Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 2
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
FJÁRMÁL Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra borg-
ar helmingi lægri upphæð í opin-
ber gjöld á þessu ári en á því
síðasta. Í ár greiðir hann um átta
milljónir króna í skatt.
Það er Austurfrétt sem grein-
ir fyrst frá málinu. Ef álagning-
arskrár á Fljótsdalshéraði, þar
sem forsætisráðherra er með
lögheimili, eru skoðaðar sést að
í ár greiðir hann 2,76 milljónir í
útsvar og 5,12 milljónir í tekju-
skatt. Á síðasta ári greiddi hann
2,3 milljónir í útsvar, átta millj-
ónir í tekjuskatt og 2,8 milljónir
í auðlegðarskatt.
Auðlegðarskatturinn var mjög
gagnrýndur í tíð síðustu ríkis-
stjórnar. Í tíð þessarar ríkis-
stjórnar rann tími hans út og var
skatturinn ekki endurnýjaður.
„Mér hefur fundist öll skatta-
stefna stjórnarinnar miða að því
að draga úr tekjujöfnunaráhrif-
um skattastefnunnar,“ segir
Katrín Jakobsdóttir formaður
Vinstri grænna. - snæ
Afnám auðlegðarskatts sparaði forsætisráðherra milljónir í opinber gjöld:
Ekki lengur á lista skattahæstu
SPARNAÐUR Á síðasta ári var Sigmundur á lista þeirra sem greiddu hæstu skattana
á Austurlandi. Nú er hann hvergi á listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
➜ Sigmundur Davíð greiðir
um helmingi minna í opin-
ber gjöld í ár en í fyrra.
LÖGREGLAN Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu verður með viðamikið
eftirlit um verslunarmannahelgina
eins og jafnan áður. Áhersla hefur
verið á eftirlit með ferðavögnum,
hraðakstri, notkun öryggisbelta og
hættulegum framúrakstri.
Slíkt eftirlit hefur verið mjög
virkt hjá lögreglu það sem af er
sumri.
Í flestum tilvikum virðast ferða-
langar því huga vel að ástandi öku-
tækja og passa að fyllsta öryggis
sé gætt að því er kemur fram í til-
kynningu frá lögreglunni. - ngy
Virkt eftirlit hjá lögreglu:
Viðamikið eftir-
lit um helgina
ÞÝSKALAND Wolfgang Schäuble,
fjármálaráðherra Þýskalands,
vill takmarka völd framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins.
Schäuble er þeirrar skoðunar
að Evrópusambandið geti ekki
bæði verið sérlegur vaktmaður
innri markaðarins á sama tíma
og pólitísk völd sambandsins
aukast.
Hann er ekki andsnúinn auknu
pólitísku hlutverki ESB en vill að
deildir innan framkvæmdastjórn-
arinnar sem snúa að innri mark-
aðnum hverfi. - srs
Minni markaðsafskipti:
Vill draga úr
áhrifum ESB
FRÉTTIR
FIMM Í FRÉTTUM ÞJÓÐHÁTÍÐ OG ÞINGVALLAERJURGLEÐIFRÉTTIN
SJÁ SÍÐU 32
VEÐUR
Norðan 5-10 m/s vestanlands í dag, annars hægari
breytileg átt. Rigning um landið norðvestanvert
og einnig við norðausturströndina. Þurrt að mestu
í öðrum landshlutum, en má búast við stöku
skúrum suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, kaldast
norðvestantil.
Páley Borgþórsdóttir,
lögreglustjóri í Vest-
mannaeyjum, brýndi
fyrir viðbragðsaðilum
í Eyjum að upplýsa
fjölmiðla ekki um
kynferðisbrot á Þjóðhátíð.
Hilmar J. Malmquist,
forstöðumaður Nátt-
úruminjasafns Íslands,
vill að gestir Þingvalla
fari á klósettið áður
en þeir fari á Þingvelli.
Hann hefur áhyggjur af skólpvatni
sem leiti í Þingvallavatn.
Runólfur Ólafsson,
framkvæmdastjóri
Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, segir
íslensku olíufélögin
bíða í lengstu lög með
að lækka eldsneytisverð.
Aldís Hafsteinsdóttir,
bæjarstjóri í Hveragerði,
segir Hvergerðinga
ákveðna í að halda
lúpínu og kerfli frá þeim
svæðum sem plönt-
urnar valdi skaða. Hún vill ekki missa
berjamóa Hvergerðinga undir lúpínu.
➜ Ólafur Örn Haraldsson, þjóð-
garðsvörður á Þing-
völlum, segir rangt
að skólpvatn leki í
Þingvallavatn. Hann
kallar málflutning
Hilmars J.
Malmquist
um vatnið
aula-
brandara.
VIÐSKIPTI Bæjarráð Hveragerðis
hefur samþykkt að veita félagi
sem hyggst byggja söluskála
undir nafninu Eden fimm mánaða
forgang að svokallaðri Tívolílóð.
Gróðrarstöðin og veitingaskál-
inn Eden brann til kaldra kola
fyrir fjórum árum, þann 22. júlí
2011, og lauk þar langri sögu
þessa vinsæla söluskála.
Að því er fram kemur í erindi
til bæjaryfirvalda í Hveragerði er
nú hafinn undirbúningur að upp-
byggingu og rekstri fjölnota húss
í Hveragerði undir merkjum Eden
Geothermal Centre. Rekstrar-
félagið Eden ehf. hyggist standa
fyrir rekstri á fjölnota byggingu
í Hveragerði og hafi í því sam-
bandi undirritað vilja yfirlýsingu
um byggingu og leigu á slíku húsi.
Byggingin verði allt að 2.500 fer-
metrar, þar af átta hundruð fer-
metra „trop ical“ gróðurhús.
Segir í bréfinu að miðað sé við
að húsið verði tilbúið til opnunar
í apríl 2017. „Reiknað er með að í
húsinu verði unnin allt að 100 árs-
verk,“ segir um umfang reksturs-
ins.
Þá segir að forsenda fyrir því
að verkefnið verði að veruleika
sé að Hveragerðisbær veiti fimm
mánaða forkaupsrétt á Tívolí-
reitnum. „Jafnframt er óskað
eftir því að félagið fái leyfi
Hveragerðisbæjar til að nota
nafnið Eden á starfsemina enda
verði starfsemin í samræmi við
starfsemi sem áður var í Eden,“
segir í erindinu.
Bæjarráðið segir þessi áform
samræmast vel þeim hugmyndum
sem margir bæjarbúar og bæjar-
stjórn hafi haft um endurupp-
byggingu Eden í bæjarfélaginu.
Undirbúningshópnum sé veitt-
ur forgangur að Tívolíreitnum í
fimm mánuði.
„Verði hugmyndir þeirra að
veruleika í þeirri mynd sem þær
eru hér settar fram er bæjar-
ráð tilbúið til að veita heimild til
notkunar á Eden nafninu fyrir
starfsemina,“ segir bæjarráðið í
samþykkt sinni.
gar@frettabladid.is
Eden rís úr öskunni á
Tívolílóð í Hveragerði
Fjórum árum eftir að blóma- og veitingaskálinn Eden brann í Hveragerði er áformað
að reisa slíkan skála að nýju með sama nafni á svokallaðri Tívolílóð andspænis
gömlu Edenlóðinni. Gert er ráð fyrir eitt hundrað ársverkum í nýju Eden.
TIVOLÍLÓÐIN Þar sem tívolí stóð áður í
Hveragerði vilja menn reisa nýja Eden í
stað þeirrar sem áður stóð á lóðinni til
hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EDEN SEM VAR Stórbruni batt enda á sögu Eden. Nú vilja nýir aðilar taka upp þráð-
inn að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Mallorca
20. ágúst í 2 vikur
Verð frá
*á mann í tvíbýli með hálfu fæði á Hótel
JS Palma Stay. Gullfallegt og endurnýjað
hótel sem er eingöngu fyrir fullorðna.
Hótelið er á Playa de Palma ströndinni
og örstutt er inn í Palma-borg.
179.900 kr.*
Miðbær Reykjavíkur
iðaði af lífi síðustu
helgi þegar Druslu-
gangan var farin í
fimmta sinn. „Þetta
gekk eins og í
draumi og það
heppnaðist allt
ótrúlega vel,“
segir Sunna
Ben, ein skipu-
leggjenda.
Druslugangan aldrei
fjölmennari
Verði hugmyndir
þeirra að veruleika í þeirri
mynd sem þær eru hér
settar fram er bæjarráð
tilbúið til að veita heimild
til notkunar á Eden
nafninu.
Bæjarráð Hveragerðis
BÚRMA Gríðarlegar rigningar hafa valdið flóðum og aurskriðum á
stórum landsvæðum í Búrma. Yfirvöld í landinu áætla að á bilinu
67 þúsund til 110 þúsund manns hafi orðið fyrir alvarlegum áföllum
vegna flóðanna.
Sérstakar áhyggjur ríkja vegna Rakhine-héraðs þar sem búist er
við stormi frá Bangladess. Í héraðinu búa hundrað þúsund manns við
slæmar aðstæður í hálfgerðum flóttamannabúðum.
Forseti Búrma sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að nokk-
ur héruð landsins væru nú skilgreind sem hamfarasvæði. Forsetinn
hefur setið undir mikilli gagnrýni fyrir að grípa seint inn í aðstæður
og veita fólki sínu litla aðstoð.
Flóðin hafa skemmt ræktarland, brýr, lestarteina, vegi og hús. - snæ
Forseti skilgreinir nokkur héruð landsins sem hamfarasvæði:
Flóðin í Búrma sækja í sig veðrið
YANGON-HÉRAÐ Hér sést fólk á svæði sem er illa leikið eftir monsúnregn.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
E
-D
D
7
C
1
5
9
E
-D
C
4
0
1
5
9
E
-D
B
0
4
1
5
9
E
-D
9
C
8
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K