Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGMatur í ferðina LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 20154 Hver eru helstu mataráhöld og ílát sem þarf að taka með sér í útilegu? „Ég er alltaf að reyna að læra það að pakka færri og léttari hlutum. Yfirleitt reyni ég að velja hluti sem hafa margþætt notagildi og þar ber Leatherman-vasahnífurinn minn algjörlega af. Hann var gjöf frá kon- unni minni og fyrir utan að vera skrúfjárn, sög, töng og margt fleira er á honum gott hnífsblað sem er ómissandi við eldamennsku. Næst má kannski nefna góðan prímus. Það fer eftir óskum hvers og eins hvað er gott í því samhengi, en fyrir venjulega tjaldútilegu skiptir mestu máli að það sé auðvelt að fá eldsneyti í prímusinn og að hann sé stöðugur. Það er hægt að fá fína og dýra prím- usa sem eru margir hverjir mjög sniðugir, en sá sem ég nota mest var frekar ódýr og kemst fyrir í vasa. Í seinni tíð er ég líka farin að taka með mér lítið skurðarbretti í bakpok- anum, til að skera grænmeti og þess háttar, því það verður hálfkauðslegt að gera það á diski. Þá get ég líka skil- ið grunna diskinn eftir heima í stað- inn og bara tekið þann djúpa með. Loks ber svo að nefna góðan pott. Hann þyngir farangurinn, en til að fá jafnari hita og minnka hættuna á að maturinn brenni við þá þarf maður að velja pottinn vel. Bakpokaferða- langar geta eldað margra rétta mál- tíðir upp úr einum og sama pottin- um, svo það er allt í lagi að eyða smá tíma og púðri í að prófa sig áfram með rétta pottinn. Annars er al- gengasta ástæðan fyrir viðbrennd- um prímusmat sú að fólk notar of mikinn hita.“ Er dýrt að koma sér upp slíkum búnaði? „Það er eins með útivistarbúnað- inn og svo margt annað – það eru til ódýrar lausnir og svo eru til dýrar lausnir. Ég mæli nú yfirleitt með því að fólk byrji á ódýra búnaðinum til að öðlast reynslu og sjá hvað það er sem því líkar eða líkar ekki. Það er ekki til nein ein rétt leið til að fara í fjallgöngu eða útilegu og því henta mismunandi lausnir fyrir mismun- andi fólk. Þegar fólk er farið að öðl- ast reynslu og fara í sérhæfðari ferð- ir má svo íhuga að uppfæra í dýrari græjur ef þörf er á því. Sannast sagna held ég líka að fólk eyði oft miklum peningum í hluti sem það notar svo sáralítið eða ekkert, og það á alveg líka við um útivistarbúnað.“ Er óhætt að kveikja upp í einnota grilli úti í náttúrunni? „Nú er ekki víst að allir séu sam- mála mér, en ef farið er að öllu með gát ætti það að vera hættulaust. Það er fátt betra í útilegu en góður grill- matur! Á sumum svæðum er bann- að að vera með slík grill, og vitaskuld á að virða það, en annars staðar þarf bara að hugsa vel um eldhættu og skemmdir á gróðri. Það er ekki í lagi að skella grillinu beint ofan á gras og jafnvel þótt grillið sé sett upp á litla steina getur það hitað út frá sér og sviðið gróður. Best er að setja grillið á steina yfir gróðurlausri jörð, í góðri fjarlægð frá tjöldum og öðrum elds- mat, og passa svo að farga því á rétt- an hátt eftir notkun.“ Hvernig er best að geyma matinn þegar maður fer í útilegu? „Það er ekki alltaf hlaupið að því að kæla mat á ferðalögum. Kælibox duga eitthvað en fæst þeirra halda ísskápshita heila helgi. Á hinn bóg- inn er umhverfishiti ekki beinlínis stærsta vandamálið í útilegum á Ís- landi, svo plastkassi sem er geymd- ur í skugga dugar fyrir flest matvæli. Mér hefur sýnst að það borgi sig að velja matinn með hliðsjón af þessu, taka til dæmis frekar með sér eldað- an kjúkling en hráan, og reyna að pakka matnum þannig að umbúð- irnar eru bara opnaðar einu sinni. Þeir sem eru séðir tjalda við lítinn læk og koma fyrir kassa í honum sem heldur köldu. Í bakpokaferðum er þetta jafn- vel enn flóknara – þá er allur mat- urinn í pokanum, innan um föt og svefnpoka. Þá er til dæmis gott að vera búinn að pakka fyrir hverja máltíð, þannig að það sé til dæmis einn plastpoki af pasta, einn plast- poki af skornu grænmeti og einn smurostur í eina máltíð, frekar en að setja aftur opnar matarumbúðir í pokann. Í bakpokaferðum einblín- ir maður líka á mat sem er léttur en vill samt fá kolvetni, fitu og prótein í hverri máltíð. Oftar en ekki snýst það því meira um að verja matinn fyrir hnjaski en fyrir hita. Margir félagar mínir úr björgunarsveitum nota ein- faldlega gömul ísbox til þess.“ Er eitthvað sem ekki má gleyma að taka mér sér? „„Trítið“. Útilegumatur einkenn- ist af takmörkunum svo smá lúxus getur breytt deginum. Í útilegunni verður maturinn að vera frekar ein- faldur og mega geymast í plastkassa, en í bakpokaferðinni erum við með pasta, hrísgrjón og þess háttar þurr- meti sem verður óspennandi með tímanum. Þá er alveg nauðsyn- legt að eiga einhvers staðar rúsínu í pylsuendanum. Ég þekki einn sem tók alltaf með sér jólaköku og app- elsín, jafnvel upp á jökul, til að hafa sem eftirrétt eftir erfiðasta hluta ferðarinnar. Sumir eru með flösku af uppáhaldsgosinu sínu í sama tilgangi. Lúxusinn gæti verið góð sósa, fín glös eða hnífapör, steik eftir þriggja daga pastaát eða niður- soðnir ávextir með rjóma í eftirrétt. Allt sem fólk lætur eftir sér á þenn- an hátt lyftir upp móralnum og deg- inum öllum.“ Einn pottur fyrir margar máltíðir Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, er vön útilegum í gegnum starf sitt í skátunum, sem félagi í björgunarsveit og almennur ferðalangur. Hún er líka sérfræðingur í útileguviðbúnaði, þar á meðal mataráhöldum. Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, er vön útilegum og undirbúningi þeirra. MYND/EINKASAFN Fæst í flestum matvöru- verslunum og heilsubúðum 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 8 F -A E 7 0 1 5 8 F -A D 3 4 1 5 8 F -A B F 8 1 5 8 F -A A B C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.