Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 25.07.2015, Blaðsíða 66
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 38 Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er. Hilmar Örn Jónsson, FH. visir.is Meira um leiki helgarinnar á íþróttavef Vísir. FRJÁLSAR Hápunktur frjálsíþrótta- tímabilsins hér innanlands verð- ur um helgina þegar Meistara- mót Íslands fer fram í 89. sinn. Að þessu sinni verður mótið hald- ið á Kópavogsvelli en alls eru 365 keppendur frá nítján íþróttafélög- um skráðir til leiks. Nánast allt sterkasta frjáls- íþróttafólk landsins tekur þátt í mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson eru ekki með, en flestir aðrir afreks- menn í íþróttinni eru skráðir til leiks. „Eitt af aðalmarkmiðum sum- arsins hjá keppendunum er að ná hámarksárangri á þessu móti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hjá Ármanni. „Það er frábært að svo margir öflugir séu með, ekki síst fyrir þann hóp íþróttamanna sem er rétt á eftir þeim bestu.“ Léttir að ná löngu kasti Hilmar Örn Jónsson sleggjukast- ari stefnir á að bæta sig á mótinu en aðeins eru örfáir dagar síðan hann bætti sex ára gamalt Norður- landamet nítján ára og yngri í greininni með kasti upp á 79,81 m á móti á heimavelli sínum í Kapla- krika. Það var sárabót fyrir Hilmar Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann gerði þrívegis ógilt í forkeppninni. Ekkert kastanna hans komst úr búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann sex sinnum og aldrei undir 75 m. „Það var léttir að ná þessu kasti,“ segir Hilmar við Frétta- blaðið um metkastið sitt. „Þetta var búið að liggja lengi á mér og ég vissi að ég gæti þetta.“ Erfitt að vera sigurstranglegur Hann segir að það hafi heilmargt farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég hef tekið þátt í stórum mótum áður en aldrei þótt jafn sigurstrang- legur og nú. Það er allt öðruvísi að keppa á stórmótum þegar maður á góðan séns á verðlaunum,“ segir hann. „Þetta var helvítis klúður. En það er bara eins og það er – maður kemur sterkari til baka.“ Hilmar er á sínu síðasta ári í unglingaflokki og þar með að kasta með 6,0 kg sleggju. Hann kastar alfarið með fullorðins- sleggju frá og með næsta tímabili en hún er 7,26 kg. „Ég ætla bara að láta vaða um helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir á að bæta sig með fullorðinssleggj- unni um helgina. „Fyrir tíma- bilið setti ég mér það markmið að kasta 150 m samanlagt með báðum sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m með stóru sleggjunni til að ná því,“ segir Hilmar sem á best 69,31 m með stærri sleggjunni. Vonast eftir stóru stökki Hafdísar Gunnar Páll reiknar fremur með því að sjá bætingu í kastgreinum en í hlaupagreinum, enda erfitt fyrir bestu hlaupara landsins að fá samkeppni innanlands. Einnig hefur hann trú á því að Hafdís Sigurðardóttir geti náð góðum árangri í langstökki. „Hún hefur verið afar stöðug í sumar og verið mikið á milli 6,30 og 6,45 m. Það gæti verið komið að því um helgina að hún hitti á eitt verulega stórt stökk,“ segir Gunnar Páll. Fylgst verður náið með mótinu á íþróttavef Vísis alla helgina. eirikur@frettabladid.is Vissi að ég gæti þetta Hilmar Örn Jónsson bætti Norðurlandamet unglinga í sleggjukasti í vikunni og vonast eft ir enn frekari bætingu í Meistaramótinu í frjálsíþróttum um helgina. Flest af sterkasta frjálsíþróttafólki landsins tekur þátt í mótinu í Kópavogi. STEFNIR LANGT Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ ➜ STYRKLEIKAFLOKKARNIR 1. fl.: Þýskaland, Belgía, Holland, Portúgal, Rúmenía, England, Wales, Spánn og Króatía. 2. fl.: Slóvakía, Austurríki, Ítalía, Sviss, Tékk- land, Frakkland, Ísland, Danmörk og Bosnía. 3. fl.: Úkraína, Skotland, Pólland, Ungverja- land, Svíþjóð, Albanía, Norður Írland, Serbía og Grikkland. 4. fl.: Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Írland, Noregur, Búlgaría, Færeyjar, Svartfjallaland og Eistland. 5. fl.: Kýpur, Lettland, Armenía, Finnland, Hvíta-Rússland, Makedónía, Aserbaídsjan, Litháen og Moldóva. 6. fl.: Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein, Georgía, Malta, San Marínó, og Andorra.GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON GOLF Axel Bóasson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur eru með forystu á Íslandsmótinu í höggleik þegar tveimur hringjum er lokið af fjórum. Þriðji dagurinn verður spil- aður í dag, en leikið er á Garðavelli á Akranesi. Sunna hefur verið allra kvenna stöðugust, en hún spilaði á pari vallarins í gær eftir að vera einum undir eftir fyrsta hring og er í heildina á einum undir pari. Hún er með fjögurra högga forskot á Signýju Arnórsdóttur, GK, og Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem er að spila á heima- velli. Báðar eru þær á þremur höggum yfir pari. Axel Bóasson er með tveggja högga forskot í karla- flokki eftir að hafa spilað á 69 höggum í gær, en Ragnar Már Garðarsson, GKG, og Þórður Rafn Gissurarson, GR, eru í 2.-3. sæti á fjórum höggum undir pari. Vísir verður með beina textalýsingu frá þriðja hringnum í dag og lokahringnum á sunnudaginn. Sunna og Axel í forystu á Skaganum FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeist- arar Stjörnunnar fá tækifæri til að verja bikarmeistaratitilinn en Stjarnan vann Fylki, 2-1, í framlengdum leik á Fylkisvell- inum í gærkvöldi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Fylki yfir í fyrri hálfleik en hin brasilíska Francielle Manoel Alberto tryggði Stjörnunni framlengingu. Það var svo í henni sem Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði sigurmarkið á 97. mínútu leiksins. Í dag mætast svo Selfoss og Valur í seinni undanúrslitaleiknum. - tom Rúna Sif skaut Stjörnunni í úrslit TILÞRIF Rúna Sif Stefánsdóttir, sem skaut Stjörnunni í úrslitaleikinn, sýnir hér glæsileg tilþrif gegn Fylki í Árbænum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ SPORT FÓTBOLTI Það dregur til tíðinda í dag er dregið verður í undan- keppni HM 2018. Úrslita- keppnin fer fram í Rússlandi en drátturinn fer fram í Kon- stantin ovsky-höllinni í Sankti Pétursborg. Ísland verður í fyrsta sinn í öðrum styrk- leikaf lokki fyrir undan keppni stórmóts en, þökk sé góðum árangri undan farinna ára, staða Íslands á styrkleikalista FIFA hefur aldrei verið betri. Til samanburðar má nefna að Ísland var í sjötta og neðsta styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM 2014 en komst engu að síður alla leið í umspil þar sem strákarnir okkar töpuðu fyrir Króatíu. Athöfnin hefst klukkan 15.00 í dag að íslenskum tíma en fylgst verður með henni á Vísi. - esá Ísland aldrei í betri stöðu en nú Dregið í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Sankti Pétursborg í Rússlandi. ÚRSLIT BORGUNARBIKAR KVENNA UNDANÚRSLIT FYLKIR - STJARNAN 1-2 (E. FRAML.) 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (42.), 1-1 Francielle Manoel Alberto (70.), 1-2 Rúna Sif Stefánsdóttir (97.). LEIKIR HELGARINNAR BORGUNARBIKAR KVENNA Selfoss - Valur laugardag kl. 14.00 PEPSI-DEILD KARLA Valur - Víkingur laugardag kl. 16.30 Stjarnan - ÍBV sunnudag kl. 17.00 Fylkir - Fjölnir sunnudag kl. 19.15 ÍA - Leiknir sunnudag kl. 19.15 1. DEILD KARLA Fram - Þór laugardag kl. 14.00 BÍ/Bolungarvík - Þróttur laugardag kl. 14.00 FRJÁLSAR Aníta Hinriks dóttir mun taka þátt í sterku móti í Belgíu í byrjun næsta mánaðar að sögn þjálfara hennar, Gunnars Páls Jóakimssonar. Anítu tókst ekki að verja Evrópu meistaratitil sinn nítján ára og yngri fyrr í mánuðinum en eftir mótið sagði Gunnar Páll að stefnt væri að því að finna mót fyrir hana með sterkari andstæð- ingum. „Þarna verða keppendur sem eru að hlaupa undir og í kringum tvær mínútur,“ segir hann en Íslandsmet Anítu er 2:00,49 mínútur og var sett árið 2013. Lágmarkið fyrir HM í Kína í sumar er 2:01,00. „Ég vona að Aníta nái lágmarkinu. Við stefnum að því.“ - esá Aníta stefnir á HM-lágmarkið 2 4 -0 7 -2 0 1 5 2 1 :5 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 8 F -9 F A 0 1 5 8 F -9 E 6 4 1 5 8 F -9 D 2 8 1 5 8 F -9 B E C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.