Fréttablaðið - 30.07.2015, Qupperneq 62
30. júlí 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson
hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ
SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan
Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar
Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Þjóðhátíðarlag FM95Blö hefur
líklegast ekki farið fram hjá nein-
um en strákarnir í IRIS Films sáu
alfarið um upptökur og leikstjórn.
Þeir Andri Páll Alfreðsson,
Jakob Gabríel Þórhallsson og
Jónas Bragi Þórhallsson skipa
framleiðsluteymið IRIS en þeir
eru allir um tvítugt og nýút-
skrifaðir úr Verzlunarskólanum.
Þetta er ekki fyrsta stóra verk-
efnið sem þeir taka að sér en þeir
framleiddu einnig tónlistarmynd-
bandið við Eurovision-lag Maríu
Ólafsdóttur.
Strákarnir, ásamt Audda,
Steinda og StopWaitGo, tóku upp
myndbandið og lagið auk þess að
gefa það út á aðeins fimm sólar-
hringum.
„Auddi hafði samband við
okkur á föstudegi og sagðist vera
með hugmynd og vildi fá okkur
með sér. Við vorum auðvitað til í
þetta um leið enda eru þeir mikl-
ir reynsluboltar. Við gátum ekki
hist fyrr en á mánudeginum en
þá settum við upp söguþráðinn
og eftir það fórum við í redding-
ar og þeir fóru að taka upp lagið.
Við höfum aldrei gert neitt á jafn
mikilli keyrslu. Við byrjuðum að
taka upp seinnipartinn á miðviku-
deginum fram á miðja nótt og þá
sváfum við í einn til tvo klukku-
tíma. Við nýttum fimmtudag-
inn vel í upptökur og fórum svo
til Eyja á föstudeginum að taka
upp restina. Á meðan við fórum
til Eyja varð einn okkar eftir í
bænum og byrjaði að klippa. Við
tökum okkur yfirleitt viku í að
klippa svona verkefni þar sem
við erum að nota mikið af brellum
og laga litina en ekki tvo sólar-
hringa. Til þess að bæta gráu
ofan á svart þá var Gillz í útlönd-
um og kom ekki heim fyrr en á
laugardagskvöldið en myndband-
ið var frumsýnt á sunnudeginum.
Hann brunaði beint af flugvellin-
um upp í stúdíó hjá StopWaitGo
til að taka upp sinn part og svo
til okkar þar sem við vorum með
„blue screen“ og við hentum part-
inum hans inn,“ segir Andri Páll.
Strákarnir í IRIS Films hafa
tekið að sér fjöldann allan af
verkefnum og voru mikið að
vinna að sínum eigin hugmynd-
um í Verzló. Bræðurnir Jakob og
Jónas halda út til London í kvik-
myndaháskólann MET Film Scho-
ol í haust. Andri Páll stefnir á iðn-
aðarverkfræði í Háskóla Íslands.
„Við ætlum að nýta tímann vel
áður en þeir fara út og taka að
okkur eitthvað meira af verk-
efnum. Okkur finnst þetta ótrú-
lega skemmtilegt, sérstaklega að
vinna með Audda og Steinda. Það
er öðruvísi að vinna með þeim
þar sem þeir hafa verið svo mikið
í þessu en það er stór ástæða
fyrir því að það gekk svona vel að
keyra verkefnið í gegn á nokkrum
dögum.“
gunnhildur@365.is
Gerðu tónlistarmynd-
band á fi mm dögum
Strákarnir í IRIS Films sáu um framleiðsluna á Þjóðhátíðarlagi FM95Blö. Þeir
eru nýútskrifaðir úr menntaskóla og hafa haft í nógu að snúast síðan.
IRIS FILMS Andri, Jónas og Jakob reka flott framleiðslufyrirtæki þrátt fyrir ungan aldur. MYND/AÐSEND
➜ Til þess að bæta gráu ofan
á svart þá var Gillz í útlöndum
og kom ekki heim fyrr en á
laugardagskvöldið en mynd-
bandið var frumsýnt á sunnu-
deginum.
Allt sem þú þarft ...
Taktu þátt í bíóleik
Fréttablaðsins
Það eina sem þú þarft að gera til að taka þátt í laufléttum bíóleik
Fréttablaðsins er að senda okkur tölvupóst á leikur@frettabladid.is
með nafni, kennitölu, símanúmeri og netfangi.
Glæsilegir vinningar í boði
1. Dróni
2. Armbandsúr með myndavél
3. Miðar á Mission: Impossible – Rogue Nation
Dregið verður 4. ágúst
Paris, Texas, það er svo ótrúlega
falleg tónlist og stemning sem er
ógleymanleg í henni.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir söngkona
KVIKMYNDIN
Retro Stefson er að klára upptökur
á nýrri plötu sem ber nafnið Scand-
inavian Pain. „Við erum búin að vera
að taka upp síðustu mánuði og sett-
um upp okkar eigið stúdíó í miðbæ
Reykjavíkur,“ segir Logi Pedro Stef-
ánsson, bassaleikari hljómsveitar-
innar. Hann stýrir einnig upptökum
á plötunni en fyrsta smáskífulagið
af henni, Malaika, kom út í vor.
Sveitin er skipuð fagfólki sem
allt semur lög og hefur hún tekið
upp fjöldann allan af lögum und-
anfarna mánuði. Logi segir að það
liggi að mestu fyrir hvaða lög fari á
plötuna. „Við semjum öll og hver og
einn meðlimur hefur verið að koma
með demó á æfingar og þar sem ég
stýri upptökunum þá fæ ég mikið af
hálfkláruðum lögum sem ég leggst
yfir og reyni að pródúsera.“
Stefnt er að því að gefa plötuna
út snemma á næsta ári en sveitin
fagnar þá tíu ára afmæli sínu. „Það
má örugglega greina nýjan stíl eða
sánd, við reynum alltaf að gera eitt-
hvað nýtt en fólk mun alveg heyra
að þetta sé Retro Stefson-plata.“
Retro Stefson hefur haldið sig til
hlés undanfarna mánuði en gerir
ráð fyrir að koma sterk inn á næstu
mánuðum. „Við erum að spila á
Innipúkanum og Mýrarboltanum
um helgina. Svo förum við að halda
fleiri tónleika þegar nær dregur
útgáfu.“
Meðlimir sveitarinnar hafa haft í
nógu að snúast, Logi í Young Karin
og Unnsteinn í Uni Stefson. „Við
erum alltaf með hliðarpródjekt en
Retro Stefson heldur fyrirtækinu
gangandi. Við erum búin að eyða
tíu árum af ævi okkar í að búa þetta
til. Retro Stefson er aðalverkefnið
okkar,“ segir Logi. - glp
Fagnar tíu ára afmæli sínu með nýrri plötu
Hljómsveitin Retro Stefson er um þessar mundir að leggja lokahönd á upptökur á sinni fj órðu breiðskífu.
NÝ PLATA Retro Stefson vinnur að nýrri
plötu sem kemur út á næstunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2
9
-0
7
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
8
-B
1
7
C
1
5
9
8
-B
0
4
0
1
5
9
8
-A
F
0
4
1
5
9
8
-A
D
C
8
2
8
0
X
4
0
0
3
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K