á rauða­ nótt. Meðfram síkjunum í Nav­ igli er að finna mikið úrval af börum og skemmtistöð­ um ásamt kaffi­ og veitinga­ stöðum sem opnir eru langt fram á kvöld, t.d. barir á borð við Bond, Le Biciclette, Viola og Luca e Andrea. Oft mynd­ ast skemmtileg stemming úti undir berum himni, allir sitja úti og margir eru á rölt­ inu. Marga af heitustu stöðum borgarinnar er að finna í ná­ grenni Corso Como, t.d. staði á borð við Loolapaloosa, Tocque­ ville 13 og Hollywood ásamt fleiri stöðum sem sprottið hafa upp í nágrenninu á undanförn­ um árum. Mílanó hefur allt til alls Í Mílanó er enn fremur að finna glæsileg söfn og heimsfræg­ ar byggingar, leikhús og óperu­ hús, styttur og listaverk. Það er engin tilviljun að yfir 6 milljón­ ir ferðamanna heimsækja borg­ ina á hverju ári því það er ein­ faldlega upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólk­ ið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er líka mikil fengleg og mannlíf­ ið fjölbreytt á dómkirkjutorginu. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borgar­ innar, er vel þess virði að kíkja á hönnunar safnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrulega skylda fyrir hvern einasta unnanda góðrar knatt­ spyrnu að kíkja á San Síró og upp­ lifa hörkuslag milli nágrannanna í AC Milan og Inter Mílanó. Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur enda­ laust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin. Kjartan Sturluson Eigandi minitalia.is MÍLANÓ tekur þér opNuM örMuM Mílanó er fjölbreytt og falleg borg sem hefur upp á margt að bjóða. „Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.“ 6 • LÍFIÐ 11. sEptEMbEr 2015 1 1 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :2 3 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 0 F -B E 3 4 1 6 0 F -B C F 8 1 6 0 F -B B B C 1 6 0 F -B A 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 0 _ 9 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.