Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.07.2015, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 25.07.2015, Qupperneq 16
25. júlí 2015 LAUGARDAGURSKOÐUN GUNNAR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 MÍN SKOÐUN: JÓN GNARR Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á innlendri dag-skrárgerð. Sjónvarp hefur verið mér ástríða. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fá að vinna við sjónvarp og útvarp og fá að hrærast í þeim heimi. Mér hefur yfirleitt tekist vel upp í því sem ég hef tekið mér fyrir hendur og þá yfirleitt í góðu samstarfi við aðra. Ég er meiri sjónvarps maður heldur en kvikmyndaáhugamað- ur. En ég hef líka alltaf lesið frek- ar mikið. Ég held að menningar- legt mikilvægi sjónvarpsins fyrir nútímann sé jafnmikið og Íslend- ingasögur voru fyrir fornöld- ina. Íslensk- ar bókmenntir hafa gegnt lykil- hlutverki í sögu og menningu þessarar þjóðar. Mér finnst að sjónvarpið eigi að standa þar jafnfætis og kjarni íslenskra miðla eigi að vera inn- lend framleiðsla, eftir efnum og aðstæðum, og það sem dýrmætast er; vandað, leikið og íslenskt sjón- varpsefni. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á tímum þegar bóka- lestur fer minnkandi, sérstaklega hjá ungu fólki. Íslensk dagskrárgerð á að veita okkur sjálfum betri innsýn í það samfélag sem við búum í og okkur sjálf um leið, hver við erum og hvaðan við komum. Við föngum og varðveitum blæbrigði hversdags- leikans. Á sama tíma búum við til heimildir um okkar samtíma fyrir kynslóðir framtíðarinnar að skoða svo þær geti skilið okkur betur og sjálfar sig um leið og undirbúið sig svo undir sína framtíð. Við erum jú öll afurð fortíðarinnar. Íslensk dagskrárgerð Manneskja sem lifir í dag þarf að taka inn umtals-vert meira af upplýsing- um en manneskja sem var uppi fyrir hundrað árum. Þetta mikla magn upplýsinga getur orðið ansi þurrt og yfirþyrmandi. Það er hlutverk þeirra sem starfa að innlendri dagskrárgerð að taka þessar upplýsingar, setja þær í samhengi og raða þeim saman á aðgengilegan og áhuga verðan hátt. Við styðjumst við mynd- ræna framsetningu í auknum mæli. Aðalatriðið er samt tungu- málið. Íslenskt mál er hornsteinn íslenskrar menningar. Þegar við glötum orði þá týnum við ekki bara því heldur allri sögu þess og vitum ekkert um öll skiptin sem það var notað. Kunnátta í tungu- málinu er því lykilatriði í því hvernig okkur gengur í lífinu. Frumhugsun eða hugmynd getur verið myndræn. Hún er oft loðin og óljós en skýrist þegar hún er sett í orð. Það má líkja tungumál- inu við legókubba þar sem hver stafur eða orð er mismunandi kubbur. Hugmynd eða minning er eins og mynd af einhverju módeli. En við getum ekki kubbað það ef við erum ekki með réttu kubb- ana. Því fleiri kubba sem vantar því erfiðara verður það. Það verð- ur svekkjandi og leiðinlegt og við líklegri til að gefast upp og fara að leika okkur með eitthvað annað. Og þá þurfum við hvatningu og uppörvun frá umhverfinu. Og það er ekki á ábyrgð LEGO eða rík- isins eða mesta bjánans sem við getum fundið úr röðum stjórn- málamanna. Þetta er á okkar ábyrgð. Að kubba setningar Við höfum tilhneigingu til að skipta hlutum í mikil-væga og ómikilvæga í hlut- falli við alvöru og glens. Allt sem er leiðinlegt og erfitt er gott og uppbyggilegt á meðan það sem er skemmtilegt og leikrænt er ekki gott og líklegra til spillingar og úrkynjunar en uppbyggingar. Samkvæmt þessu gildismati eru bækur í eðli sínu góðar en sjón- varp í eðli sínu slæmt. Þessu hef ég aldrei verið sammála. Og ég held að með starfi mínu hafi ég átt þátt í að breyta þessu hugar- fari. Ég held að hvort tveggja hafi sitthvað mikilvægt fram að færa en bara á ólíkan hátt. Ég held að lykillinn að farsælli fram- tíð okkar sé í sjónvarpinu. Og ég held að okkur takist best upp með því að reyna að sameina þetta tvennt; upplýsingar og skemmt- un. Hvernig munu komandi kyn- slóðir dæma okkur sem nú erum til? Hvað verða okkar tímar kall- aðir í sögubókum framtíðarinn- ar? Hvað lögðum við af mörkum til að viðhalda menningu okkar og tungu? Hvað verður kaflinn 2000-2020 kallaður í kennslubók- um framtíðarinnar? Það verð- ur örugglega eitthvað talað um Hrunið. Og Eyjafjallajökul. Vilj- um við ekki láta minnast okkar sem fólks sem gekk í gegnum hremmingar og harðindi en bar sig alltaf vel, horfðist í augu við raunveruleikann en gerði grín að honum um leið og talaði sig í gegnum erfiðleika? Hefur það ekki alltaf verið hin íslenska leið að reyna að segja góða sögu? Ég held meira að segja að sjálft orðið „saga“ sé okkar helsta framlag til heimstungumálsins. Og ég vona að okkar saga verði ekki sögð með barlómi og röfli heldur með sjálfstrausti og gleði. Og ég held að hún verði sögð í sjónvarpi og í vandaðri íslenskri dagskrárgerð. Dauðinn hefur mörg stig. Enginn er alveg dauður fyrr en eftir að nafnið hans er sagt í síðasta sinn. Orð deyja í þögn. Íslenskan getur bara dáið ef hún er látin í friði. Og útförin mun fara fram í kyrrþey. Saga V íxlverkun verðlags og kaupgjalds er hugtak sem dunið hefur á okkur oftar en við kærum okkur um. Verðbólg- an, fyrsta sjúkdómseinkenni víxlverkunarinnar, sýkti hagkerfið svo heiftarlega lengi vel að fólk og fyrirtæki vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Enginn vill upplifa þá tíma aftur. Dyggðir eins og ráðdeild og útsjónarsemi snerust upp í and- hverfu sína. Sparifé í bönkum rýrnaði dag frá degi á vöxtum sem ekki héldu í við verðhækkanir. Engar áætlanir stóðust. Annaðhvort var að eyða hverri krónu strax í misviturlega neyslu eða festa hana í steinsteypu upp á von og óvon. Nú ómar söngurinn um víxl- verkunina á ný undir tónsprota Sigurðar Inga Jóhannssonar land- búnaðarráðherra. Á laugardegi um hásumar þegar margir eru á ferð og flugi berst tilkynning frá verðlagsnefnd búvöru um hækkun verðs á mjólkurafurðum, langt umfram kauphækkanir. Nefndin er á ábyrgð ráðherrans. Blekið var ekki þornað undir samningum um kaup og kjör. Framið var myrkraverk á bjartasta tíma ársins. Enn á eftir að semja við stóra hópa. Á opinbera markaðnum ríkir ófriður, sem ekki sér fyrir endann á. Myrkraverk nefndarinnar kemur eins og köld vatnsgusa framan í launafólk og er ógn við þann stöðugleika, sem gæti verið í sjónmáli. Orðspor ríkisstjórnarinnar er í húfi. Gerningurinn magnar skerandi falskan tón í landsföðurlegum hvatningarorðum ráherranna, sem nýta hvert tækifæri til að brýna launafólk til að stilla launakröfum í hóf og raska ekki ró verð- bólgudraugsins, sem blessunarlega hefur blundað vært um skeið. Verðlagsnefnd ráðherrans hefur vakið drauginn. Málatilbúnaður forráðamanna MS bætir olíu á eldinn. Forstjór- inn ber tvo hatta. Hann er talsmaður einokunar og fákeppni hjá MS og svo málsvari viðskiptafrelsis í hlutverki varaformanns Sam- taka verslunar og þjónustu. Er hægt að þjóna þessum ólíku herrum árekstralaust? Það er tækifæri til sátta á vinnumarkaði. Kaupmáttur hefur auk- ist undanfarin misseri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fæst meira fyrir launin nú en árið 2006. Líklega er innistæða fyrir kjarabótun- um, sem hefur ekki alltaf verið raunin. Í framhaldinu þurfa allir að leggjast á eitt. Eðlileg krafa er að ríkisstjórnin gangi á undan með góðu fordæmi. Geri hún það ekki mun hún áfram mæta andbyr. Aldrei hafa verið fleiri tækifæri til að skapa arðbær störf í sveitum. Höfuðborgin annar ekki sívaxandi straumi ferðamanna og það er hrein og bein nauðsyn að ýta undir fjölbreytni og dreifa velkomnum ferðalöngum víðar um landið. Um leið skapast svigrúm til að beina kröftum sveitafólks frá hefðbundnum landbúnaði, sem bindur bændur og búalið í óþarfa fátæktarfjötra. Opinberi stuðn- ingurinn á að losa fjötrana en ekki herða þá. Nóg er af hugmyndum til að vinna úr. Það á að nota tækifærið og leggja niður forneskjulega verðlags- nefnd búvöru og brjóta upp staðnað kerfi, sem enginn hagnast á – nema hugsanlega þeir sem lifa á því að viðhalda óbreyttu ástandi á fínum kontórum í höfuðborginni. Þannig mun mannlíf í sveitum blómgast sem aldrei fyrr. Hættum skrípaleik víxlverkana sem allir vita að leiðir okkur í ógöngur. Hættum þessum skrípaleik Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -8 B E 0 1 5 8 F -8 A A 4 1 5 8 F -8 9 6 8 1 5 8 F -8 8 2 C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 7 2 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.