Fréttablaðið - 30.07.2015, Qupperneq 32
Maraþon FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 20154
Þetta er í fyrsta skipti sem Silja þjálfar hlaupahóp Ís-landsbanka en hún þjálf-
aði Pétur Jóhann Sigfússon þegar
hann hljóp sitt fyrsta hálfmaraþon
í Reykjavíkurmaraþoninu 2013. En
hver er tilgangurinn með því að fá
þekkta einstaklinga til að þjálfa sig
upp í hlaupaform? „Það er fyrst og
fremst til að undirstrika það að allir
geti verið með, en allt hefur þetta
verið fólk sem hefur lítið sem ekk-
ert hlaupið áður,“ útskýrir Silja. Það
á við í tilfelli mæðgnanna og voru
þær að sögn Silju ansi hikandi í
fyrstu.
„Dóra sagðist bara alls ekki geta
hlaupið og hafði litla trú á sjálfri
sér þegar við hófumst handa í byrj-
un júní. Það hefur aldeilis breyst
og við höfum engar áhyggjur af
þessu. Hún mun ekki eiga í nein-
um vandræðum með þetta og nú
erum við farnar að vinna í því að
auka hraðann,” segir Silja. Hall-
dóra ætlar að hlaupa tíu kílómetra
en Steiney hálft maraþon og hvetur
Silja áhugasama til að fylgja þeim á
Snapchat og Twitt er undir hlaupa-
mæðgur, enda með eindæmum
skemmtilegar.
Aðspurð segir Silja ekki of seint
að skrá sig til leiks þótt aðeins séu
rúmar þrjár vikur til stefnu. „Það
geta flest allir verið með í tíu. Ætli
menn í hálft eða heilt maraþon
veltur það meira á grunninum og
þá skiptir undirbúningurinn miklu
máli.”
Hlaupahópur Íslandsbanka
hittist á þriðjudögum klukkan
17.15 og í hádeginu á fimmtudög-
um og hvetur hún alla til að vera
með og fylgjast með æfingaplan-
inu á samnefndri Face booksíðu
hópsins. „Þarna er fólk með alls
konar markmið; bæði byrjendur
og lengra komnir og það eru enn
nýliðar að mæta, enda góð stemn-
ing í hópnum. Á fimmtudögum
erum við oftast á Laugardalsvell-
inum og fólk fer þetta bara á sínum
hraða.“
Silja leggur ekki bara áherslu á
hlaup heldur líka styrktaræfingar,
hraðaleiki og styttri æfingalotur
með hléum eða svokallaðar „Int-
erval-æfingar.“ „Það er ekkert sem
segir að þú þurfir að hlaupa fjórum
sinnum í viku þó þú ætlir í hlaup.
Sjálfri finnst mér fjölbreyttar æf-
ingar skemmtilegri. Aðalatriðið
er að byrja að hreyfa sig og er vel
hægt að skiptast á að hlaupa, hjóla
og synda, svo dæmi séu nefnd. Svo
er mjög mikilvægt að hlauparar
hugi líka að því að gera teygjur og
styrktaræfingar til að fyrirbyggja
meiðsli en allt leggur þetta grunn
að góðu hlaupi.“
Silja segir jafnframt mikil-
vægan lið í undirbúningnum að
huga að góðum skóm. „Það stuðl-
ar að vellíðan og dregur úr líkum
á meiðslum. Uppáhalds skórn-
ir mínir eru Boost-skórnir frá Adi-
das, en það er misjafnt hvað hentar
hverjum og einum.“
Ekki of seint að hefja æfingar
Einkaþjálfarinn og spretthlauparinn fyrrverandi, Silja Úlfarsdóttir, þjálfar hlaupahóp Íslandsbanka fyrir Reykjavíkurmaraþonið í ár.
Hópurinn æfir tvisvar í viku en auk þess býr Silja til plön fyrir hópinn. Hún sér jafnframt um að þjálfa hlaupamæðgurnar Halldóru
Geirharðsdóttur og Steineyju Skúladóttur sem báðar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti og eru andlit hlaupsins í ár.
Silja þjálfar mæðgurnar Halldóru Geirharðsdóttur og Steineyju Skúladóttur sem báðar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti og eru andlit hlaupsins í ár. Hún segir þær á
góðu róli og hvetur fólk til að fylgjast með undirbúningi þeirra á Snapchat og Twitter undir leitarorðinu hlaupamæðgur.
MYND/ANDRI MARÍNÓ
Áttu þér hlaupadraum? Margir láta sig
dreyma um að gera hlaup að lífsstíl en
finna ekki almennilega hvatann til að
láta til skarar skríða. Þá er þjóðráð að
setja sér markmið, eins og til dæmis að
taka þátt í skipulögðu hlaupi eftir skil-
greindan tíma og þjálfa sig út frá því.
Hér eru nokkrar ráðleggingar til þeirra
frumhlaupara sem vita ekki í hvorn fót-
inn þeir eiga að stíga fyrstu skrefin á
hlaupabrautinni.
● Fjárfestu í réttu skónum. Fáðu ráð-
leggingar frá fagfólki, kannski þarft
þú stuðning við fótinn á ákveðnum
stöðum, við ökklann eða ilina sem ein-
hver annar þarf ekki. Það eru réttir skór
þarna úti fyrir þig, þú þarft bara að
fi nna þá.
● Ekki hafa samviskubit dagana sem
þú hleypur ekki. Mundu að hvíldin er
líka hluti af leiðinni að markinu.
● Finndu hlaupafélaga en hlauptu
samt stundum ein/n. Hlaup geta verið
mjög góð íhugun sem betra er að
stunda í einrúmi en félagarnir hvetja
þig áfram með heilbrigðri samkeppni.
Passaðu bara að velja a.m.k. einn sem
er á svipuðu getustigi og þú.
● Gerðu hlaupin að góðum
vana. Þótt þú hafir bara nokkrar
mínútur einhvern hlaupadag-
inn skaltu samt reima á þig
skóna og halda af stað. Þannig býrðu til
vana sem er auðveldara að viðhalda en
að byrja alltaf upp á nýtt.
Finndu þér slagorð, gildi eða hvata-
möntru sem þú getur þulið þegar þér
fi nnst þú vera að gefast upp.
● Ekki óttast göngukaflana á hlaupa-
leiðinni. Að hægja á sér getur í raun
byggt styrk og þol sem gagnast þér á
hlaupunum.
● Haltu hlaupadagbók.
Settu þér lítil og viðráðanleg markmið
og auktu við þau smám saman. Það
hleypur enginn maraþon í fyrsta.
● Hugsaðu í metrum, ekki mínútum.
Farðu eins hægt og þú þarft, sýndu þol-
inmæði og ekki hafa áhyggjur af
hraðanum. Hann kemur.
● Mundu að þú ert
hlaupari. Við erum
öll hlauparar þó
að sumir
hlaupi
hraðar
en
aðrir.
Frumhlauparar: af stað!
METRAR, EKKI MÍNÚTUR Sígur þó
seint fari.
RÉTTU SKÓRNIR Það skiptir
höfuðmáli að fjárfesta í réttu
skónum sem eru bæði þægilegir
og passa nákvæmlega á þinn fót.
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-A
7
9
C
1
5
9
8
-A
6
6
0
1
5
9
8
-A
5
2
4
1
5
9
8
-A
3
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K