Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 10
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 UTANRÍKISMÁL „Eins og skilja mátti niðurstöðu fundarins á þriðjudag- inn mátti túlka það sem svo að Atl- antshafsbandalagið væri að styðja aðgerðir gegn Kúrdum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Katrín hefur óskað eftir að utanríkismála- nefnd Alþingis fundi um stuðn- ing Atlantshafs- bandalagsins við aðgerðir Tyrk- lands á landa- mærum Sýrlands og Íraks. „Atlantshafsbandalagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting.“ Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra hefur lagt áherslu á samvinnu með Atlantshafsbanda- laginu í aðgerðum gegn ISIS en enn fremur telur hann mikilvægt að styðja við friðarviðræður Kúrda og Tyrkja. Katrín telur að í þessu felist ákveðin mótsögn. „Mér finnst mikilvægt að fá stefnu íslenskra stjórnvalda á hreint í þessu máli því það er auðvitað þversagnakennt að styðja við árás- ir gegn Kúrdum en styðja um leið friðarviðræðurnar. Ég styð þessar friðarviðræður Tyrkja og Kúrda og það hefur Evrópusambandið líka gert en ég hef áhyggjur af því að þessi stuðningur NATO við aðgerð- ir Tyrkja setji strik í reikninginn.“ Katrín segir að hún hafi þegar rætt við formann utanríkismála- nefndar og vonast er til að nefndin komi saman í næstu viku. Tyrkir hófu loftárásir gegn herskáa hluta Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og ISIS í síðustu viku. Árásirnar eru til komnar vegna árása vígamanna beggja sveita innan landamæra Tyrklands. Í gær létust tveir tyrkneskir lög- regluþjónar og tveir vígamenn Verkamannaflokks Kúrda í árás þess síðarefnda á lögreglustöð og lestarteina í Tyrklandi. Kúrdar og Tyrkir hafa átt í friðar viðræðum undanfarin tvö ár en þær eru nú runnar í sandinn. - srs Formaður Vinstri grænna hefur óskað eftir fundi utanríkismálanefndar um stuðning NATO við Tyrki: Stuðningur NATO ögri friðarviðræðunum GUNNAR BRAGI SVEINSSON ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ Katrín segir að stuðninginn mætti túlka sem stuðn- ing við aðgerðir gegn Kúrdum. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ UMFERÐARMÁL Allir fylgdu gild- andi reglum um notkun öryggis- belta í nýlegri könnun lögregl- unnar á höfuðborgar svæðinu í samvinnu við lögregluna á Suður- nesjum um öryggisbelta notkun. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skylda sé fyrir alla ald- urshópa að nota bílbelti í hópferða- bifreiðum, séu þau til staðar. Í könnuninni voru bifreiðarnar stöðvaðar á meginleiðum út frá höfuðborgarsvæðinu. Rætt var bæði við ökumenn og farþega. - ngy Allir fylgdu gildandi reglum: Fylgi reglum um öryggisbelti BÍLBELTI Það er skylda fyrir alla aldurs- hópa að nota bílbelti í hópferðabifreið- um. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atlants- hafsbanda- lagið er að lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Tyrkja sem beinast ekki síður gegn Kúrdum heldur en ISIS og það er auðvitað ákveðin breyting. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 F -1 3 C C 1 5 9 F -1 2 9 0 1 5 9 F -1 1 5 4 1 5 9 F -1 0 1 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.