Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 4

Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 4
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 19.07.2015 ➜ 25.07.2015 atvinnuleysi mældist á Íslandi í júní. 3,2% 105 ÞÚSUND komu með skemmtiferða- skipum til Reykjavíkur í fyrra. 50 FLÓTTA- MENN koma til Íslands á næstu tveimur árum. gætu falið gull í vinnanlegu magni á Íslandi að mati Iceland Resources. 8 STAÐIR var í sveitarstjórnar- kosningum í Norður-Kóreu. 99,97% KJÖRSÓKN7 ALBANSKIR hælisleitendur voru sendir úr landi. Við elskum íslenska tónlist FJÓRAR SÍGILDAR ÍSLENSKAR PLÖTUR LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á VÍNYL ... í næstu plötuverslun DÓMSMÁL Nágrannar nígeríska karl- mannsins sem grunaður er um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smit- aður af HIV-veirunni hafa margir orðið varir við mikinn umgang um íbúð hans síðustu mánuði. Að sögn nágrannanna sést oft til ungra kvenna fara inn í íbúðina. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í Héraðs dómi Reykjavíkur á fimmtu- daginn. Þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í um eitt ár. Hann er búsettur ásamt sambýlis- manni í fjölbýlishúsi í eigu Reykja- víkurborgar í Hlíðunum og hefur búið þar í um sjö mánuði. Lögreglan rannsakar nú málið og voru rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. Lögreglan segir rannsóknina snúa meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa átt samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er að minnsta kosti ein kona smituð. Sambýlismaður hins grunaða vissi ekki að maðurinn væri smit- aður af HIV-veirunni. Hann seg- ist ekki hafa þekkt manninn vel en staðfestir að ungar konur hafi verið tíðir gestir og að hann neyti fíkni- efna. Upp komst um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt kynferðislegt samneyti við. Stúlkan leitaði til læknis þann 13. júlí síðastliðinn sem tilkynnti um málið til embættis sóttvarnalækn- is. „Eftir það fóru hlutirnir af stað. Það er algjörlega eðlilegt að svona hlutir taki tíma og það hefur verið unnið hratt í málinu,“ segir Har- aldur Briem, fráfarandi sóttvarna- læknir, og bætir við að samkvæmt lögum sé skylda á mönnum að til- kynna lækni ef grunur vaknar um að einstaklingur sé haldinn alvar- legum sjúkdómi. „Nú gengur þetta út á að ná til allra sem geta hafa smitast,“ segir Haraldur. „Við hjónin kvörtuðum nokkr- um sinnum vegna hans. Það var stanslaus umgangur þarna og allt- af mjög mikil læti,“ segir Malsor Tafa, nágranni mannsins. Malsor er hælis leitandi frá Kósóvó og býr ásamt fjölskyldu sinni í íbúð við hliðina á íbúð mannsins. „Það hefur verið ömurlegt að búa hérna með börn. Ég vissi alltaf að það væri eitthvað skrítið í gangi.“ Að sögn Malsors var umgangur um íbúðina á hverjum degi. Guðmundína Ragnarsdóttir, lög- maður mannsins, segir að hann haldi því fram að hafa ekki vitað að hann væri með veiruna. nadine@frettabladid.is Rannsóknarlögreglan enn við störf í íbúð hins grunaða Karlmaður er grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við konur á Íslandi vitandi að hann væri smitaður af HIV- veirunni. Maðurinn býr í Hlíðunum í Reykjavík. Nágrannar hafa kvartað undan miklum umgangi og látum. LEIÐRÉTTING Rangt var farið með nafn leikara í myndinni Mara í Fréttablaðinu í gær. Annar aðalleikara myndarinnar, Gunnar Kristinsson, var þar sagður vera Kristjánsson sem er rangt. Þá vantaði millinafn leikkonunnar Vivian Didriksen Ólafsdóttur í greinina. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. RANNSÓKN Rannsóknarlögreglumenn við störf að heimili mannsins um miðjan dag í gær. Lögreglan fór inn í íbúðina um stund og tók skýrslu af sambýlismanninum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI MALSOR TAFA Nágranni BANDARÍKIN Tvær konur létu lífið í skotárás í kvikmyndahúsi í bænum Lafayette í Lousiana í Bandaríkjunum á fimmtudag. Árásarmaðurinn, John Russel Houser, hafði keypt miða á grín- myndina Trainwreck. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af mynd- inni hóf hann skothríð í salnum með þeim afleiðingum að tvær konur létust. Ef ekki hefði verið fyrir einn áhorfandanna sem setti bruna- bjöllu í gang hefði Houser eflaust getað valdið meiri skaða. Lög- regla var afar fljót að bregðast við en fyrstu lögregluþjónar voru mættir á staðinn einungis mínútu eftir að brunabjallan fór af stað. Þegar Houser sá að honum yrði ekki undankomu auðið beindi hann byssunni að sjálfum sér og svipti sig lífi. - srs Þrír látnir eftir skotárás: Hóf skothríð í kvikmyndahúsi JOHN RUSSEL HOUSER Árásarmaður- inn framdi sjálfsmorð. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP BRETLAND Dimitry Kovtun, mað- urinn sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi leyniþjónustu- manninn Alexander Litvinenko árið 2006, er hættur við að gefa vitnisburð fyrir breskri rann- sóknar nefnd. Kovtun og Andrei Lugovoi, sem nú er þingmaður á rússneska þinginu, eru grunaðir um að hafa laumað póloni út í te Litvinenkos í nóvem- ber árið 2006 sem dregið hafi hann til dauða. The Guardian greinir frá því að þegar rannsóknarnefndin hafi verið við það að ljúka störfum í mars hafi Kovtun sagt að hann vildi gefa vitnisburð í gegnum vef- myndavél frá Mosku. Vegna þessa fékk Kovtun aðgang að fimmtán þúsund blaðsíðum af sönnunar- gögnum í málinu. Kovtun átti að bera vitni frá næsta mánudegi og fram á mið- vikudag en er nú hættur við. Á föstudaginn sagðist vitni, sem kallað er D3 í málaskjölum, hafa hitt Kovtun þann 30. október 2006. Þar á Kovtun að hafa sagt frá fyrir ætlunum sínum um að myrða Litvinenko. - ih Rannsókn á dauða Alexanders Litvinenko árið 2006 dregst enn á langinn: Sá grunaði hættur við að mæta FYRIR DAUÐANUM Litvinenko lést af völdum pólon-eitrunar. MYND/LITVINENKO-RANNSÓKNARNEFNDIN 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -7 D 1 0 1 5 8 F -7 B D 4 1 5 8 F -7 A 9 8 1 5 8 F -7 9 5 C 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.