Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 35
| ATVINNA | – Tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling - Leikskólastjóri í Krakkaborg umsóknarfrestur til 11. ágúst 2015 Flóahreppur auglýsir eftir leikskólastjóra við leikskólann Krakkaborg. Um er að ræða 100% starf. Laun og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttar- félags. Leikskólinn Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli sem þjónar um 45 börnum frá 9 mánaða aldri til 6 ára aldurs. Starfsemi leikskólans fer fram í nýju, mjög rúmgóðu húsnæði í Þingborg við Suðurlandsveg. Leitað er að starfsmanni með leikskólakennaramenntun eða aðra uppeldismenntun og reynslu af starfi innan leikskóla. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Gerð er krafa um: • Leikskólakennaramenntun eða aðra uppeldismenntun. • Menntun og/eða reynslu af stjórnun og rekstri sbr. 10. gr. laga nr. 87/2008. • Góða skipulagshæfileika. • Sjálfstæði í vinnubrögðum. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Starfssvið: • Stjórn og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri. • Fagleg forysta. • Ráðningar og stjórnun starfsfólks. • Vinna með starfsfólki að markmiðum leikskólans. Lögð er áhersla á : • Að börnin þroskist og dafni í í leik og starfi. • Að börnin fái verkefni við hæfi hvers og eins. • Gott samstarf og samvinnu við forráðamenn og íbúa sveitarfélagsins. • Gott samstarf við grunnskóla sveitarfélagsins, Flóaskóla. Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri Flóahrepps, Eydís Þ. Indriðadóttir í síma 480 4370, netfang: floahreppur@floahreppur.is og formaður fræðslunefndar, Hilda Pálmadóttir í síma 856-4979 Umsóknum skal skila fyrir 11. ágúst 2015, á skrifstofu sveitarfélagsins, Þingborg, 801 Selfoss, eða á netfangið; floahreppur@floahreppur.is. Umsóknir skulu merktar „Leikskólastjóri” ICELANDIC TOURIST STOFA BOARD P O R T h ön n u n UMHVERFISSTJÓRI FERÐAMÁLASTOFU Ferðamálastofa óskar eftir að ráða umhverfisstjóra í 100% starf. Umhverfisstjóri heyrir undir stjórnsýslu- og umhverfissvið, en starfstöð getur verið í Reykjavík eða á Akureyri. Laun eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Starfssvið m.a.: • Mat á umsóknum og önnur fagleg þjónusta Ferðamálastofu vegna Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. • Umsagnir um þingmál, skipulagsmál og önnur erindi er varða starfssvið umhverfisstjóra. • Verkefni sem tengjast ferðamannaleiðum, t.d. göngu- og hjólaleiðum. • Umsjón með útgáfu- og fræðslumálum Ferðamálastofu er snerta umhverfis- og skipulagsmál á sviði ferðaþjónustu. • Ábyrgð á umhverfisstefnu Ferðamálastofu Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði skipulagsmála, byggingaframkvæmda eða hönnunar áfangastaða. • Framhaldsmenntun á sviði umhverfismála er æskileg. • Reynsla af ferðaþjónustu- eða útivistarframkvæmdum er æskileg. • Reynsla af styrkúthlutunum og eftirfylgni við styrkúthlutanir æskileg. Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu norðurlandamáli er æskileg, sem og góð tölvuþekking, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og umhverfissviðs (helena@ferdamalastofa.is), en upplýsingar um starfsemi Ferðamálastofu er að finna á samskiptavef stofnunarinnar, www.ferdamalastofa.is. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2015 og er óskað eftir því að viðkomandi einstaklingur geti hafið störf í september. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast með tölvupósti á upplysingar@ferdamalastofa.is eða á skrifstofu Ferðamálastofu, Geirsgötu 9, 101 Reykjavík og vera merktar “Umhverfisstjóri“. Ekki er um sérstök umsóknareyðublöð að ræða, en öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um starfið hefur verið tekin. Geirsgata 9 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 Hafnarstræti 91 | 600 Akureyri | Sími 535-5510 REYKJAVÍK Klettagörðum 25 Sími 5 200 800 SELFOSSI Eyrarvegi 67 Sími 4 800 600 AKUREYRI Draupnisgötu 2 Sími 4 600 800 REYÐARFIRÐI Nesbraut 9 Sími 4 702 020 REYKJANESBÆ Hafnargötu 52 Sími 4 207 200 Johan Rönning óskar eftir að ráða starfsmann í þjónustudeild fyrirtækisins að Klettagörðum 25 Reykjavík. Þjónustudeild sér um alla umsýslu á vörum félagsins gagnvart viðskiptavinum og útibúum. Um er að ræða framtíðarstarf þar sem viðkomandi hefur möguleika á að vinna sig upp innan fyrirtækisins. Starfið: • Tiltekt og frágangur á pöntunum • Samskipti við viðskiptavini • Önnur tilfallandi störf innan þjónustudeildar Upplýsingar um starfið veitir Hallur Vilhjálmsson þjónustustjóri á hv@ronning.is. Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst. Johan Rönning hf. var stofnað árið 1933. Fyrirtækið er leiðandi á sviði rafbúnaðar og rekur jafnframt verslunar- og þjónustufyrirtækin Sindra og Hebron. Hjá félaginu starfa 75 starfsmenn í Reykjavík, Hafnarfirði, Selfossi, Fjarðarbyggð, Reykjanesbæ og á Akureyri. Höfuðstöðvar félagsins eru að Klettagörðum 25 í Reykjavík. Johan Rönning hf. er þekkt sem góður og eftirsóttur vinnustaður. Starfsmaður þjónustudeild www.ronning.is HAFNARFIRÐI Bæjarhrauni 12 Sími 5 200 800 Hæfniskröfur: • Öguð og áreiðanleg vinnubrögð • Rík þjónustulund • Samskiptahæfni • Lyftararéttindi kostur PIPA R\TBW A - SÍA - 153551 sími: 511 1144 Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra PA - Personal Assistant Óskað er eftir PA til að annast ýmis málefni fyrir hönd eigenda og framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa menntun á sviði viðskipta og góða kunnáttu í notkun á Excel og Power Point. Umsóknir sendist á jobs@avijet.is LAUGARDAGUR 1. ágúst 2015 9 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -F 6 2 C 1 5 9 E -F 4 F 0 1 5 9 E -F 3 B 4 1 5 9 E -F 2 7 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.