Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.07.2015, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 30.07.2015, Qupperneq 33
Maraþon30. JÚLÍ 2015 FIMMTUDAGUR 5 Sífellt fleiri landsmenn stunda svo-kölluð ofurhlaup en þar er átt við öll hlaup sem eru lengri en sem nemur vegalengd maraþons. Ofurhlaup eru af ýmsum gerðum en eru gjarnan stunduð úti í náttúrunni og jafnvel uppi á fjöllum. Einn þeirra sem hafa stundað slík hlaup undan farin ár er Birgir Sævarsson sem hóf að hlaupa árið 2001. Við undirbúning fyrir Laugavegshlaupið árið 2012, þar sem hlaup- in er 55 km leið frá Landmannalaugum inn í Þórsmörk, eignaðist hann nýtt áhuga- mál að eigin sögn. „Ég fann mig algjörlega í því að hlaupa utan vega og náttúruhlaup hafa haldið ástríðunni fyrir hlaupum lif- andi síðan þá. Mér finnst ekkert betra en að hlaupa um í náttúrunni í góðum félagsskap. Í dag hleyp ég nánast eingöngu í náttúrunni og tek þátt í fjallaofurhlaupum. Það sem er líka heillandi er að hér er ævintýrið að klára hlaupið og njóta leiðarinnar en ekki eins mikið verið að keppast við tímann eins og í stöðluðum götuhlaupum.“ Birgir er búsettur á höfuðborgarsvæð- inu og segir mörg frábær æfingasvæði í ná- grenni þess. „Við höfum t.d. Esjuna, Heið- mörk, uppsveitir Hafnarfjarðar, Hengils- svæðið og Mosfellsbæ svo eitthvað sé nefnt. Stór hluti við svona hlaup er einmitt að kanna nýjar leiðir og njóta þess að vera úti í náttúrunni.“ Birgir hefur tekið þátt í þremur ofur- hlaupum erlendis; tveimur í Mont Blanc og einu í Dólómítafjöllunum á Norður-Ítalíu. „Hlaupið á Ítalíu ber nafnið Lavaredo Ultra Trail en um er að ræða 120 km fjallahlaup með 5.800 metra hækkun. Hlaupið byrj- ar og endar í Cortina sem er gamall skíða- bær í fallegum fjallasal í Dólómítafjöllun- um. Hlaupið var ræst kl. 23 að kvöldi og var alveg magnað að hlaupa alla nóttina og upplifa sólarupprás í fallegasta fjallasal sem ég hef augum litið.“ Drottning fjallahlaupa Hann segir undirbúning fyrir fjallaofur- hlaup byggjast á því að æfa stöðugt og vel í 3-4 mánuði fyrir keppni. „Áherslan er að hlaupa í eins líku landslagi og keppt er í og byggja fjölda og tegund æfinga upp með skynsamlegum hætti.“ Þessar vikurnar undirbýr Birgir sig fyrir keppni í drottningu fjallahlaupanna sem er Ultra-trail Du Mont-Blanc. „Hlaupið er skrautfjöðrin á stærstu fjallahlaupahátíð í heiminum en þar er hlaupin ein frægasta gönguleið Evrópu, Tour Mont Blanc. Þetta er 168 km hlaup þar sem heildarhækkunin er 10 km og hlaupið er kringum Mont Blanc- fjallgarðinn í Frakklandi, Ítalíu og Sviss.“ Hann segir undirbúninginn ekkert frá- brugðinn þeim sem er fyrir önnur hlaup nema að löngu æfingarnar séu lengri. „Ég hljóp t.d. Laugaveginn fyrir viku og síð- asta laugardag tók ég þátt í Hengilshlaupinu sem mér finnst vera fallegri og skemmti- legri leið en Laugavegsleiðin ef eitthvað er. Fyrir hlaupið fer ég svo í æfingaferð til Mont Blanc og hleyp um í brautinni.“ Það eru margir þættir sem gera hlaup eftir sóknarverð að sögn Birgis. „Hlaup eru frábær og fjölbreytt líkamsrækt, sérstak- lega þegar hlaupið er í ójöfnu landslagi og blandað inn fjallgöngu og hlaupum niður hlíðar. Þau eru einnig góð aðferð við að hugleiða og það er ótrúlega gott að gleyma sér á hlaupum í eigin heimi og njóta náttúr- unnar um leið. Svo má ekki gleyma félags- skapnum sem er engu líkur.“ Ástríðunni haldið lifandi Ofurhlaup njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Þau eru oftast hlaupin úti í náttúrunni eða á fjöllum en þar skiptir upplifun af náttúrunni oft meira máli en lokatíminn. Mörg frábær æfingasvæði eru á suðvesturhluta landsins fyrir slík hlaup. Birgir kemur alsæll í mark í Lavaredo Ultra Trail eftir góðan dag á fjöllum. MYND/ÚR EINKASAFNI Birgir á ferð með Tre Cime de Lavaredo-tindana í bakgrunni í Lavaredo Ultra Trail. MYND/ÚR EINKASAFNI Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst. Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum. Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi. Líttu við í sumar. 2 9 -0 7 -2 0 1 5 2 2 :2 8 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 8 -A 7 9 C 1 5 9 8 -A 6 6 0 1 5 9 8 -A 5 2 4 1 5 9 8 -A 3 E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.