Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 10

Fréttablaðið - 25.07.2015, Page 10
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 -Toppurinn á ísnum með karamellufyllingu og ristuðum möndlum TYRKLAND Lögregluyfirvöld og tyrkneski herinn hrintu af stað umfangsmikilli lögregluaðgerð gegn flugumönnum ISIS í Tyrk- landi og liðsmönnum herskárra Kúrda í gær. Alls voru 297 hand- teknir í aðgerðunum en um 5.000 lögreglumenn tóku þátt í þeim og leitað var í 150 híbýlum víða um Tyrkland. Aðgerðinni var hrint af stað eftir að grunur vaknaði um að liðsmaður ISIS hefði myrt 32 í sjálfsvígsspreng- juárás í Suruc á mánudag og vegna morða herskárra Kúrda á tveimur lögregluþjónum á miðvikudaginn. Það er hinn herskái vængur kúr- díska Verkamannaflokksins sem ber ábyrgð á morðunum á lögreglu- þjónunum en meðlimir flokksins og ungliðahreyfingar hans voru hand- teknir auk meðlima úr öfga vinstri- flokki byltingarsinnaðra marxista. Enn fremur sprengdu þrjár F-16 orrustuþotur tyrkneska hersins þrjú skotmörk í Sýrlandi á yfir- ráðasvæði Íslamska ríkisins í gær. Að sögn Ahmets Davutoglu, for- sætisráðherra Tyrklands, munu þoturnar hafa gereyðilagt skot- mörk sín en þetta er í fyrsta sinn sem Tyrkir beita loftárásum gegn ISIS síðan uppgangur samtakanna hófst árið 2013. Davutoglu segir að Tyrkland muni ráðast gegn hverjum þeim sem vegur gegn tyrkneskum hags- munum og að Tyrkland sé tilbúið að gera innrás í Sýrland sé þess þörf. Tyrkir og Bandaríkjamenn komust að samkomulagi um afnot Bandaríkjahers af herstöðinni í Incirlik en með þeim hætti getur bandaríski flugherinn aukið umsvif sín gegn ISIS. Aðgerðir Tyrklandshers þykja stefnubreyting hjá stjórnvöldum en hingað til hefur Tyrkland ekki viljað beita beinum aðgerðum gegn ISIS. stefanrafn@frettabladid.is Tilbúin til að gera innrás Forsætisráðherra Tyrklands segir landið tilbúið til að senda landgöngulið til Sýrlands til að verja tyrkneska hagsmuni. Um 300 handteknir í aðgerðum í gær. SYRGJA FALLNA FÉLAGA Yfir- völd í Tyrk- landi stefna á hefndir fyrir árásir undan- farna daga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP Minnstu aðför að Tyrk- landi verður svarað af fullum mætti. Ahmet Davutoglu. EFNAHAGSMÁL Í ársskýrslu mats- fyrirtækisins Moody‘s um Ísland kemur fram að fyrirtækið telji upp- gang Pírata ekki ógn við efnahags- stöðugleika á Íslandi. Skýrslan var gefin út í kjölfar heimsóknar sérfræðinga Moody‘s til landsins í júní. Í skýrslunni er það rekið að Íslendingar eru almennt miðjusækn- ari en nágrannar þeirra á hinum Norðurlöndunum þegar kemur að kosningum en að Pírataflokkurinn hafi óvænt tekið stökk í könnun- um. Fyrirtækið leggur mat á ræður þingmanna Pírata og ummæli þeirra um afnám gjaldeyris hafta, ríkisfjár- málin og málefni þrotabúa föllnu bankanna og fleira. Með þeim hætti meta skýrslu- höfundar það þannig að Píratar séu ekki ógn við efnahagslegan stöðug- leika á Íslandi. Þá skilgreinir fyrirtækið Pírata ögn vinstri sinnaðri flokk en Sam- fylkinguna sem skýrsluhöfundar meta sem rökrétt stjórnarsamstarf ef spá skoðanakannana rætist. - srs Sérfræðingar matsfyrirtækisins Moody‘s telja orðræðu Pírata ekki til vansa: Píratar ekki ógn við stöðugleika EKKI HÆTTULEG Moody‘s gefur Píröt- um grænt ljós. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -B 8 5 0 1 5 8 F -B 7 1 4 1 5 8 F -B 5 D 8 1 5 8 F -B 4 9 C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.