Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 62

Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 62
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| MENNING | 34 TÓNLIST ★★★ In Kontra Pamela de Sensi og Júlíana Rún Indriðadóttir fluttu blandaða dagskrá í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þriðjudaginn 21. júlí. Kontrabassaflautan í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar hljómaði fallega en leit undarlega út. Hún var mjög löng. Svo löng að hún var brotin saman til að hljóðfæraleik- arinn næði að meðhöndla hana. Auðvitað er ekkert nýtt að það þurfi að sveigja lúðra, sem útlits- lega búa yfir fegurð og þokka. En kontrabassaflautan hér var hálf- gert umhverfisslys. Hún leit út eins og pípa sem einhver hafði unnið skemmdarverk á. Pamela de Sensi flautuleikari lék á kontrabassaflautuna á tónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöldið. Eitt af verkun- um var eftir Jónas Tómas son og hét Postlude nr. 4. Þetta var snyrtileg, stílhrein músík þar sem viðteknum venjum var snúið við. Sönglínan var djúpt í bassanum en undirleiks- hljómarnir hátt í diskanti pían- ósins. Á það spilaði Júlíana Rún Indriðadóttir. Tónlistin kom vel út, meginstefin voru falleg a þróuð af tónskáldinu, heildarmyndin sam- svaraði sér prýðilega. Tónsmíð eftir Harald Svein- björnsson skiptist í fimm hugleið- ingar sem einnig voru hrífandi. Tónmálið var dálítið rómantískt, en ekki þannig að það virkaði banalt. Það var þrungið tilfinningu, þarna voru heillandi melódíur, en inn á milli kostuleg umhverfishljóð. Haraldur mun hafa samið hugleið- ingarnar þegar hann var að verða brjálaður á ofurvinnusömum verk- tökum í næsta nágrenni. En honum greinilega tókst að umbreyta við- bjóðslegu áreiti í hástemmdan og fallegan skáldskap. Síðri var Una selva oscura eftir Oliver Kentish. Það var hugleiðing um línur úr Canto I eftir Dante Alighieri: „Um miðbik lífsferðalags okkar fannst mér ég vera í myrk- um skógi því ég hafði týnt hinni beinu leið.“ Tónlistin varð þó aldrei spennandi þrátt fyrir háleitar til- vísanir í sköpun snillingsins. Þetta voru fyrst og fremst klisjur úr tón- list frá síðustu áratugum 20. aldar- innar, sem fyrir löngu eru orðnar þreytandi. Talandi um klisjur: Pamela lék á bassaflautu stykki eftir Steingrím Þórhallsson. Það var einkennileg samsuða. Titillinn, Nautilus, vís- aði til kafbáts Nemós kafteins úr sögunni eftir Jules Verne. Verkið hljómaði eins og kvikmyndatónlist frá 1950, en framvindan var afar ósannfærandi. Fyrst kom fjör legur inngangur sem var sérkennilega snubbóttur. Síðan tók við (alveg út úr kú eftir innganginn) fremur dapurlegur og langdreginn söngur sem smám saman fikraði sig niður tónstigann. Tónlistin „sökk“ og átti þannig að líkja eftir sökkvandi kaf- bát. Því miður sukku gæði tónlist- arinnar líka. Klisjur úr eldri tón- list voru allsráðandi og útkoman var óttalega barnaleg. Ekki er heldur hægt að gefa La Primavera eftir Sigurð Sævarsson sérlega góða einkunn. Pamela spil- aði á altflautu og svokallaða hryn- stafi sem gáfu frá sér smelli. Tón- listin var flöt, lagræn vissulega en aldrei svo að það væri grípandi. Sonnettur eftir Mike Mover voru hins vegar skemmtilegar, en besta verkið á tónleikunum, Album, var eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Þar lék Pamela án Júlíönu. Í staðinn fyrir hana bárust svokallaðar tóna- lykkjur (síendurteknar hending- ar) úr hátölurum. Tónalykkjurnar voru mismunandi flaututónar, svo það var eins og tveir flautuleikarar væru að spila saman. Tónmálið var einbeitt, framvindan var eðlileg og seiðandi, þetta var magnaður kveð- skapur. Pamela spilaði ágætlega á tón- leikunum og Júlíana líka, þótt báðar væru nokkra stund að kom- ast almennilega í gang. Verst hvað dagskráin sjálf var misjöfn. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Fremur misjafnir tónleikar. Sumt var frábært, annað var slæmt. Flutningurinn var yfirleitt góður. Iðnaðarmenn gerðu tónskáld brjálað FLYTJENDURNIR „Pamela spilaði ágætlega á tónleikunum og Júlíana líka,“ segir í dómnum. „Ós er nýr félagsskapur skálda af ólíkum uppruna. Hann varð til úr ritlistarhópi sem starfaði í vetur á vegum Reykjavíkur, bók- menntaborgar UNESCO, undir handleiðslu Angelu Rowlings, kanadísks ljóðskálds sem býr hér á landi.“ Þetta segir Anna Valdís Kro, ein úr hópnum Ós sem heldur ljóðadagskrá á 4. hæð Lofts Host- els í dag klukkan 14 til 16. Dagskráin kallast Plunderverse, Reading 101. Þar lesa tvær skáld- konur upp, þær Ewa Marcinek frá Póllandi sem hefur búið á Íslandi í tvö ár og hin bandaríska Randi Stebbins sem flutti til Íslands á síðasta ári. Auk þeirra kemur fram kanadíska skáldið Gregory Betts sem nú á leið um Reykjavík. Dagskráin í dag er bara byrjun- in á starfsemi Óss, að sögn Önnu Valdísar. „Okkur dreymir um að gefa út tímarit með skrifum okkar, halda svona viðburði eins og í dag og leyfa röddum okkar að heyrast,“ segir hún. Sjálf skrifar hún ekki aðeins á íslensku held- ur kveðst vera að prófa sig áfram með enskuna og jafnvel pólsku og búlgörsku líka, enda hafi tvær úr hópnum hjálpað henni með það. Enn eru bara konur í Óshópnum en Anna Valdís segir formlegan stofnfund ekki hafa verið haldinn enn og fleiri geta bæst við. Hún hvetur sem flesta til að mæta í dag á Loft Hostel því auk þess að hlýða á upplestur gefist þar tækifæri til að spjalla. gun@frettabladid.is Nýjar raddir skálda Ljóðadagskrá með nýjum grasrótarhópi skálda og kanadískum gesti verður á Loft i Hosteli, Bankastræti 7, í dag. Stjórnandi er Anna Valdís Kro frá Lómatjörn. EIN ÚR ÓSHÓPNUM Anna Valdís ætlar að vera kynnir á ljóðadagskránni í dag en hún yrkir og skrifar á nokkrum ólíkum tungumálum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Verðlaunin Ísnálin (The IcePick) eru veitt fyrir bestu þýddu glæpa- söguna á íslensku þar sem góð saga og góð þýðing fara saman. Tilnefndar í ár eru: Afturgangan (Gjenferd) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnars- sonar. Alex (Alex) eftir Pierre Le- maitre í þýðingu Friðriks Rafns- sonar. Blóð í snjónum (Blod på snø) eftir Jo Nesbø í þýðingu Bjarna Gunnarssonar. Konan í lestinni (The Girl on the Train) eftir Paulu Hawkins í þýðingu Bjarna Jónssonar. Syndlaus (I grunden utan skuld) eftir Vivecu Sten í þýðingu Elínar Guð- mundsdóttur. Þ et ta er a nnað á r ið sem verðlaunin verða veitt en að þeim standa Ice- land Noir glæpasagnahátíðin, Hið íslenska glæpafélag og Bandalag þýðenda og túlka. Bestu þýddu glæpa- sögurnar á íslensku Tilnefningar til Ísnálarinnar 2015 liggja fyrir. MENNING 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -B 8 5 0 1 5 8 F -B 7 1 4 1 5 8 F -B 5 D 8 1 5 8 F -B 4 9 C 2 8 0 X 4 0 0 9 B F B 0 7 2 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.