Fréttablaðið - 30.07.2015, Side 6
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvað getur það varðað löngu fang-
elsi fyrir fangavörð að stunda kynlíf
með fanga?
2. Hvar á að reisa stærstu kalkþör-
ungaverksmiðju landsins?
3. Hvert er vinnuheiti kvikmyndar
sem Birgir Örn Steinarsson og Baldvin
Z eru að skrifa handrit að?
SVÖR:
ATVINNUMÁL Engin lög hafa verið sett um
daggæslu barna í heimahúsum. Ein reglugerð
um málaflokkinn hefur verið sett samkvæmt
ákvæði í lögum um félagsþjónustu sveitarfé-
laga. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps á
vegum menntamálaráðherra um leikskóla að
loknu fæðingarorlofi.
Í skýrslunni kemur fram að í reglugerð
um daggæslu í heimahúsi sé ekki getið um
hámarksaldur til að starfa sem dagforeldri en
við 65 ára aldur er leyfi aðeins veitt til eins
árs í senn. Barnavist, félag dagforeldra, hefur
áhyggjur af því að í hópi dagforeldra eru ein-
staklingar komnir yfir sjötugt og telur að setja
ætti í lög eða reglugerð ákvæði um hámarks-
aldur dagforeldra.
Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar
félags dagsforeldra, telur að það séu á bilinu
fimm til tíu dagforeldrar starfandi í Reykjavík
sem eru komnir yfir sjötugt. „En það eru fleiri
sem eru komnir yfir 65. Þá hækkar talan eitt-
hvað,“ segir hún.
Guðný segir að reglugerðin um dagfor-
eldra hafi verið endurnýjuð fyrir um það bil
tíu árum og það sé virkilega kominn tími á
endurbætur á henni, meðal annars um starfs-
aldur og til að árétta ýmis önnur ákvæði.
„Það eru til reglur um að þú þurfir að vera
orðinn tvítugur til þess að mega starfa sem
dagforeldri. Og okkur finnst ekkert rangt við
það að hafa reglur hinum megin líka,“ segir
Guðný og bætir því við að það sé ekki sjálf-
gefið að dagforeldri komið yfir sjötugt geti
starfað eitt síns liðs. „Ég veit að þeir eru mis-
jafnir og sumir geta verið eldhressir. En það
aukast líkurnar á því að eitthvað gerist eftir
því sem við eldumst. Það er bara alveg eins
og í öðrum störfum.“ Guðný segir að á höfuð-
borgarsvæðinu vanti dagforeldra miðsvæðis
og í Vesturbænum. Ekki í úthverfunum.
Í skýrslu starfshópsins kemur einnig fram
að í tólf sveitarfélögum á landinu sé eftir-
liti með dagforeldrum ekki sinnt. Það eru
smá sveitarfélög. „Þetta sló okkur svolítið,“
segir Björk Óttarsdóttir, formaður starfshóps-
ins. Hún tekur þó fram að í sumum þessara
sveitar félaga séu ekki starfandi dagforeldrar
og börnin fari því beint á leikskóla eftir fæð-
ingarorlof.
Í skýrslunni kemur líka fram að starfs-
hópurinn lét gera könnun um skipulag og
kostnað sveitarfélaga vegna dagforeldra sem
lögð var fyrir sveitarfélög haustið 2014. Þar
kemur fram að 81% landsmanna býr í þeim 15
sveitar félögum sem sinna eftirliti þrisvar á ári
eða oftar. Einungis 3% landsmanna búa í þeim
12 sveitarfélögum sem segjast aldrei sinna
þessu eftirliti. Umsjón með daggæslu í heima-
húsi heyrir undir fræðslusvið í þeim sveitar-
félögum þar sem langflestir íbúar landsins eru
búsettir. Í öðrum sveitarfélögum sér félags-
þjónustan um þennan málaflokk.
jonhakon@frettabladid.is
Áhyggjur af dagforeldrum
sem komnir eru yfir sjötugt
Ekkert aldurshámark er sett á starfandi dagforeldra og eru nokkrir þeirra komnir yfir sjötugt. Félag dagfor-
eldra hefur áhyggjur af þessu og vill breyttar reglur. Í tólf sveitarfélögum er ekkert eftirlit með dagforeldrum.
1. Allt að fjögurra ára fangelsi. 2. Súðavík.
3. Contalgin-börnin.
Á RÓLÓVELLI Tals-
maður Félags dagfor-
eldra segir að á bilinu
fimm til tíu dagfor-
eldrar í Reykjavík séu
yfir sjötugu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ
Ég veit að þeir eru misjafnir og
sumir geta verið eldhressir. En það
aukast líkurnar á því að eitthvað
gerist eftir því sem við eldumst.
Guðný Ólafsdóttir, talsmaður Barnavistar.
SAMFÉLAG Tvær stórar gasblöðrur
birtust í aðflugsstefnu flugvélar
sem var að koma inn til lendingar á
Reykjavíkurflugvelli um hádegis-
bil í gær.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu rannsakar nú málið og óskaði
eftir aðstoð almennings á Face-
book-síðu sinni. Ekki varð árekst-
ur við atvikið.
Í tilkynningu frá lögreglunni
segir að litlu hafi munað að illa
færi og mátti ekki miklu muna að
úr yrði alvarlegt slys.
Talið er líklegt að blöðrunum
hafi verið sleppt í Hljómskálagarð-
inum.
Þá segir í tilkynningunni að
aðflug sé yfir Hljómskálagarðinn
og að flugvélar fljúgi ansi lágt þar
yfir, eins og oft hafi verið gagnrýnt
af andstæðingum flugvallarins.
„Maður á ekki að gera sér neitt
í hugarlund en það fær þó ekkert
okkur til að ætla að þetta hafi verið
viljaverk,“ segir Þórir Ingvarsson,
upplýsingafulltrúi lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu. - ngy
Tvær gasblöðrur birtust í aðflugsstefnu flugvélar á Reykjavíkurflugvelli í gær:
Blöðrur ollu næstum því flugslysi
STJÓRNMÁL Ragnheiður Elín Árna-
dóttir iðnaðar- og viðskiptaráð-
herra lagði fram sextán lagafrum-
vörp og eina þingsályktunartillögu
á liðnu þingi. Þetta segir í tilkynn-
ingu frá atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytinu.
Alls samþykkti þingið 13 frum-
varpanna og þingsályktunartillög-
una. Eitt þeirra frumvarpa sem
ekki náðu fram að ganga verður
lagt aftur fram á næsta þingi sem
hluti af heildarendurskoðun laga
um gististaði. - ngy
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra:
Frumvarp um
gististaði í haust
SAMGÖNGUR
Strætóferðir um helgina
Á frídegi verslunarmanna, mánu-
daginn 3. ágúst, mun Strætó keyra á
sunnudagsáætlun. Hefðbundinn akstur
verður aðra daga um verslunarmanna-
helgina. Sérstakar aukaferðir verða
milli Mjóddarinnar og Landeyjahafnar
frá deginum í dag og fram á mánudag.
Fargjaldið í þær ferðir er 4.000 krónur
en ekki er hægt að panta sæti.
ORKUMÁL Ségolène Royal, orku- og
umhverfisráðherra Frakklands,
heimsótti í gær verksmiðju Carbon
Recycling International í Svarts-
engi, í fylgd Ragnheiðar Elínar
Árnadóttur, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, og föruneytis þeirra.
Royal hefur undanfarna daga
kynnt sér starfsemi fyrirtækja á
Íslandi sem vinna að hagnýtingu
jarðhita og annarra hreinna orku-
gjafa, í boði utanríkis- og iðnaðar-
ráðherra.
Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar
tegundar í heiminum þar sem kol-
tvísýringur er hagnýttur til fram-
leiðslu á fljótandi eldsneyti. - ngy
Orkuráðherra Frakklands á Íslandi:
Skoðaði Carbon
Recycling í gær
SÉGOLÈNE ROYAL Kynnti sér starfsemi
jarðfyrirtækja á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR Talið er
líklegt að blöðrunum hafi verið sleppt í
Hljómskálagarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FRAKKLAND Franska lögreglan
sendi liðsauka að Ermarsunds-
göngunum í gær til að stemma
stigu við fjölda flóttamanna sem
reyna að komast til Bretlands um
göngin.
Níu flóttamenn sem hafa reynt
að komast til Bretlands gegnum
Ermarsundsgöngin hafa látist það
sem af er ári. Síðasti flóttamaður-
inn sem bættist í hóp hinna látnu
var súdanskur maður á þrítugs-
aldri sem varð fyrir flutningabíl
þegar hann reyndi að komast inn
í göngin. Talið er að allt að 37.000
flóttamenn hafi gert tilraun til
þess að komast yfir til Bretlands
á árinu.
„Þetta ótrúlega flóttamanna-
ástand hefur dramatískar afleið-
ingar. Ástandið í Calais endur-
speglar ágreininginn og kreppuna
sem eru nú að slíta í sundur sam-
félög sums staðar í heiminum,“
sagði Bernard Cazeneuve, innan-
ríkisráðherra Frakklands, við
blaðamenn í gær.
Flóttamenn sem breska ríkis-
útvarpið, BBC, náði tali af sögðu
það líklegast til árangurs að ráð-
ast að göngunum í stórum hópum,
allt að 400 í einu.
Öryggisgæsla við göngin hefur
verið stórefld upp á síðkastið. Girð-
ingar hafa verið reistar og eftir-
lit með bílum sem ætla um göngin
verið eflt. Eftirlitið hefur valdið því
að biðraðir með allt að 3.600 bílum
hafa myndast. Þá hafa flóttamenn
klippt göt á girðingarnar. - þea
Flóttamenn reyna að komast til Bretlands í gegnum Ermarsundsgöngin:
Níu hafa látist það sem af er ári
UMFERÐARTEPPA Langar biðraðir myndast nú við Ermarsundsgöng vegna mikils
eftirlits. NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Jarðvegsþjappa
og steinsög
Stærð plötu: 400 x 550 mm
Þyngd: 80 kg
Mótor: Honda bensín 5,5 hö
Miðflóttaafl á plötu: 1400 kg
Mesti hraði áfram: 26 m/mín
Víbratíðni: 93 Hz
(fleiri stærðir á lager)
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Mac 16”
Steinsög 5HP
149.900
m. VSK
Oleo
PC 1442 Shatal
jarðvegsþjappa
210.900
m. VSK
Vagn fáanlegur
sér kr. 129.900
með vsk.
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-C
A
2
C
1
5
9
8
-C
8
F
0
1
5
9
8
-C
7
B
4
1
5
9
8
-C
6
7
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K