Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 2
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SAMFÉLAG „Við erum afskaplega ánægð með áhugann sem aðilar sýna Hveragerði og höfum beðið eftir því að einhver sjái möguleika á frekari uppbyggingu á staðnum,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjar- stjóri í Hveragerðisbæ, um nýsam- þykkta beiðni frá félaginu First ehf. um sex mánaða forgang að byggingar lóð í Ölfusdal til bygg- ingar heilsulindar. „Hugmyndin samrýmist vel stefnu bæjarfélagsins um uppbygg- ingu heilsutengdrar ferðaþjónustu,“ segir Aldís. Bæjarráð Hvergerðis samþykkti beiðnina á fundi sínum á dögunum. „Það er frábært að einstakling- ar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hveragerði hefur,“ segir Aldís sem vonast til þess að verkefnið verði að veruleika. „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt. Það er búið að gróðursetja tugþúsundir trjáa og það stefnir allt í að þetta verði ferðaparadís.“ Ólafur Sigurðsson, markaðs- og þróunarstjóri First ehf., segir að félagið hafi um nokkurt skeið unnið að skoðun á þeim möguleika að setja upp heilsulind á Íslandi. „Ölfusdalur þótti álitlegur kost- ur til að staðsetja slíka starfsemi og eru margar ástæður fyrir því,“ segir Ólafur og nefnir góða stað- setningu dalsins sem dæmi. „Hveragerði er í leiðinni á marga ferðamannastaði og svo er mikið af fallegum gönguleiðum þarna.“ Nánar ganga hugmyndir First ehf. út á byggingu 65 herbergja host els auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. „Á hostelinu verður gisting ódýr og þarna verða baðlón með heitu vatni, leirböð og gufuböð auk aðstöðu fyrir við- eigandi slökunar- meðferðir,“ segir hann. Undirbún- ingsvinna verk- efnisins er langt komin og að sögn Ólafs er unnið að verkefninu í samstarfi við Emblu verkfræðistofu og nokkra arki- tekta. Ólafur segir að bankar og aðrir fjármögnunaraðilar hafi tekið vel í hugmyndirnar og að heildarfjár- festing sé áætluð um það bil einn og hálfur milljarður. „Í dag heimsækja 150.000 gestir dalinn á ári og við reiknum með því að fá 225.000 gesti á ári til okkar,“ segir Ólafur og bætir við að mark- hópurinn sé einstaklingar á aldr- inum átján til tuttugu og fimm ára. „Þetta verður unnið í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn snýr að bílastæðum og þjónustuhúsi sem mun rísa á svæðinu. Annar áfangi er böðin og sá þriðji er að byggja hostelið,“ segir Ólafur sem stefnir að því að svæðið verði tilbúið í maí árið 2017. nadine@frettabladid.is VEÐUR SJÁ SÍÐU 24 Austan gola eða kaldi á landinu, bjart með köflum og skúrir á stöku stað síðdegis. Þeir sem verða snemma í því og fara til Vestmannaeyja á morgun fá óblíðar móttökur því þar verður allhvass vindur og rigning af og til. Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is t B irt m eð f m eð m e yr irv y ar a u p re m p re nt vi l nt vi l n lu r. lu H ei m s H ei m sf er ði skás k r á sk iii ðr ét ðr ét ð érðrðrðrðððððð a g aaaa g a ggggggggg tin g tin gg tin á sl á sl á sl á sl á s ls á á u. u. u.u.uuu ík u ík u íkíkíí h. . h. h. h. h. h.hhhhhh A thhhhhthhhththhhhtht A tttttt A t A t A t A t A t A t A t A t AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA að v ee að v e að v e að v e að aðaaaaaaa eee ð g e rð g e g ee g e g eee g ee g e g eeee rð g e ð g e rð g rð tu r bb tu r b tu r b tu rbbb tu r bb tu rbr b tuuutuuutut ys t re ys t y reer án f á n ffffffy rir v yr iri ar a. ar a ja a a a a a jljiljili rrr rr rrrrrrr rrrr rrr rr rér rrrrrrérsésés ttt tttt tttt ét t tt ét tttét t ét ttttttét t ét tttétététététététététéététééééééééééééééééééééééééé leleel illil l ili ððððððiððið Kanarí 30. október í 18 nætur Frá kr. 139.900 Haustferð fyrir eldri borgara til Kr. 139.900 Netverð á mann m.v. 2 í íbúð með einu svefnherbergi á Don Diego. SAMFÉLAG Fimmtíu og átta manna hópur frá Íslandi er staddur í Los Angeles í Banda- ríkjunum þessa dagana í tilefni af Special Olympics. Í íslenska hópnum er 41 keppandi í níu greinum. Special Olympics eru íþróttaleikar fyrir fólk með þroskahömlun. Anna Karólína Vilhjálmsdótt- ir, framkvæmdastjóri Speci- al Olympics á Íslandi, segir að keppnin hafi byrjað í fyrra- dag og hafi haldið áfram í gær. „Sumir eru að fá gullverðlaun í fyrsta sinn á ævinni af því að þeir eru að keppa við jafninga sína,“ segir hún. Anna Karólína segir þetta gott dæmi um það hversu vel mótið er skipulagt. „Það eru mörg börn sem fara í gegnum grunn- skóla og fá aldrei gullverðlaun. Það eru mörg tilefni til að fagna þarna úti,“ segir hún. Að sögn Önnu Karólínu er meginmarkmið Íslendinganna að fagna. „Þau fá verðlaun fyrir fyrsta til þriðja sætið og svo borða fyrir 4., 5., 6., 7. og 8. og við fögnum alveg eins mikið þeim sem koma heim með áttunda sætið,“ segir Anna Karólína en bætir því við að gullið sé alltaf vinsælast. „Þetta er sigurför, ekki síst fyrir sjálfsmyndina,“ segir Anna Karólína um ferð Íslendinganna. - jhh Á sjötta tug Íslendinga eru í Los Angeles þar sem Special Olympics fara fram: Sigurför fyrir sjálfsmyndina Fá forgang til að reisa heilsulind í Reykjadal Bæjarráð Hveragerðisbæjar samþykkti beiðni First ehf. um forgang að byggingarlóð til byggingar heilsulindar í Ölfusdal. Hugmyndirnar ganga út á byggingu host els auk fjölbreyttrar aðstöðu fyrir náttúruböð. Undirbúningur er kominn vel á veg. SAMFÉLAG „Furðuleg afstaða. Þögn og þöggun um samfélagsmein kann ekki góðri lukku að stýra,“ segir Óli Kristján Ármannsson, varaformaður Blaðamannafélags Íslands, um bréf Páleyjar Borg- þórsdóttur, lögreglustjóra í Vest- mannaeyjum, sem hún sendi til allra viðbragðsaðila. Í bréfinu brýnir hún fyrir þeim að upplýsa fjölmiðla ekki um hugsanleg kynferðisbrot á Þjóðhá- tíð í Vestmannaeyjum. Páley leggur til að allir gæslumenn, starfsmenn neyðarmóttöku, heil- brigðisstarfsmenn, sjúkraflutn- ingsmenn og allir sem komi að þessum brotum svari fjölmiðlum á þá leið að engin heimild sé til þess að veita slíkar upplýsingar. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna í almennri þjóðfélagsumræðu og við að þoka hlutunum til betri vegar. Afstaða sem þessi lýsir algjöru skilnings- leysi á því hlutverki,“ segir Óli Kristján. Hann er blaðamaður á Fréttablaðinu. Páley segir í bréfinu að fjöl- miðlar vilji helst fjalla um kyn- ferðisbrot og það sé þungbært fyrir aðila kynferðisbrots að málið sé á forsíðum blaðanna. Jafnframt kemur fram í bréfi Páleyjar að hún hafi ákveðið, í samráði við áfallateymi Þjóðhá- tíðar og félagsþjónustu Vest- mannaeyjabæjar að lögreglan muni ekki veita upplýsingar um kynferðisbrot til fjölmiðla þessa helgi frekar en gert er á öðrum tímum. - ngy FRAKKLAND Allt að fimm metra hátt eldhaf leikur um skóga í Suður- Frakklandi nærri borgunum Cannes og Nice. Skógareldarnir eru afleiðing mikillar hitabylgju, vinda og þurrka sem hafa leikið skóga á svæðinu grátt. Einnig hafa skógareldar geisað á Spáni sem og víðar í Suður-Evrópu. Slökkvilið á svæðinu segir í tilkynningu að ástandið valdi áhyggjum og erfitt sé að koma í veg fyrir fleiri elda. Þúsundir ferðamanna hafa þurft að yfirgefa sumarhús á svæðinu sem hefur verið rýmt. - þea Eldhaf ógnar lífi ferðamanna, heimamanna og skógardýra: Skógareldar í Suður-Frakklandi SLÖKKVISTARF Þessi flugvél slökkviliðsins varpar eldvarnarefni á bálið. NORDICPHOTOS/AFP ÓLAFUR SIGURÐSSON Í LOS ANG- ELES Hluti íslenska hópsins sem tekur þátt í mótinu í Borg englanna. AÐSEND MYND PÁLEY BORGÞÓRSDÓTTIR Í bréfi lög- reglustjóra segir hún að fjölmiðlar vilji helst fjalla um kynferðisbrot. MYND/AÐSEND BANDARÍKIN Lögreglan í Minne- sota í Bandaríkjunum rannsakar nú líflátshótun sem barst tann- lækninum Walter Palmer. Frá þessu greindi Reuters í gær. Tannlæknirinn vakti reiði alþjóðasamfélagsins þegar hann drap Cecil, vinsælt ljón í þjóð- garði í Simbabve, á þriðjudag. Drápið var ólöglegt en Palmer segist hafa haldið það löglegt þar sem hann greiddi þjóðgarðsvörð- um fyrir leyfið. Palmer hefur áður veitt dýr í útrýmingarhættu. Fjöldi hefur mótmælt drápinu og þá hafa margir lagt tuskudýr í ljónslíki við innganginn að tann- læknastofu Palmers. - þea Ljónaveiðar í Afríku: Tannlækni hótað lífláti Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist þagnar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð í bréfi til viðbragðsaðila: Segir afstöðuna þöggun um samfélagsmein REYKJADALUR „Svæðið er í beinni sjónlínu frá Kömbunum og þarna er rosalega fallegt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það er frábært að einstaklingar vilji nýta sér þá sérstöðu sem Hvera- gerði hefur. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði BANDARÍKIN „Ég gerði ekki einu sinni neitt,“ voru lokaorð Banda- ríkjamannsins Samuel DuBose, sem lögreglumaður skaut til bana í Cincinnati nítjánda júlí. Myndband, tekið úr myndavél sem var föst við brjóst lögreglu- manns, var birt á vefnum í gær. Þar sést lögreglumaður stöðva bifreið DuBose og biðja hann um að koma sér út úr bílnum. Því næst heyrist í lögreglumanninum skjóta DuBose, sem lést við skot- ið. Lögreglumaðurinn sagði yfir- mönnum sínum að hann hafi skot- ið því DuBose hafi ekið af stað og dregið hann með sér en í mynd- bandinu sést að það er rangt. - þea Lögreglumál vekur deilur: Óvopnaður skotinn í bíl 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 8 -A 2 A C 1 5 9 8 -A 1 7 0 1 5 9 8 -A 0 3 4 1 5 9 8 -9 E F 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.