Fréttablaðið - 25.07.2015, Síða 66
25. júlí 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 38
Þetta var helvítis
klúður. En það er bara
eins og það er.
Hilmar Örn Jónsson, FH.
visir.is
Meira um leiki helgarinnar á
íþróttavef Vísir.
FRJÁLSAR Hápunktur frjálsíþrótta-
tímabilsins hér innanlands verð-
ur um helgina þegar Meistara-
mót Íslands fer fram í 89. sinn.
Að þessu sinni verður mótið hald-
ið á Kópavogsvelli en alls eru 365
keppendur frá nítján íþróttafélög-
um skráðir til leiks.
Nánast allt sterkasta frjáls-
íþróttafólk landsins tekur þátt í
mótinu. Hlaupararnir Kári Steinn
Karlsson og Hlynur Andrésson eru
ekki með, en flestir aðrir afreks-
menn í íþróttinni eru skráðir til
leiks.
„Eitt af aðalmarkmiðum sum-
arsins hjá keppendunum er að ná
hámarksárangri á þessu móti,“
segir Gunnar Páll Jóakimsson,
þjálfari hjá Ármanni. „Það er
frábært að svo margir öflugir
séu með, ekki síst fyrir þann hóp
íþróttamanna sem er rétt á eftir
þeim bestu.“
Léttir að ná löngu kasti
Hilmar Örn Jónsson sleggjukast-
ari stefnir á að bæta sig á mótinu
en aðeins eru örfáir dagar síðan
hann bætti sex ára gamalt Norður-
landamet nítján ára og yngri í
greininni með kasti upp á 79,81 m
á móti á heimavelli sínum í Kapla-
krika.
Það var sárabót fyrir Hilmar
Örn eftir vonbrigðin á EM U-19 í
Eskilstuna í Svíþjóð, þar sem hann
gerði þrívegis ógilt í forkeppninni.
Ekkert kastanna hans komst úr
búrinu. Í Kaplakrika kastaði hann
sex sinnum og aldrei undir 75 m.
„Það var léttir að ná þessu
kasti,“ segir Hilmar við Frétta-
blaðið um metkastið sitt. „Þetta
var búið að liggja lengi á mér og
ég vissi að ég gæti þetta.“
Erfitt að vera sigurstranglegur
Hann segir að það hafi heilmargt
farið úrskeiðis í Eskilstuna. „Ég
hef tekið þátt í stórum mótum áður
en aldrei þótt jafn sigurstrang-
legur og nú. Það er allt öðruvísi að
keppa á stórmótum þegar maður
á góðan séns á verðlaunum,“ segir
hann. „Þetta var helvítis klúður.
En það er bara eins og það er –
maður kemur sterkari til baka.“
Hilmar er á sínu síðasta ári
í unglingaflokki og þar með að
kasta með 6,0 kg sleggju. Hann
kastar alfarið með fullorðins-
sleggju frá og með næsta tímabili
en hún er 7,26 kg.
„Ég ætla bara að láta vaða um
helgina,“ segir Hilmar, sem stefnir
á að bæta sig með fullorðinssleggj-
unni um helgina. „Fyrir tíma-
bilið setti ég mér það markmið að
kasta 150 m samanlagt með báðum
sleggjum. Ég þarf að kasta 70,19 m
með stóru sleggjunni til að ná því,“
segir Hilmar sem á best 69,31 m
með stærri sleggjunni.
Vonast eftir stóru stökki Hafdísar
Gunnar Páll reiknar fremur með
því að sjá bætingu í kastgreinum
en í hlaupagreinum, enda erfitt
fyrir bestu hlaupara landsins að
fá samkeppni innanlands. Einnig
hefur hann trú á því að Hafdís
Sigurðardóttir geti náð góðum
árangri í langstökki.
„Hún hefur verið afar stöðug í
sumar og verið mikið á milli 6,30
og 6,45 m. Það gæti verið komið
að því um helgina að hún hitti á
eitt verulega stórt stökk,“ segir
Gunnar Páll.
Fylgst verður náið með mótinu á
íþróttavef Vísis alla helgina.
eirikur@frettabladid.is
Vissi að ég gæti þetta
Hilmar Örn Jónsson bætti Norðurlandamet unglinga í sleggjukasti í vikunni og
vonast eft ir enn frekari bætingu í Meistaramótinu í frjálsíþróttum um helgina.
Flest af sterkasta frjálsíþróttafólki landsins tekur þátt í mótinu í Kópavogi.
STEFNIR LANGT Hilmari Erni Jónssyni líður vel á heimavelli sínum í Kaplakrika en
hann vonast til að kasta langt á Meistaramótinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
➜ STYRKLEIKAFLOKKARNIR
1. fl.: Þýskaland, Belgía, Holland, Portúgal,
Rúmenía, England, Wales, Spánn og Króatía.
2. fl.: Slóvakía, Austurríki, Ítalía, Sviss, Tékk-
land, Frakkland, Ísland, Danmörk og Bosnía.
3. fl.: Úkraína, Skotland, Pólland, Ungverja-
land, Svíþjóð, Albanía, Norður Írland, Serbía
og Grikkland.
4. fl.: Tyrkland, Slóvenía, Ísrael, Írland,
Noregur, Búlgaría, Færeyjar, Svartfjallaland og
Eistland.
5. fl.: Kýpur, Lettland, Armenía, Finnland,
Hvíta-Rússland, Makedónía, Aserbaídsjan,
Litháen og Moldóva.
6. fl.: Kasakstan, Lúxemborg, Liechtenstein,
Georgía, Malta, San Marínó, og Andorra.GYLFI ÞÓR SIGURÐSSON
GOLF Axel Bóasson úr Keili og Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi
Reykjavíkur eru með forystu á Íslandsmótinu í höggleik þegar
tveimur hringjum er lokið af fjórum. Þriðji dagurinn verður spil-
aður í dag, en leikið er á Garðavelli á Akranesi.
Sunna hefur verið allra kvenna stöðugust, en hún spilaði
á pari vallarins í gær eftir að vera einum undir eftir fyrsta
hring og er í heildina á einum undir pari. Hún er með
fjögurra högga forskot á Signýju Arnórsdóttur, GK, og
Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni sem er að spila á heima-
velli. Báðar eru þær á þremur höggum yfir pari.
Axel Bóasson er með tveggja högga forskot í karla-
flokki eftir að hafa spilað á 69 höggum í gær, en Ragnar
Már Garðarsson, GKG, og Þórður Rafn Gissurarson, GR,
eru í 2.-3. sæti á fjórum höggum undir pari.
Vísir verður með beina textalýsingu frá þriðja
hringnum í dag og lokahringnum á sunnudaginn.
Sunna og Axel í forystu á Skaganum
FÓTBOLTI Íslands- og bikarmeist-
arar Stjörnunnar fá tækifæri til
að verja bikarmeistaratitilinn
en Stjarnan vann Fylki, 2-1, í
framlengdum leik á Fylkisvell-
inum í gærkvöldi. Berglind Björg
Þorvaldsdóttir kom Fylki yfir í fyrri
hálfleik en hin brasilíska Francielle
Manoel Alberto tryggði Stjörnunni
framlengingu. Það var svo í henni
sem Rúna Sif Stefánsdóttir skoraði
sigurmarkið á 97. mínútu leiksins.
Í dag mætast svo Selfoss og Valur í
seinni undanúrslitaleiknum. - tom
Rúna Sif skaut
Stjörnunni í úrslit
TILÞRIF Rúna Sif Stefánsdóttir, sem skaut Stjörnunni í úrslitaleikinn, sýnir hér
glæsileg tilþrif gegn Fylki í Árbænum í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
SPORT
FÓTBOLTI Það dregur til tíðinda
í dag er dregið verður í undan-
keppni HM 2018. Úrslita-
keppnin fer fram í Rússlandi
en drátturinn fer fram í Kon-
stantin ovsky-höllinni í Sankti
Pétursborg.
Ísland verður í fyrsta
sinn í öðrum styrk-
leikaf lokki fyrir
undan keppni stórmóts
en, þökk sé góðum
árangri undan farinna
ára, staða Íslands á
styrkleikalista FIFA hefur
aldrei verið betri.
Til samanburðar má
nefna að Ísland var í sjötta
og neðsta styrkleikaflokki
fyrir undankeppni HM
2014 en komst engu að
síður alla leið í umspil
þar sem strákarnir
okkar töpuðu fyrir
Króatíu.
Athöfnin hefst
klukkan 15.00 í dag
að íslenskum tíma
en fylgst verður með
henni á Vísi. - esá
Ísland aldrei í betri stöðu en nú
Dregið í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Sankti Pétursborg í Rússlandi.
ÚRSLIT
BORGUNARBIKAR KVENNA
UNDANÚRSLIT
FYLKIR - STJARNAN 1-2 (E. FRAML.)
1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (42.), 1-1
Francielle Manoel Alberto (70.), 1-2 Rúna Sif
Stefánsdóttir (97.).
LEIKIR HELGARINNAR
BORGUNARBIKAR KVENNA
Selfoss - Valur laugardag kl. 14.00
PEPSI-DEILD KARLA
Valur - Víkingur laugardag kl. 16.30
Stjarnan - ÍBV sunnudag kl. 17.00
Fylkir - Fjölnir sunnudag kl. 19.15
ÍA - Leiknir sunnudag kl. 19.15
1. DEILD KARLA
Fram - Þór laugardag kl. 14.00
BÍ/Bolungarvík - Þróttur laugardag kl. 14.00
FRJÁLSAR Aníta Hinriks dóttir
mun taka þátt í sterku móti í
Belgíu í byrjun næsta mánaðar
að sögn þjálfara hennar, Gunnars
Páls Jóakimssonar.
Anítu tókst ekki að verja
Evrópu meistaratitil sinn nítján
ára og yngri fyrr í mánuðinum
en eftir mótið sagði Gunnar Páll
að stefnt væri að því að finna mót
fyrir hana með sterkari andstæð-
ingum.
„Þarna verða keppendur sem
eru að hlaupa undir og í
kringum tvær mínútur,“
segir hann en Íslandsmet
Anítu er 2:00,49 mínútur
og var sett árið 2013.
Lágmarkið fyrir HM
í Kína í sumar er
2:01,00.
„Ég vona að Aníta
nái lágmarkinu.
Við stefnum að
því.“ - esá
Aníta stefnir á
HM-lágmarkið
2
4
-0
7
-2
0
1
5
2
1
:5
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
8
F
-9
F
A
0
1
5
8
F
-9
E
6
4
1
5
8
F
-9
D
2
8
1
5
8
F
-9
B
E
C
2
8
0
X
4
0
0
7
A
F
B
0
7
2
s
C
M
Y
K