Fréttablaðið - 30.07.2015, Qupperneq 28
FÓLK|TÍSKA
Ég elska yfirhafnir, djúsí og stórar. Ég kikna í hnjánum þegar ég sé eina slíka og yfirleitt verður hún mín. Ég á alltaf yfirhafnir fyrir
hvert tækifæri en ekkert endilega réttu fötin til að
vera í undir. Ég fer þá helst ekkert úr jakkanum
eða kápunni nema ég nauðsynlega þurfi og er þá
kannski bara í stuttermabol undir. Það getur verið
vandræðalegt,“ segir Ásrún Ágústsdóttir, nýútskrif-
aður fatahönnuður frá LHÍ, þegar hún er spurð út í
uppáhaldsflíkina.
Hún viðurkennir að yfirhafnir hvers konar taki
talsvert pláss í fataskápnum hennar svo jafnvel
þurfi að grípa til aðgerða.
„Sláin er farin að síga talsvert, ég þarf að kaupa
aðra. Ég er líka með yfirhafnir í kössum, þær taka
svo mikið pláss, bosmamiklar og úr þykkur efni. Ég
á nokkrar mokkakápur og jakka, pelsa og gamlar
fjalladúnúlpur. Úlpurnar eru pínu sveitó en líka
„urban“. Þetta fíla ég,“ segir hún sposk, enda koma
yfirhafnirnar sér allar að góðum notum hér á norð-
lægum slóðum.
„Þetta er afar praktískt hér á Íslandi. Veturinn
er góður tími, Það er eitthvað svo kósý að klæða
sig vel og að yfirhöfnin verði eins og húsið manns
þegar maður er úti. Ég get kúrt mig innan í henni.
Ég veit hins vegar aldrei hvað ég á að fara í þegar
veðrið er gott.“
Ásrún útskrifaðist í vor úr fatahönnun frá LHÍ.
Það kemur líklega ekki á óvart að hún leitaði inn-
blásturs til yfirhafna Sama þegar hún vann að loka-
verkefninu. „Þessi þjóðflokkur gerir mjög stórar
yfirhafnir og anorakka og það hentaði vel mínum
persónulega stíl. Ég gæti hannað yfirhafnir allan
daginn, alla daga,“ segir Ásrún.
Er þá lína yfirhafna undir eigin merki jafnvel á
döfinni?
„Mig langar til að vinna í bransanum úti og
kynna mér hvernig hlutirnir ganga fyrir sig fyrst.
Þegar ég verð komin með reynslu gæti ég snúið
mér að mínu eigin. Mig langar að komast út í starfs-
nám, til Hollands eða til Parísar, og stefni á að kom-
ast út þegar líður á veturinn.“
VILL HELST KÚRA
INNI Í KÁPUNNI
UPPÁHALDSFLÍKIN Ásrún Ágústsdóttir kiknar í hnjánum þegar hún sér vold-
uga yfirhöfn. Veturinn er hennar uppáhaldsárstíð og helst vildi hún búa í káp-
unum sínum. Af þeim á hún marga kassa og þyrfti að kaupa sér aukaslá.
John Varvatos hefur
hannað fyrir marga þekkta
rokkara í gegnum tíðina.
Frægastur þeirra er þó
Bítillinn Ringo Starr.
Alice Cooper er til
dæmis góður vinur
Varvatos. Vor- og
sumarlína hans
þótti bæði frjáls-
leg og smart. Mik-
ið var um rendur
í herrafötunum
og má líta aftur
til 1970 til að sjá
svipaðan herra-
fatnað. Buxurnar
voru þröngar og
gjarnan jakkar
með þeim. Flest
módelin voru
síðhærð.
John Varvatos ólst
upp í Detroit í Banda-
ríkjunum en á ættir að
rekja til Grikklands.
Hann er vel þekktur
vestan hafs en hefur
nýlega rutt sér leið
á Evrópumarkaði.
Ilmvötn frá John Varv-
atos hafa verið mjög
vinsæl. Þá hefur hann
hannað strigaskó fyrir
Converse sem eru afar
vinsælir.
Í ANDA ÞEKKTRA ROKKARA
Bandaríski hönnuðurinn, John Varvatos, vakti mikla athygli fyrir frumleika
á tískuvikunni í New York á dögunum. Þar sýndu helstu hönnuðir heimsins
herrafatatísku fyrir vor og sumar 2016.
YFRIRHAFNASAFNARI Ásrún Ágústsdóttir á yfirhafnir í
kassa vís og vill helst ekki fara úr þeim nema hún nauðsynlega
þurfi. MYND/VILHELM
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Stærðir 38-58
ÚTSALAN Í FULLUM GANGI
30-50% afsláttur
af öllum útsöluvörum
Flott föt, fyrir flottar konur
40.000
fréttaþyrstir
notendur
Smelltu þér á Fréttablaðsappið og lestu
blaðið hvar sem er og hvenær sem er.
Nálgastu appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum:
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-C
F
1
C
1
5
9
8
-C
D
E
0
1
5
9
8
-C
C
A
4
1
5
9
8
-C
B
6
8
2
8
0
X
4
0
0
6
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K