Fréttablaðið - 25.07.2015, Qupperneq 26
KYNNING − AUGLÝSINGMatur í ferðina LAUGARDAGUR 25. JÚLÍ 20154
Hver eru helstu mataráhöld og ílát sem þarf að taka með sér í útilegu?
„Ég er alltaf að reyna að læra það
að pakka færri og léttari hlutum.
Yfirleitt reyni ég að velja hluti sem
hafa margþætt notagildi og þar ber
Leatherman-vasahnífurinn minn
algjörlega af. Hann var gjöf frá kon-
unni minni og fyrir utan að vera
skrúfjárn, sög, töng og margt fleira
er á honum gott hnífsblað sem er
ómissandi við eldamennsku. Næst
má kannski nefna góðan prímus.
Það fer eftir óskum hvers og eins
hvað er gott í því samhengi, en fyrir
venjulega tjaldútilegu skiptir mestu
máli að það sé auðvelt að fá eldsneyti
í prímusinn og að hann sé stöðugur.
Það er hægt að fá fína og dýra prím-
usa sem eru margir hverjir mjög
sniðugir, en sá sem ég nota mest var
frekar ódýr og kemst fyrir í vasa.
Í seinni tíð er ég líka farin að taka
með mér lítið skurðarbretti í bakpok-
anum, til að skera grænmeti og þess
háttar, því það verður hálfkauðslegt
að gera það á diski. Þá get ég líka skil-
ið grunna diskinn eftir heima í stað-
inn og bara tekið þann djúpa með.
Loks ber svo að nefna góðan pott.
Hann þyngir farangurinn, en til að fá
jafnari hita og minnka hættuna á að
maturinn brenni við þá þarf maður
að velja pottinn vel. Bakpokaferða-
langar geta eldað margra rétta mál-
tíðir upp úr einum og sama pottin-
um, svo það er allt í lagi að eyða smá
tíma og púðri í að prófa sig áfram
með rétta pottinn. Annars er al-
gengasta ástæðan fyrir viðbrennd-
um prímusmat sú að fólk notar of
mikinn hita.“
Er dýrt að koma sér upp slíkum
búnaði?
„Það er eins með útivistarbúnað-
inn og svo margt annað – það eru til
ódýrar lausnir og svo eru til dýrar
lausnir. Ég mæli nú yfirleitt með því
að fólk byrji á ódýra búnaðinum til
að öðlast reynslu og sjá hvað það er
sem því líkar eða líkar ekki. Það er
ekki til nein ein rétt leið til að fara í
fjallgöngu eða útilegu og því henta
mismunandi lausnir fyrir mismun-
andi fólk. Þegar fólk er farið að öðl-
ast reynslu og fara í sérhæfðari ferð-
ir má svo íhuga að uppfæra í dýrari
græjur ef þörf er á því. Sannast sagna
held ég líka að fólk eyði oft miklum
peningum í hluti sem það notar svo
sáralítið eða ekkert, og það á alveg
líka við um útivistarbúnað.“
Er óhætt að kveikja upp í einnota
grilli úti í náttúrunni?
„Nú er ekki víst að allir séu sam-
mála mér, en ef farið er að öllu með
gát ætti það að vera hættulaust. Það
er fátt betra í útilegu en góður grill-
matur! Á sumum svæðum er bann-
að að vera með slík grill, og vitaskuld
á að virða það, en annars staðar þarf
bara að hugsa vel um eldhættu og
skemmdir á gróðri. Það er ekki í lagi
að skella grillinu beint ofan á gras og
jafnvel þótt grillið sé sett upp á litla
steina getur það hitað út frá sér og
sviðið gróður. Best er að setja grillið
á steina yfir gróðurlausri jörð, í góðri
fjarlægð frá tjöldum og öðrum elds-
mat, og passa svo að farga því á rétt-
an hátt eftir notkun.“
Hvernig er best að geyma matinn
þegar maður fer í útilegu?
„Það er ekki alltaf hlaupið að því
að kæla mat á ferðalögum. Kælibox
duga eitthvað en fæst þeirra halda
ísskápshita heila helgi. Á hinn bóg-
inn er umhverfishiti ekki beinlínis
stærsta vandamálið í útilegum á Ís-
landi, svo plastkassi sem er geymd-
ur í skugga dugar fyrir flest matvæli.
Mér hefur sýnst að það borgi sig að
velja matinn með hliðsjón af þessu,
taka til dæmis frekar með sér eldað-
an kjúkling en hráan, og reyna að
pakka matnum þannig að umbúð-
irnar eru bara opnaðar einu sinni.
Þeir sem eru séðir tjalda við lítinn
læk og koma fyrir kassa í honum sem
heldur köldu.
Í bakpokaferðum er þetta jafn-
vel enn flóknara – þá er allur mat-
urinn í pokanum, innan um föt og
svefnpoka. Þá er til dæmis gott að
vera búinn að pakka fyrir hverja
máltíð, þannig að það sé til dæmis
einn plastpoki af pasta, einn plast-
poki af skornu grænmeti og einn
smurostur í eina máltíð, frekar en
að setja aftur opnar matarumbúðir
í pokann. Í bakpokaferðum einblín-
ir maður líka á mat sem er léttur en
vill samt fá kolvetni, fitu og prótein í
hverri máltíð. Oftar en ekki snýst það
því meira um að verja matinn fyrir
hnjaski en fyrir hita. Margir félagar
mínir úr björgunarsveitum nota ein-
faldlega gömul ísbox til þess.“
Er eitthvað sem ekki má gleyma
að taka mér sér?
„„Trítið“. Útilegumatur einkenn-
ist af takmörkunum svo smá lúxus
getur breytt deginum. Í útilegunni
verður maturinn að vera frekar ein-
faldur og mega geymast í plastkassa,
en í bakpokaferðinni erum við með
pasta, hrísgrjón og þess háttar þurr-
meti sem verður óspennandi með
tímanum. Þá er alveg nauðsyn-
legt að eiga einhvers staðar rúsínu
í pylsuendanum. Ég þekki einn sem
tók alltaf með sér jólaköku og app-
elsín, jafnvel upp á jökul, til að hafa
sem eftirrétt eftir erfiðasta hluta
ferðarinnar. Sumir eru með flösku
af uppáhaldsgosinu sínu í sama
tilgangi. Lúxusinn gæti verið góð
sósa, fín glös eða hnífapör, steik
eftir þriggja daga pastaát eða niður-
soðnir ávextir með rjóma í eftirrétt.
Allt sem fólk lætur eftir sér á þenn-
an hátt lyftir upp móralnum og deg-
inum öllum.“
Einn pottur fyrir margar máltíðir
Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, er vön útilegum í gegnum starf sitt í skátunum, sem
félagi í björgunarsveit og almennur ferðalangur. Hún er líka sérfræðingur í útileguviðbúnaði, þar á meðal mataráhöldum.
Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni, er vön
útilegum og undirbúningi þeirra. MYND/EINKASAFN
Fæst í flestum matvöru-
verslunum og heilsubúðum
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
8
F
-A
E
7
0
1
5
8
F
-A
D
3
4
1
5
8
F
-A
B
F
8
1
5
8
F
-A
A
B
C
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K