Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGMatur í ferðina LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 20152 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512-5429 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson. Við hjónin ferðumst mikið um landið og vorum orðin svo leið á þessum hefð- bundna ferðamat. Ég hafði vanið mig á það einhvern veturinn að þegar ég eldaði góðan mat, súpur eða pottrétti, þá frysti ég afgang- ana til að nota seinna. Þegar sum- arið kom átti ég fullan frysti af góðum mat og datt í hug að prófa að taka hann bara með í útileguna í kæliboxi. Og það reyndist svona líka vel,“ segir Halla sem gaf út matarbókina Veisluréttir ferða- langsins fyrir nokkrum árum, sem inniheldur ráðleggingar um hvernig er hægt að fara með elda- mennskuna sína út úr bænum, jafnvel upp á fjöll. „Þarna upp- götvaði ég að ég gat tekið með mér eitthvað gott í útileguna sem ég hafði búið til heima.“ Lykillinn að öllu saman er að nota ferköntuð box sem hægt er að stafla í kæli- tösku. „Frosni maturinn viðheldur kuldanum í töskunni í allt að því fimm daga og þar sem við vorum oft í lengri ferðum þá var hægt að borða dýrindis fiskisúpu við jökul- rætur á fimmta degi og drekka jökulkælt hvítvín með. Stundum frysti ég fiskisúpuna með öllu en hún verður enn þá betri ef ég er með grunninn í einu boxi og fisk- inn í öðru og blanda því saman á staðnum.“ Hún hefur líka prófað sig áfram með fisk. „Fólk er ekk- ert endilega að taka með sér fisk í útilegu. Okkur þykir fiskur mjög góður og ég marinera til dæmis lax sem á öðrum degi er prýðilega góður. Lúða á teini er líka góður matur sem hægt er að undir- búa áður en farið er af stað. Með því að marinera kjöt er hægt að geyma það í nokkra daga áður en það er eldað.“ Halla eldar á einni gashellu en hefur aðeins prófað að grilla í seinni tíð. „Við erum nú ekki mikið grillfólk en feng- um ferðagrill í fimmtugsafmælis- gjöf og við notum það líka stund- um.“ Halla telur ekkert eftir sér að elda lúxusmat á fjöllum fyrir sext- án manns. „Þetta fer eftir því hvað fólk vill borða. Það er hægt að elda allt og ástæðulaust að borða ein- hæft þótt fólk sé á fjöllum.“ Bók- ina Veisluréttir ferðalangsins má nálgast í Iðu og Máli og menningu Laugavegi. Fiskréttir Kryddleginn lax eða lúða Undirbúið heima og lagað á staðn- um Í þennan rétt er hægt að nota lax, skötusel eða lúðu, jafnvel ýsu. fyrir 4-6 1 kg fiskur Safi úr hálfri sítrónu 3 msk. olía 1 msk. sítrónupipar 2 msk. saxaður ferskur kerfill eða basilíka 1 msk. paprika 1/2 tsk. salt Fiskflakið er beinhreinsað og roðhreins- að og lagt á álpappír eða í ílangt þunnt plastbox. Fæst kælibox taka heilt fisk- flak svo betra er að skipta því í hæfilega bita. Sítrónusafanum er hellt yfir. Olíunni og kryddinu blandað saman og henni smurt á flakið. Fiskinum pakkað þétt í ál- pappírinn eða plastílátinu lokað vel og geymt í kæli þar til fiskurinn fer í kælibox- ið. Ef fiskurinn er í álpappír þarf að setja plastpoka utan um hann svo ekkert leki í kæliboxið. Best er að útbúa réttinn degi fyrir brottför, svo hægt sé að bera hann fram á öðrum degi ferðalagsins. Fiskinn má grilla í heilu eða skera flak- ið niður og steikja á pönnu. Ef grillað er má hafa með grænmetisspjót með tóm- ötum, lauk, papriku og sveppum, ann- ars ferskt grænmetissalat eða „nýstár- lega salatið“. Hrísgrjón eða pönnusteiktar kartöflur, örlítið saltaðar, henta einnig vel með þessum mat. Nýstárlegt salat sem meðlæti Undirbúið heima og lagað á staðnum. 1 mangó, skorið í bita 1 lárpera, skorin í bita 1/2 melóna, skorin í bita 1 rauðlaukur, skorinn smátt Safi úr einni sítrónu 1 búnt ferskt kóríander Öllu blandað saman. Melónuna og rauðlaukinn er hægt að skera niður áður en lagt er af stað, en mangó og lárpera verður ólystugt sé það geymt niðurskorið. Box 1 melóna og rauðlaukur heilt mangó og avókadó Lúða á teini Undirbúið heima – eldað á staðnum. Fyrir 4. 800 g stórlúða í um 2 cm bitum Kryddlögur: ½ dl sítrónusafi 1 dl olía 1 hvítlauksrif marið 1 tsk. paprika 1 tsk. sítrónupipar 1 tsk. salt nýmalaður pipar 1 rauð paprika, skorin í hæfilega bita fyrir grillspjótið 2 stórar gulrætur, skornar í sneiðar (má forsjóða í nokkrar mínútur ef vill) 1 laukur soðinn í 5 mín., skorinn í báta Kryddleginum blandað saman og hellt yfir fiskbitana. Geymt í góðu plast- boxi með þéttu loki. Fiskur og grænmeti þrætt á teina og glóðarsteikt þar til fisk- urinn er rétt steiktur í gegn. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati á öðrum degi. Box 1 fiskur og kryddlögur Box 2 paprika, laukur og gulrætur Grillaðar apríkósur eða ferskjur með marsípani Eldað á staðnum Stór dós af niðursoðnum apríkósum eða ferskjum 200 g marsípan, rifið Álpappír er smurður með olíu og sett- ur á grillið. Rifið marsípan sett í holuna á ávöxtunum og þeir settir á hvolf á ál- pappírinn og grillaðir í 1 mínútu eða þar til marsípanið fer að bakast. Borið fram með sýrðum rjóma (eða ís ef í hann næst) eða blöndu af mascarpone og sýrðum rjóma. Fínni matseld á fjöllum Halla Hauksdóttir var orðin leið á því að borða einhæfan mat í útilegu. Hún hefur gaman af því að elda og fann leið til að borða sinn eigin mat á fjöllum. Það varð til þess að hún skrifaði bókina Veisluréttir ferðalangsins og gefur Halla hér uppskriftir úr bókinni. Kryddleginn lax sem auðvelt er að útbúa áður en lagt er af stað. Salatið er best að gera á staðnum. Grillaðar apríkósur í eftirrétt með marsípani. Gott er að hafa sýrðan rjóma eða mascarpone-ost með. Halla Hauksdóttir leggur ríka áherslu á að nota ferköntuð box þar sem þau fara betur í kælitösku. Hér má sjá vel merkt tyrkneskt gúllas sem fryst var í júní leggja upp í langferð. Halla hefur haldið fjölmennar matarveislur í óbyggðum, einu sinni fyrir átján gesti. 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -9 A B 0 1 5 8 F -9 9 7 4 1 5 8 F -9 8 3 8 1 5 8 F -9 6 F C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.