Fréttablaðið - 30.07.2015, Síða 8
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
10.000 fara með Herjólfi til
Vestmannaeyja um verslunar-
mannahelgina.
BANDARÍKIN Öldungadeild Banda-
ríkjaþings mun í ágúst kjósa um
hvort ríkisstjórnin eigi að hætta
að styrkja einkareknu heilbrigðis-
stofnunina Planned Parenthood
um 500 milljónir Bandaríkjadala
á ári. Frumvarpið kemur frá fjór-
um repúblikönum.
Planned Parenthood veitir
konum ýmiss konar heilbrigðis-
þjónustu á borð við leit að brjósta-
krabbameini, getnaðarvarnir og
fóstureyðingar. Stofnunin fram-
kvæmir fleiri fóstureyðing-
ar í Bandaríkjunum en nokkur
önnur. Talið er að ef ríkið hætti að
styrkja hana fari hún á hausinn.
Frumvarpið kemur í kjölfar
leka þriggja myndskeiða þar sem
háttsettir stjórnendur Planned
Parenthood ræða ólöglega sölu
fósturvefs. Flutningsmenn frum-
varpsins segja að ríkisstjórnin
geti ekki stutt slíka starfsemi.
Stofnunin hefur þó lýst því yfir að
ekkert misjafnt hafi átt sér stað.
Repúblikanar hafa nauman
meirihluta í öldungadeildinni,
54 þingmenn af 100, og eru flest-
ir þeirra andvígir fóstureyðing-
um. 60 þingmenn þarf til að ríkið
hætti stuðningnum. Nokkrir
demókratar eru andvígir fóstur-
eyðingum en spurning er hvort
það dugi til.
„Gangi ykkur vel. Við erum
að fást við heilsu bandarískra
kvenna en þau eru að fást við geð-
bilun,“ sagði Harry Reid, leiðtogi
demókrata á þinginu. - þea
Repúblikanar berjast gegn kvenheilbrigðisstofnun:
Vilja skera á stuðning
STUÐNINGUR Þetta fólk krefst þess að ríkið hætti að styðja kvenheilbrigðisstofn-
unina Planned Parenthood. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNMÁL „Ég gef ekkert fyrir
það sem Árni Páll Árnason
segir, hann talar svo rosalega
mikið,“ segir Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra
en formaður Samfylkingarinn-
ar gagnrýndi í Fréttablaðinu í
gær að ríkisstjórnin stæði ekki
við eigin Evrópustefnu sem sett
var fram í mars í fyrra. Innleið-
ingar halli EES-tilskipana væri
tvö prósent en átti að vera kom-
inn undir eitt prósent á fyrri
hluta þessa árs. Á sama tíma
ættu engin dómsmál að vera
rekin gegn Íslandi fyrir EFTA-
dómstólnum vegna seinagangs
við innleiðingar. Nú standa þrjú
slík dómsmál yfir gegn Íslandi.
„Við erum að sýna ákveðinn
árangur en við mættum klárlega
gera betur,“ segir Gunnar Bragi
og bendir á að innleiðingarhall-
inn hafi verið 3,1 prósent haustið
2014.
„Auðvitað er vont að vera með
mál fyrir EFTA-dómstólnum.
Við stefnum engu að síður að
því að fækka þeim en það tekur
einfaldlega lengri tíma,“ segir
Gunnar Bragi.
Utanríkisráðherra segir
Ísland eiga í mjög góðu sam-
starfi við önnur Evrópuríki
og nefnir sem dæmi heimsókn
Ségolène Royal, orkumálaráð-
herra Frakklands, til landsins í
vikunni. - ih
Utanríkisráðherra segir taka lengri tíma en til hafi staðið að draga úr innleiðingarhalla EES-tilskipana:
Gefur lítið fyrir gagnrýni á Evrópustefnu
GUNNAR BRAGI Utanríkisráðherra
gefur lítið fyrir ásakanir um stefnuleysi
í Evrópumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Dell mælir með Windows
advania.is/skoli
Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri
Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
í skólanum
an
Heitasta
Skoðaðu úrvalið af floum
DELL tölvum á vefnum okkar,
verð frá 69.990 kr.
VIÐSKIPTI Íslensk olíufélög eru
treg til að lækka eldsneytisverð
og bíða yfirleitt þar til eitthvert
þeirra tekur af skarið og lækkar
olíuverð þó fullt tilefni geti hafa
verið til verðlækkana um nokkra
hríð. Þetta segir Runólfur Ólafs-
son, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
„Aðhaldið virðist ekki alveg
koma sem skyldi í innbyrðis bar-
áttu milli félaganna. Þetta er auðvi-
tað fákeppnismarkaður svo aðhald-
ið þarf stundum að koma utan frá,“
segir Runólfur og bendir á að fyrir
hverja krónu sem álagning hækki
fáist 350 milljónir króna úr vasa
neytenda.
Í gær hafði verð á bensíni hald-
ist óbreytt frá 9. júní en á sama
tímabili hafði verð á Brent-hráol-
íu lækkað um 8,5 prósent. Þá hafði
verð á dísilolíu haldist óbreytt frá
20. júní. Eftir að Fréttablaðið fór
að spyrjast fyrir um hvort tilefni
væri til verðlækkana hjá Skeljungi
rétt fyrir hádegi í gær lækkaði olíu-
félagið verð á bensíni um fjórar
krónur og dísilolíu um sex krónur.
Verð á bensíni hafði verið óbreytt
hjá Skeljungi frá 6. júní og verð á
dísilolíu frá 16. júlí. Hin olíufélögin
fylgdu í kjölfarið og lækkuðu elds-
neytisverð til jafns við Skeljung.
„Ég var akkúrat að vinna í lækk-
un þegar þú hringdir,“ sagði Heiðar
Örn Gunnlaugsson, innkaupastjóri
eldsneytis hjá Skeljungi, síðdegis í
gær en hann hafði lítið viljað gefa
upp um mögulegar verðlækkanir
fyrr um daginn.
„Það var byrjað að skoða þetta
í gær, svo var ég bara að reikna
þetta út í morgun,“ segir Heiðar
spurður út í hvort verðlækkunin
hafi haft langan aðdraganda.
Þau svör fengust frá hinum olíu-
félögunum að ástæða lækkunarinn-
ar væri lækkun eldsneytisverðs hjá
Skeljungi.
Runólfur segir að svigrúm hafi
verið til verðlækkunar um tals-
verða hríð enda hafði verð á dísil-
olíu í Danmörku lækkað um ríflega
9 krónur í júlí og verð á bensíni um
annað eins.
Heiðar segir að Skeljungur
vilji helst ekki breyta verði of oft.
„Sveiflurnar geta verið miklar
milli daga svo maður reynir aðeins
að sjá, hvort sem það er hækkun
eða lækkun,“ segir hann.
Runólfur segir að á Íslandi ætti
markaðsumhverfið að vera líkt
því sem gerist í Danmörku en þar
fylgi eldsneytisverð breytingum á
heimsmarkaðsverði mun betur en
hér á landi.
„Í sjálfu sér ættu að gilda alveg
sömu lögmál hér af því að íslensku
olíufélögin eru að kaupa stærstan
hluta af sínu eldsneyti frá erlendum
olíufélögum sem eiga birgðirnar
hér heima og er því keypt á gengi
hvers dags,“ segir Runólfur.
ingvar@frettabladid.is
Talsmaður FÍB segir olíufélögin of
treg til að elta eldsneytislækkanir
Framkvæmdastjóri FÍB segir íslensku olíufélögin bíða í lengstu lög með að lækka eldsneytisverð. Skeljungur lækkaði verð á bensíni og dísil-
olíu eftir að Fréttablaðið spurðist fyrir um svigrúm til verðlækkana. Hin olíufélögin eltu. Segja sveiflur geta verið miklar milli daga.
LÍTRINN LÆKKAÐUR Skeljungur lækkaði eldsneytisverð í gær eftir að Fréttablaðið
spurðist fyrir um hvort tilefni hefði verið til verðlækkana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Aðhald-
ið virðist ekki
alveg koma
sem skyldi í
innbyrðis
baráttu milli
félaganna.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri
Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Sveiflurnar geta verið
miklar milli daga svo
maður reynir aðeins að
sjá, hvort sem það er
hækkun eða lækkun.
Heiðar Örn Gunnlaugsson, innkaupa-
stjóri eldsneytis hjá Skeljungi.
SVONA ERUM VIÐ
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-D
D
E
C
1
5
9
8
-D
C
B
0
1
5
9
8
-D
B
7
4
1
5
9
8
-D
A
3
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K