Fréttablaðið - 30.07.2015, Page 33
Maraþon30. JÚLÍ 2015 FIMMTUDAGUR 5
Sífellt fleiri landsmenn stunda svo-kölluð ofurhlaup en þar er átt við öll hlaup sem eru lengri en sem nemur
vegalengd maraþons. Ofurhlaup eru af
ýmsum gerðum en eru gjarnan stunduð
úti í náttúrunni og jafnvel uppi á fjöllum.
Einn þeirra sem hafa stundað slík hlaup
undan farin ár er Birgir Sævarsson sem hóf
að hlaupa árið 2001. Við undirbúning fyrir
Laugavegshlaupið árið 2012, þar sem hlaup-
in er 55 km leið frá Landmannalaugum
inn í Þórsmörk, eignaðist hann nýtt áhuga-
mál að eigin sögn. „Ég fann mig algjörlega
í því að hlaupa utan vega og náttúruhlaup
hafa haldið ástríðunni fyrir hlaupum lif-
andi síðan þá. Mér finnst ekkert betra en að
hlaupa um í náttúrunni í góðum félagsskap.
Í dag hleyp ég nánast eingöngu í náttúrunni
og tek þátt í fjallaofurhlaupum. Það sem er
líka heillandi er að hér er ævintýrið að klára
hlaupið og njóta leiðarinnar en ekki eins
mikið verið að keppast við tímann eins og í
stöðluðum götuhlaupum.“
Birgir er búsettur á höfuðborgarsvæð-
inu og segir mörg frábær æfingasvæði í ná-
grenni þess. „Við höfum t.d. Esjuna, Heið-
mörk, uppsveitir Hafnarfjarðar, Hengils-
svæðið og Mosfellsbæ svo eitthvað sé nefnt.
Stór hluti við svona hlaup er einmitt að
kanna nýjar leiðir og njóta þess að vera úti í
náttúrunni.“
Birgir hefur tekið þátt í þremur ofur-
hlaupum erlendis; tveimur í Mont Blanc og
einu í Dólómítafjöllunum á Norður-Ítalíu.
„Hlaupið á Ítalíu ber nafnið Lavaredo Ultra
Trail en um er að ræða 120 km fjallahlaup
með 5.800 metra hækkun. Hlaupið byrj-
ar og endar í Cortina sem er gamall skíða-
bær í fallegum fjallasal í Dólómítafjöllun-
um. Hlaupið var ræst kl. 23 að kvöldi og
var alveg magnað að hlaupa alla nóttina og
upplifa sólarupprás í fallegasta fjallasal sem
ég hef augum litið.“
Drottning fjallahlaupa
Hann segir undirbúning fyrir fjallaofur-
hlaup byggjast á því að æfa stöðugt og vel
í 3-4 mánuði fyrir keppni. „Áherslan er að
hlaupa í eins líku landslagi og keppt er í og
byggja fjölda og tegund æfinga upp með
skynsamlegum hætti.“
Þessar vikurnar undirbýr Birgir sig fyrir
keppni í drottningu fjallahlaupanna sem
er Ultra-trail Du Mont-Blanc. „Hlaupið er
skrautfjöðrin á stærstu fjallahlaupahátíð í
heiminum en þar er hlaupin ein frægasta
gönguleið Evrópu, Tour Mont Blanc. Þetta
er 168 km hlaup þar sem heildarhækkunin
er 10 km og hlaupið er kringum Mont Blanc-
fjallgarðinn í Frakklandi, Ítalíu og Sviss.“
Hann segir undirbúninginn ekkert frá-
brugðinn þeim sem er fyrir önnur hlaup
nema að löngu æfingarnar séu lengri. „Ég
hljóp t.d. Laugaveginn fyrir viku og síð-
asta laugardag tók ég þátt í Hengilshlaupinu
sem mér finnst vera fallegri og skemmti-
legri leið en Laugavegsleiðin ef eitthvað er.
Fyrir hlaupið fer ég svo í æfingaferð til Mont
Blanc og hleyp um í brautinni.“
Það eru margir þættir sem gera hlaup
eftir sóknarverð að sögn Birgis. „Hlaup eru
frábær og fjölbreytt líkamsrækt, sérstak-
lega þegar hlaupið er í ójöfnu landslagi og
blandað inn fjallgöngu og hlaupum niður
hlíðar. Þau eru einnig góð aðferð við að
hugleiða og það er ótrúlega gott að gleyma
sér á hlaupum í eigin heimi og njóta náttúr-
unnar um leið. Svo má ekki gleyma félags-
skapnum sem er engu líkur.“
Ástríðunni haldið lifandi
Ofurhlaup njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi eins og víða um heim. Þau eru oftast hlaupin úti í náttúrunni eða á fjöllum en þar
skiptir upplifun af náttúrunni oft meira máli en lokatíminn. Mörg frábær æfingasvæði eru á suðvesturhluta landsins fyrir slík hlaup.
Birgir kemur alsæll í mark í Lavaredo Ultra Trail eftir
góðan dag á fjöllum. MYND/ÚR EINKASAFNI
Birgir á ferð með Tre Cime de Lavaredo-tindana í bakgrunni í Lavaredo Ultra Trail. MYND/ÚR EINKASAFNI
Opið 10-17 alla daga til 30. ágúst.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
Gagnvirkar orkusýningar Landsvirkjunar í Búrfelli
og Kröflu varpa ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Landsvirkjun vinnur rafmagn úr endurnýjanlegum
orkugjöfum; vatnsafli, jarðvarma og vindi.
Líttu við í sumar.
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
8
-A
7
9
C
1
5
9
8
-A
6
6
0
1
5
9
8
-A
5
2
4
1
5
9
8
-A
3
E
8
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K