Fréttablaðið - 30.07.2015, Page 4
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
Hilmar, á fólk að taka gullna
bunu fyrir Gullna hringinn?
Já, það er gulls ígildi að gera það.
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Nátt-
úruminjasafns Íslands, vill að þeir sem
ferðast um Gullna hringinn pissi áður en
lagt er af stað. Hann segir skólpvatn sytra úr
þróm Þingvalla og á vatnasvið þjóðgarðsins.
UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, sendi
í gær forseta Indlands, Pranab
Mukherjee, samúðarkveðjur frá
sér og íslensku þjóðinni vegna and-
láts fyrrverandi forseta Indlands,
Abduls Kalam. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá forsetaembættinu.
Í kveðjunni minnist Ólafur
Ragnar á heimsókn Kalams til
Íslands árið 2005, sem var fyrsta
heimsókn indversks þjóðhöfðingja
til Íslands og reyndar til Norður-
landa, og þakkaði þá vináttu og
stuðning sem hinn látni forseti
hefði sýnt Íslendingum og sam-
vinnu Íslendinga og Indverja. - jhh
Minntist heimsóknar Kalams:
Samúðarkveðja
til Indlands
NEYTENDUR Verð á litaðri bátaolíu
heldur áfram að lækka, samkvæmt
mánaðarlegri athugun Landssam-
bands smábátaeigenda.
N1 er áfram með lægsta verðið og
býður nú lítrann á 137,80 krónur.
Það er 4,8 prósenta lækkun frá síð-
ustu verðkönnun.
Þá kemur fram í frétt sambands-
ins að munur á hæsta og lægsta
verði sé 2,75 prósent.
Frá síðustu könnun hefur verð
lækkað mest hjá N1, eða um 7
krónur.
Sambandið mun halda áfram
verðathugun og hvetur félagsmenn
til að vera á verði varðandi afslætti
sem fyrirtækin bjóða frá því verði
sem hér er birt. - ngy
N1 er með lægsta verðið:
Bátaolía heldur
áfram að lækka
SMÁBÁTUR Frá síðustu könnun hefur
verð lækkað mest hjá N1.
SPURNING DAGSINS
www.netto.is Kræsingar & kostakjör
RE
ÆFINGASETT
7.998
MIT
NÁTTÚRUVERND „Það sem Hilm-
ar Malmquist setur fram í grein
sinni og í viðtali við Fréttablaðið í
gær er þvættingur,“ segir Ólafur
Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður
á Þingvöllum.
Ólafur vísar þar til aðsendrar
greinar Hilmars, forstöðumanns
Náttúruminjastofnunar Íslands,
sem birtist í Fréttablaðinu í gær,
þar sem hann segir að ráða þurfi
bót á fráveitu skólps við Þing-
vallavatn. Þar sytri skólpvatn úr
þróm út í umhverfið og í Þing-
vallavatn. Niturmagn aukist
þannig í vatninu sem kunni að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir
allt lífríki vatnsins og hrein- og
tærleika þess. „Vísbendingar um
þessa þróun í Þingvallavatni eru
því miður nú þegar fyrir hendi,“
skrifaði Hilmar.
Hilmar lagði til að gestir sem
heimsækja garðinn verði hvattir
til að létta á sér heima, á hóteli
eða í skipi áður en þeir mæta.
Ólafur segir málflutning Hilm-
ars spilla ásýnd þjóðgarðsins.
„Hann hefur ekkert fyrir sér í
þessu og engar upplýsingar til að
styðja sitt mál. Það sem er rétt er
að öllu skólpi og frárennsli er ekið
í burtu og fer ekki út í jarðveginn.
Einu staðirnir sem það gerist er á
tjaldsvæðunum þar sem jarðveg-
urinn er fimm metra þykkur og
þar er fullgildur viðtakari þannig
að það leitar ekkert út í Þingvalla-
vatn,“ segir Ólafur.
Þjóðgarðsvörður bætir við að
allt annað frárennsli í þjóðgarð-
inum sé keyrt í burtu sem kosti
magar milljónir króna.
Ólafur segir þær upplýsingar
sem Hilmar byggi grein sína á
séu margra ára gamlar og ekk-
ert til í þeim. „Hann hefur engar
mælingar hjá sér og veit ekkert
hversu mikið kemur inn eða fer
út.“
Ólafur segir að þjóðgarðurinn
hafi verið í forystu um að bæta
frárennslismál við Þingvallavatn.
„Ekki bara hjá okkur heldur
við allt vatnið. Við höfum hvatt til
þess að það væri allt lagfært og
haft forystu um að fá sveitarfé-
lögin til að taka á þessum málum
hjá sumarbústöðum.“
Ólafur segir tillögu Hilm-
ars um að ferðamenn létti á sér
fyrir komu í garðinn aulabrand-
ara. „Maður segir ekki fólki
að fara á klósettið áður en það
fer í ferðalag. Hilmar er vís-
indamaður sem við höfum stutt
mjög rækilega við bakið á og
svona aulabrandarar um jafn
alvarlegt mál eru mjög óviðeig-
andi,“ segir Ólafur að lokum.
fanney@frettabladid.is
Rangt að skólpvatn
leki í Þingvallavatn
Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum segir skrif forstöðumanns Náttúruminjastofnunar
Íslands, þar sem hann segir frárennslismál í þjóðgarðinum í ólagi, þvætting. Ekk-
ert skólpvatn leki út í Þingvallavatn, allt frárennsli sé keyrt í burtu úr garðinum.
STJÓNSÝSLA Höfuðstöðvar Fiski-
stofu munu flytjast til Akureyr-
ar um næstu áramót.
Eyþór Björnsson fiskistofu-
stjóri mun flytjast til Akureyrar
og starfa þar ásamt starfsmönn-
um sem þar eru fyrir, öðrum
sem óska eftir flutningi norð-
ur á Akureyri og nýjum starfs-
mönnum sem ráðnir verða. Í til-
kynningu frá ráðuneytinu segir
að starfsmenn Fiskistofu sem nú
starfa í Hafnarfirði muni hafa
val um starfsstöð, á Akureyri
eða í Hafnarfirði. Eyþór segir að
starfsmenn Fiskistofu muni þurfa
að fara í gegnum verkferla hjá
sér. „Hvernig starfsstöðin getur
gengið best í þessari dreifðu
starfsemi. Og líka hvernig sam-
skiptum innan stofnunarinnar
verður háttað miðað við þessa
nýju sviðsmynd.“
Eyþór býst ekki við stórkostleg-
um breytingum á starfsmanna-
hópnum. „Ég á ekki von á öðru
en að það verði sami venjulegi
stöðug leikinn og verið hefur. Eðli-
leg starfsmannavelta hefur verið
6-11 prósent og ég á bara von á að
það verði í þeim takti. Við erum
núna komin í þá stöðu að það
er enginn sem á það á hættu að
þurfa að flytja norður eða hætta.
Nú geta allir starfað hjá Fiski-
stofu áfram,“ segir hann. Eyþór
segir að það muni þurfa að ráða
inn töluverðan fjölda á Fiskistofu
á næstunni, því það hafi fækkað í
hópnum. Eðlilegur starfsmanna-
fjöldi, miðað við fulla mönnun, sé
73 til 74. - jhh
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að Fiskistofa starfi á Akureyri frá 1. janúar:
Ráða hóp nýrra starfsmanna á Akureyri
FERÐAMENN HALDI Í SÉR Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum
segir það aulabrandara að leggja til að gestir Þingvalla létti á sér áður en þeir koma.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Hilmar er
vísindamaður
sem við
höfum stutt
mjög rækilega
við bakið á
og svona
aulabrandarar um jafn
alvarlegt mál eru mjög
óviðeigandi.
Ólafur Örn Haraldsson
þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
FISKISTOFA Ákvörðun ráðherra um að
flytja stofnunina sætti harðri gagnrýni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNSÝSLA Svo kann að fara að
boða þurfi til sérstaks hluthafa-
fundar í Landsbankanum vegna
áforma innan bankans um að
byggja nýjar höfuðstöðvar. Að því
er sagði í kvöldfréttum ríkissjón-
varpsins í gær íhugar Bankasýsla
ríkisins nú alvarlega að óska eftir
slíkum hluthafafundi. Banka-
sýslan fer með 98 prósenta hlut í
Landsbankanum þannig að boðað
verður til hluthafafundar óski
Bankasýslan þess. Vestmanna-
eyjabær hefur þegar óskað eftir
slíkum fundi en á ekki nema 0,15
prósent í bankanum. Minnst 5
prósent eign þarf til að geta kraf-
ist hluthafafundar. - gar
Umdeildar höfuðstöðvar:
Bankasýsla vill
boða til fundar
NEYTENDUR Matvælastofnun
hefur innkallað sex tegundir af
fæðubótarefnum tafarlaust, að
kröfu heilbrigðisyfirvalda. Efnin
eru ýmist með lyfjavirkni eða
B-flokkaðar af Lyfjastofnun. Þau
geti því fallið undir lyfjalög.
Samkvæmt eiganda Dedicated
hafa vörurnar verið teknar úr sölu
í verslunum en ekki hefur enn
borist dreifingarlisti frá fyrirtæk-
inu. Það var eftir ábendingu frá
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur
til kollega sinna á Suðurlandi sem
MAST greip til þessara ráða. - ngy
Vörurnar teknar úr sölu:
Innkalla sex
fæðubótarefni
AFGANISTAN Óljóst er hvaða áhrif
fregnir af andláti Mohammeds
Omar, leiðtoga talíbana í Afgan-
istan, hafi á starfsemi talíbana.
Í tilkynningu afgönsku ríkis-
stjórnarinnar frá því í gær er
greint frá andláti hans. Afgan-
ar segja reyndar að Omar hafi
verið látinn í rúmlega tvö ár en
það hafi loks fengist staðfest
núna.
Mohammed Omar var leiðtogi
talíbana í borgarastríðinu sem
hófst eftir brotthvarf sveita
Sovétríkjanna frá Afganistan
árið 1989. Í kjölfar stríðsins tóku
talíbanar völdin í landinu.
Þá var Omar einnig náinn
bandamaður Osama Bin Laden,
fyrrverandi leiðtoga al-Kaída.
Bandalag þeirra leiddi til inn-
rásar Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra í Afganistan árið
2001 en í kjölfar innrásarinnar
fór Omar í felur.
Philip Mudd, háttsettur starfs-
maður leyniþjónustu Bandaríkj-
anna á árunum í kjölfar árásanna
á Tvíburaturnana 11. september
2001, sagði það að elta Omar hafa
verið líkt og að elta draug.
Lítið er vitað um stjórn Omars
yfir talíbönum. Frá því honum
var steypt af stóli hefur hann
aldrei birst opinberlega og öll
ummæli eignuð honum hafa
aðeins birst í rituðu formi, ekki
með myndskeiði. Því er erfitt að
segja til um hvaða áhrif andlát
hans hafi á starfsemi talíbana.
- þea
Afganar tilkynntu í gær um dauða Mohammeds Omar, leiðtoga talíbana:
Áhrif andláts Omars eru óljós
LANDSBANKINN Höfuðstöðvar við
höfnina vekja deilur.
LÚMSKUR Einungis tvær myndir eru til
af Mohammed Omar. Þó er ekki fullvíst
að þær séu af honum.
NORDICPHOTOS/GETTY
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-B
6
6
C
1
5
9
8
-B
5
3
0
1
5
9
8
-B
3
F
4
1
5
9
8
-B
2
B
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K