Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 16
Tónlistarhátíðin Innipúkinn er
haldin í fjórtánda sinn í ár, líkt
og í fyrra verður sérstakt úti-
svæði þar sem margt verður um
að vera, meðal annars fatamark-
aður, ljóðalestur, Pub-Quiz, fjöldi
matarvagna og plötusnúðar þeyta
skífum.
„Þetta var frábært í fyrra og þá
var útisvæðapælingin tekin upp
á hærra plan og við höldum því
áfram. Það er auðvitað þversögn
út af fyrir sig að vera með úti-
svæði á Innipúkanum. En það eru
einhverjir sem bara geta ekki án
grass verið og verða að finna lykt-
ina af nýslegnu grasi yfir verslun-
armannahelgina og við erum að
þjónusta þennan hóp,“ segir Ásgeir
Guðmundsson, einn af skipuleggj-
endum hátíðarinnar í ár, glaður í
bragði.
Fjöldi tónlistarmanna kemur
fram um helgina, meðal annars
Gísli Pálmi, Sturla Atlas og Steed
Lord í kvöld og á morgun Sóley,
Mammút og Teitur Magnússon
auk fleiri.
„Við erum mjög spenntir, þetta
verður stórkostleg helgi. Innipúk-
inn stendur alltaf fyrir sínu og
hefur verið í stöðugri uppbygg-
ingu í fjórtán ár. Fólk skemmtir
sér vel og fallega á Innipúkanum.
Þetta er fullkomin afsökun til þess
að segja nei við hræðilegum hug-
myndum um að fara út á land í úti-
legu,“ segir Ásgeir og hlær.
Annað kvöld verður hátíðinni
lokað með balli. „Hljómsveitin
Babies lokar helginni með Inni-
púkaballinu í ár og heldur stemn-
ingunni uppi langt fram á kvöld.
Þau geta spilað endalaust, öll þessi
helstu lög og það er engin leið að
hreyfa sig ekki og brosa ekki
þegar þau eru með ball,“ segir
Ásgeir og bætir við að hljómsveit-
in hafi verið við stífar æfingar
undanfarið og spili fullt af nýjum
lögum.
Ásgeir segir skipuleggjendur
stilla miðaverði í hóf eins og hægt
er.
„Við erum með góða bakhjarla,
Símann, Vífilfell og GoMobile
sem aðstoða okkur. Við reynum að
fá aðstoð og láta listamennina fá
sem allra mest. Hagnaður hátíðar-
innar splittast jafnt á öll böndin,
alveg sama hvað þú ert stórt nafn.
Það er ekkert annað en tónlistin í
forgrunni.“
Nánari dagskrá er hægt að nálg-
ast á Facebook-síðu Innipúkans og
miða er hægt að kaupa á vefsíð-
unni Midi.is en hátíðarpassinn er
á 6.990 krónur og miði á stök kvöld
á 3.990 en Innipúkinn verður hald-
inn á skemmtistöðunum Húrra og
Gauknum við Tryggvagötu.
Skemmta sér vel og fallega
Tónlistarhátíðin Innipúkinn fer fram í fj órtánda sinn um helgina og lokið hefur verið við að tyrfa útisvæðið.
ALLT Á FULLU Undirbúningur fyrir hátíðina var í fullum gangi þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði en á útisvæðinu verður fjölbreytt dagskrá um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Níels Thibaud Girerd
sjónvarpsmaður
Tærnar upp í loft
Planið mitt um helgina er mögulega,
ég ítreka mögulega, að vera með
tærnar upp í loft og horfa á Mummy-
kvikmyndirnar. Eða slaka á með
öðrum hætti. Ég fer allavegana ekki á
Þjóðhátíð.
Illugi jökulsson
fjölmiðlamaður
Beitiskipaútgerð
„Ég ætla að rifja upp gamlan fróðleik
um beitiskipaútgerð Breta í síðari
heimsstyrjöldinni. Betur er ekki hægt
að eyða þessari helgi.“
Kökur
¾ bollar Kornax-hveiti
1 tsk. lyftiduft
1/3 bolli mjólk
1 tsk. vanilludropar
2 eggjahvítur
3 msk. mjúkt smjör
1/4 bolli sykur
1/8 bolli sýrður rjómi
6 stk. Lindt-trufflur (skornar í tvennt)
Hitið ofninn í 170°C. Stífþeytið
eggjahvíturnar í hreinni skál.
Hrærið hveiti og lyftiduft saman í
annarri skál. Blandið mjólk og van-
illudropum í enn annarri skál.
Hrærið saman smjör og sykur í fjórðu
skálinni. Bætið sýrða rjómanum út í
og hrærið vel.
Skiptist síðan á að blanda mjólkur-
og hveitiblöndunni saman við smjör-
blönduna. Að lokum er eggjahvít-
unum blandað varlega saman við
með sleikju.
Setjið í form og bakið í 15 til 20
mínútur. Á meðan er gott að skera
Lindt-trufflurnar í tvennt.
Skerið lítið X ofan í hverja bollaköku
um leið og þið takið úr ofni. Þrýstið
Lindt-trufflu ofan í. Kælið kökurnar
alveg áður en kremið er sett á.
Krem
60 g hvítt súkkulaði
110 g mjúkur rjómaostur
30 g mjúkt smjör
1 tsk. vanilludropar
1 bolli flórsykur
Bræðið hvíta súkkulaðið og leyfið því
að kólna í þrjár mínútur.
Blandið síðan öllum hráefnum saman.
Bestu bollakökur í heiminum
Lilja Katrín Gunnarsdóttir á blaka.is býr til bestu bollakökurnar, að eigin sögn.
ELEGANT BOLLAKÖKUR Lilja katrín er
liðtæk í eldhúsinu. AÐSEND MYND/FRÉTTABLAÐIÐ
Una Stefánsdóttir tónlistarkona
Kósí í bænum
Þetta verður reykvísk verslunarmannahelgi í ár.
Ég og maðurinn minn erum bæði að vinna
yfir helgina þannig að planið er að gera það
í rólegheitunum og kíkja í sund. Svo er ég
spennt fyrir Innipúkanum og ætla að reyna
kíkja og sjá einhver bönd. Annars finnst
mér alltaf mjög kósí að vera í bænum
yfir versló, mér finnst oft vera rólegra
tempó yfir borginni en venjulega.
Margeir Steinar Ingólfsson
plötusnúður
Möguleg mannlífs-
rannsókn í Dalnum
Ég er að fara til Eyja. Samt ekki á
Þjóðhátíð. Ekki nema einhver rétti mér
armband, en þá nýti ég tækifærið og
framkvæmi mannlífsrannsókn í Dalnum.
NÝDÖNSK SPILAR
á Þjóðhátíð í Eyjum.
INNIPÚKANN í Reykjavík
þar sem verður mikið um
dýrðir.
BLENDED á Stöð 2 um
helgina með Drew Barrymore í
aðalhlutverki.
LJÓS AF HAFI eftir M.L.
Stedman í þýðingu Guðna
Kolbeinssonar.
HELGIN
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
9
E
-D
8
8
C
1
5
9
E
-D
7
5
0
1
5
9
E
-D
6
1
4
1
5
9
E
-D
4
D
8
2
8
0
X
4
0
0
1
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K