Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 54
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26
Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur
nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka-
safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur Lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu.
Lestrarhestur vikunnar
Bragi Halldórsson
158
Það er rétt, á neðri myndina vantar fimm hluti. Getur þú séð
hvaða hlutir það eru?
Hvað ert þú gömul Embla? Ég
er fimm ára og tíu mánaða.
Ert þú spennt að byrja í skól-
anum í haust? Ég er alveg
geggjað spennt fyrir að fara að
læra stærðfræði. Mér finnst
gaman að læra stærðfræði.
Hvað ertu búin að gera
skemmtilegt í sumar? Ég er
búin að fara í sveitina, leika
mér, fara á línuskauta og æfa
mig í því að hjóla án hjálpar-
dekkja.
Hvernig gekk að læra að
hjóla án hjálpardekkja? Bara
fínt, ég er búin að læra það.
Hvað finnst þér skemmti-
legast að gera? Mér finnst
skemmtilegast að fara í Klifur-
húsið, í sund og fara á hest-
bak.
Fórstu á hestanámskeið í
sumar? Já. Hesturinn minn hét
Stjarna. Hún var svona gullin-
brún. En hún Stjarna hún steig
á mig, það var rosa vont. En ég
sagði bara: Allt í lagi Stjarna.
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? Það er sushi, ég borðaði
það líka þegar ég var fimm ára.
Hver eru uppáhaldsdýrin þín?
Hestur og kettlingur, kettling-
ar eru svo sætir og hestar eru
líka svo sætir.
Ertu búin að fara eitthvað
til útlanda í sumar? Já, ég fór
til Grikklands. Það var rosa-
lega gaman, ég fór að synda í
djúpu lauginni og fór í stórar
rennibrautir. Það var rosalega
gaman í sveppnum. Það var
skemmtilegast í rennibrautun-
um sem fóru hraðast.
Hver á þetta flotta píanó sem
þú situr við á myndinni? Ég
fékk það þegar Eiríkur vinur minn
var að fara til Svíþjóðar og ég er
að passa það fyrir hann. Það er
rosalega gaman að spila á það.
Finnst skemmtilegast
að fara í Klifurhúsið
Embla Gísladóttir er fi mm að verða sex ára, henni fi nnst gaman að fara í Klifurhúsið,
er nýbúin að læra að hjóla án hjálpardekkja og uppáhaldsmaturinn hennar er sushi.
Hvað er skemmtilegast við bækur? Að lifa sig inn í
ævintýraheim bókanna.
Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Risa-
eðlur í Reykjavík. Hún er um risaeðlur sem rústa
Reykjavík.
Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi
hjá þér? Þegar ég var lítill voru Lúllabækurnar í
miklu uppáhaldi.
Hvers lags bækur þykir þér skemmtilegastar?
Þjóðsögur.
Í hvaða skóla gengur þú? Vesturbæjarskóla.
Ferðu oft á bókasafnið? Já, stundum. Núna um
daginn var ég í ritsmiðju hjá Ævari vísindamanni á
bókasafninu.
Hver eru þín helstu áhugamál? Að fara á hestbak
og í ferðalög– og leika við Spora, hundinn hennar
ömmu á Heiðarbæ.
Oddur Auðunsson 10 ára
PASSAR PÍANÓ Embla er að passa þetta píanó fyrir vin sinn sem er í útlöndum.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hesturinn minn
hét Stjarna. Hún var
svona gullinbrún. En hún
Stjarna hún steig á mig,
það var rosa vont. En ég
sagði bara: Allt í lagi
Stjarna.
Veldu nýtt krydd í tilveruna
Maggi býður nú þrjár nýjar kryddblöndur sem gefa
uppáhaldsréttum fjölskyldunnar ómótstæðilegt bragð.
Töfraðu fram einfalda og gómsæta rétti á augabragði.
Þátttakendur raða sér upp við hús-
vegg, nema einn sem „er hann“,
stendur fyrir framan hina og
heldur á bolta. Hann velur orð í
huganum og segir hinum hvort
það sé dýraheiti, nafn á
tónlistar manni/konu,
bíl eða hverju sem er,
kastar boltanum til
þess fyrsta í röðinni
og segir fyrsta staf-
inn í orðinu. Sá kast-
ar boltanum til baka
og giskar, ef tilgátan
er ekki rétt fær næsti
tækifæri. Ef enginn
getur rétt eru tveir fyrstu stafir
orðsins gefnir upp í næstu umferð.
Þegar einhver giskar rétt kastar
sá sem „er hann“ boltanum í jörð-
ina, kallar „hollý!“ og hleypur þar
til sá sem giskaði á orðið nær
boltanum og kallar „hú!“
Þá stoppar sá sem „er
hann“ og myndar körfu
með handleggjunum. Sá
sem er með boltann má
taka fimm risa skref og
reyna að hitta í körfuna.
Ef hann hittir fær hann
að „vera hann“ næst, og
hinn fer aftast í röðina.
Hollý hú
Útileikuril i
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
F
-6
E
4
0
1
5
8
F
-6
D
0
4
1
5
8
F
-6
B
C
8
1
5
8
F
-6
A
8
C
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K