Fréttablaðið - 30.07.2015, Page 24
FÓLK|TÍSKA
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið
ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Manolo Blahnik er einn þekktasti skóhönn-uður samtímans. Í fjörutíu ár hafa skór eftir hann verið meðal eftirsóknarverðasta
tískuvarningi heimsins og keppa sjónvarpsþátta-
höfundar og stílistar stjarnanna um eintök af skóm
eftir hann, sem yfirleitt eru aðeins framleiddir í
takmörkuðu magni. Nú hefur Blahnik fært út kví-
arnar með fallegum sparitöskum sem hann hannar
í minningu frænku sinnar sem sagði hamingjuna
felast í því að eiga „fullkomna handtösku í öllum
heimsins litum“.
Manolo Blahnik er fæddur og uppalinn á
Kanaríeyjum og hafði frá unga aldri mikinn áhuga
á skóm. Hann eltist við eðlur eins og jafnaldrar
hans á eynni en hans aðaláhugamál var að hanna
á þær skó úr skærlitum sælgætisbréfum. Þar mátti
einnig greina ást hans á náttúrunni og gróðri sem
má sjá merki um í allri hönnun hans. Móðir hans
hafði mikinn áhuga á skóm og hún átti til að hanna
og gera sína eigin skó ef henni fannst úrvalið ekki
nóg í nærliggjandi verslunum. Hún hreifst af fín-
legum og kvenlegum skóm með áberandi spennum
og skrauti sem er nokkuð sem má sjá merki um í
hönnum sonar hennar.
Manolo var sendur til Genfar í Sviss í nám í
stjórnmálafræði og lögum en skipti fljótlega um
námsgrein og útskrifaðist með próf í bókmenntum
og arkitektúr. Þá lá leiðin til Parísar þar sem hann
lagði stund á nám í listum og leikmyndahönnun
meðfram starfi í „vintage“-fatabúð. Þaðan lá leiðin
til London þar sem hann vann hjá tískufyrirtæk-
inu Zapata og skrifaði um karlmannatísku fyrir
Vouge. Árið 1970 fékk hann tækifæri til að sýna
hinni þekktu tískudívu Dianne Vreeland teikningar
af hönnun sinni. Hún á að hafa sagt
við hann í stuttu máli: „Ungi maður,
gerðu skó.“ Manolo tók hana á orð-
inu og brátt urðu skór eftir hann
mjög eftirsóttir.
Blahnik er skóskáld af öllu
hjarta. Ekki bara teiknar hann
skóna heldur smíðar hann frum-
gerðirnar með eigin hendi. Þegar
kemur að fjöldaframleiðslu fylgist
hann grannt með til að tryggja að hver
skór sé nákvæm eftirlíking af sköpunar-
verki hans. Hann geymir allar frum-
gerðirnar í tveimur samliggjandi
húsum í heimabæ sínum, Bath á
Englandi.
Skór frá Manolo Blahnik hafa
verið þekktir hjá tískuáhugafólki
áratugum saman en nafnið varð
hins vegar ekki á allra vörum fyrr
en sjónvarpsþættirnir Sex and
the City hófu göngu sína, en sem
kunnugt er var Carrie Brad shaw,
aðalsöguhetja þáttanna, með
alvarlegt og að því er virtist óseðj-
andi Blahnik-blæti. Í einu atriði er hún
rænd og þjófurinn fer fram á að fá
„Manolo“-ana hennar, en þarna
er vörumerkið orðið svo þekkt
að það þarf ekki að vísa nánar
til þess sem um er rætt.
Manolo Blahnik hefur verið
búsettur í Bretlandi í hálfa öld
og hefur hlotið heiðursorðu
breska heimsveldisins. Hann hefur
enn fremur hlotið margvísleg önnur
verðlaun og viðurkenningar fyrir hönnun
sína.
Og nú hefur Blahnik snúið sér að töskugerð. Hann
segir innblásturinn koma frá fallegum konum í fortíð
og nútíð og vildi gera kvöldtöskur fyrir konur dags-
ins í dag. „Ég elska skreytingarnar á skónum mínum
svo af hverju ekki að setja þær á töskur?“ segir hann
og bendir á að spennurnar á töskunum eru hannað-
ar í stíl við sylgjur sem aðdáendur Blahn iks þekkja
af vinsælustu skónum hans. „Töskurnar eru eins
konar framlenging á uppáhaldsskónum mínum.“
SKÓSKÁLD BÝR TIL
EÐALTÖSKUR
VINSÆLL Manolo Blahnik bjó til skó fyrir eðlurnar í garðinum þegar hann
var lítill en skór hans eru nú með eftirsóttasta varningi samtímans. Nú hefur
hann hannað töskur í sama anda og skóna.
MANOLO BLAHNIK
Blahnik er mikill Breti í sér þótt hann sé fæddur á Kanaríeyjum.
Hér er hann að fagna setningu Wimbeldon-tennismótsins á
dögunum í látlausum, en gulum, jakkafötum.
SKART Í HENDI Blahnik finnst fátt eins fallegt og
kvenleg hönd sem heldur á dýrgrip.
DRAUMUR FRÆNKUNNAR Frænka Blahniks sagðist
óska sér þess mest af öllu að eiga hina fullkomnu
handtösku í öllum mögulegum litum.
Töskurnar eru af sex gerðum og fæst hver gerð í
alls konar litum. Þær eru úr satíni og settar Swar-
owski-kristölum. Blahnik segist fátt geta hugsað sér
fallegra en „kvenlega hönd sem heldur á dýrgrip“.
Töskurnar koma á markaðinn í lok júlí og eflaust
margir úti í hinum stóra tískuheimi sem bíða með
óþreyju.
NÝBÝLAVEGI 20 SÍMI 554-5022
8 rétta
hlaðborð í
hádeginu
TILBOÐ
KR. 1.590.-
OPIÐ KL. 11:00-14:00
Hlaðborðið er alla virka daga.
ekki um helgar.
kinahofid.is
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Opið virka daga kl
. 11–18
Lokað laugardagin
n 1. ágúst
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-E
7
C
C
1
5
9
8
-E
6
9
0
1
5
9
8
-E
5
5
4
1
5
9
8
-E
4
1
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K