Fréttablaðið - 30.07.2015, Blaðsíða 56
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 36
KRINGLUNNI
AKUREYRI
KEFLAVÍK
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
bio. siSAM
VARIETY
FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS
OG GUARDIANS OF THE GALAXY
EMPIRE
TOTAL FILMVARIETY
HITFIX
THE HOLLYWOOD REPORTER
VARIETY
Systurnar Silja-Marie og Alex-
andra Kentsdætur reka sitt eigið
framleiðslufyrirtæki sem þær
stofnuðu saman í Svíþjóð.
Þær eiga íslenska móður og
sænskan föður en þær bjuggu
hér á landi til ársins 1994 þegar
þær fluttu til Gautaborgar. Fram-
leiðslufyrirtækið sem ber nafnið
Kentsdóttir stofnuðu þær fyrir
tveimur árum. Fyrst um sinn
voru þær með starfsemina í
Gautaborg en eftir að þær fluttu
til Stokkhólms hefur reksturinn
blómstrað.
„Við höfum verið að gera mikið
af tónlistarmyndböndum og kynn-
ingarmyndböndum fyrir heima-
síður hjá fyrirtækjum. Við höfum
verið í samstarfi við nokkur plötu-
fyrirtæki sem hafa reglulega
samband við okkur og láta okkur
fá verkefni. Við erum báðar lærð-
ar og við gerum allt í framleiðslu-
ferlinu, allt frá því að taka upp,
leikstýra og klippa,“ segir Silja-
Marie.
Stelpurnar eru einu starfs-
menn fyrirtækisins og sjá því
um öll verkefni og rekstur sjálf-
ar. Þær ráða til sín aðstoðarmenn
og myndatökumanneskju í stærri
verkefnum þegar þær þurfa að
einbeita sér að leikstjórninni og
fleiru.
Það er ekki algengt að tvær
konur stjórni alfarið framleiðslu-
fyrirtækjum en þær segja að
menningin sé önnur í Svíþjóð en
á Íslandi.
„Konur fá mun fleiri styrki í
Svíþjóð en á Íslandi. Við vitum
auðvitað ekki nógu mikið um iðn-
aðinn á Íslandi en konur eru mun
meira áberandi í kvikmynda-
bransanum í Skandinavíu heldur
en hér. Í Svíþjóð er hálfgerður
kvóti á styrkjum og það fer meira
fyrir konunum. Þrátt fyrir það
mætum við oft fordómum. Fólk
gerir oft óvart lítið úr okkur og
spyr hvort við kunnum að taka
upp og klippa alveg sjálfar. Það
getur verið mjög niðrandi en
við pössum upp á að hafa alltaf
femínískt viðhorf í öllu sem við
gerum. Þegar við gerum tónlistar-
myndbönd þá erum við ekki með
fáklæddar stelpur að elta strák-
ana. Við viljum hafa þær venju-
legar og heilsteyptar. Ég held að
það fylgi því margir kostir að
hafa fleiri konur í kvikmyndaiðn-
aðinum og við teljum það vera eitt
af því sem við höfum fram yfir
aðra. Fólki finnst gott og þægi-
legt að vinna með okkur,“ segir
Alexandra.
Kentsdætur tóku upp tónlistar-
myndband hér á landi í vetur
en þær langar að vinna meira á
Íslandi.
„Allir í Svíþjóð voru mjög hrifn-
ir af fallega íslenska landslag-
inu í myndbandinu sem við gerð-
um. Stundum finnst okkur samt
Ísland vera soldið út úr Skand-
inavíu. Amma okkar býr á Ólafs-
firði þannig að við höfum verið að
taka upp þar enda mjög fallegur
staður. Ég hef líka verið að taka
upp í Dúbaí fyrir eitt fyrir tæki
og við tókum saman upp tvö tón-
listarmyndbönd í Kaliforníu. Við
tökum mjög sjaldan upp í stúdíói
en okkur finnst það oftast algjör
óþarfi,“ segir Silja.
Silja-Marie og Alexandra eru í
sumarfríi hér á landi næstu vik-
una en þær heimsækja landið að
minnsta kosti einu sinni á ári og
ná þannig að viðhalda íslensk-
unni mjög vel. „Við náum ekki oft
að fara í frí en þegar það er lítið
að gera þá komum við til Íslands.
Það er líka gaman að geta haldið
í íslenskuna af því við tölum allt-
af bara sænsku okkar á milli. Við
tölum íslensku vel og getum lesið
hana en við getum alls ekki skrif-
að hana.“ gunnhildur@frettabladid.is
Reka sitt eigið fyrirtæki
Silja-Marie og Alexandra Kentsdætur eru búsettar í Stokkhólmi þar sem þær vinna hjá sjálfum sér við að taka
upp og klippa myndbönd og heimildarmyndir. Þær eru hálfíslenskar og langar að taka meira upp hér á landi.
STARFA HJÁ SJÁLFUM SÉR Alexandra og Silja-Marie hafa náð að koma sér vel fyrir með sitt eigið fyrirtæki í Svíþjóð. MYND/EMELIE ANDERSSON
➜ Konur fá mun fleiri styrki
í Svíþjóð heldur en á Íslandi.
Við vitum auðvitað ekki nógu
mikið um iðnaðinn á Íslandi
en konur eru mun meira áber-
andi í kvikmyndabransanum í
Skandinavíu heldur en hér.
MISSION IMPOSSIBLE 5, 8, 10:35(P)
PIXELS 5
ANT-MAN 3D 10:30
SKÓSVEINARNIR 2D 4
MINIONS 2D 6
TED 2 10:35
JURASSIC WORLD 2D 8
POWERSÝNING
KL. 10:35
SÝND MEÐ
ÍSL OG ENS TALI
Leikkonan Christina Apple-
gate sem gerði garðinn frægan í
Anchor man-myndunum segir að
hún sjái eftir að hafa ekki tekið
að sér aðalhlutverkið í Legally
Blonde en hún fékk handritið upp í
hendurnar á sínum tíma.
Aðalhlutverk myndarinn-
ar hlaut Reese Witherspoon en
myndin ýtti ferli Reese upp á
annað plan. Á þessum tíma segir
Applegate að hún hafi verið nýbú-
in að leika í myndinni Married
With Children þar sem hún lék
svipaða persónu og hún hafi ekki
viljað endurtaka sig. Hún segist
þó ekki vera bitur yfir ákvörðun-
inni í dag þar sem hún segir að
það hefði enginn getað neglt hlut-
verkið betur en Witherspoon.
Hafnaði aðal-
hlutverkinu í
Legally Blonde
CHRISTINA APPLEGATE
Zayn Malik hætti fyrr á árinu í
srákasveitinni One Direction til
þess að eyða meiri tíma með unn-
ustu sinni.
Eftir að hann yfirgaf bandið
hafa hviksögur gengið um að hann
ætli að hefja sólóferil. Þetta reitti
marga aðdáendur til reiði sem
sögðu hann vera að svíkja gömlu
félaga sína og án þeirra væri hann
einskis virði. Nú hefur plötufyrir-
tæki Simon Cowells sagt upp
samningnum við Zayn. Hann var
þó ekki lengi að finna nýtt útgáfu-
fyrirtæki, en hann hefur nú skrif-
að undir hjá First Turn Artists.
Nú er hann með sama útgefanda
og stórstjörnurnar Ellie Golding,
Rita Ora og Iggy Azalea.
Zayn Malik
sagt upp af
Simon Cowell
ZAYN MALIK
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
8
-D
D
E
C
1
5
9
8
-D
C
B
0
1
5
9
8
-D
B
7
4
1
5
9
8
-D
A
3
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K