Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 54
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 34 Vigdís Linda Jack er deildarstjóri heilsulindar hjá Aðventkirkjunni og hefur hún verið að skipuleggja ásamt Adrian Lopez, manni sínum, Heilsu Expó sem verður í gangi í haust. Markmiðið er að leggja áherslu á heilsuna og gefa fólki kost á að fara í alls konar mælingar ókeypis. „Við erum að reyna að fá fólk til þess að taka heilsuna í sínar eigin hendur. Þetta mun heita Heilsu Haust 2015 og verður einu sinni í mán- uði frá ágúst til nóvember. Ég held að þessi sýning eigi eftir að gera Íslendingum gott.“ Fyrsta sýningin verður nú á sunnudag- inn í Hlíðardalssetrinu í Ölfusi og stendur frá klukkan tvö til fimm. Það er frítt inn og mæl- ingar og upplýsingabæklingar eru fríir fyrir gesti og gangandi. „Það eru 10 ár frá því að sýn- ing í líkingu við þessa hefur verið hér á landi. Þetta er haldið um allan heim og kominn tími til þess að halda heilsusýningu hér. Þetta verður sett þannig upp að það verða átta básar sem fólk mun labba um. Þeir snerta allir mismunandi viðfangsefni. Einn mun fjalla um næringu, annar um loft og enn annar um vatn og þar fram eftir götunum. Fólk getur farið í mælingu í hverjum bás fyrir sig. Við munum mæla súrefni, blóðþrýsting, blóðsykur og margt fleira.“ Sýningin á sér erlenda fyrir- mynd en það eru aðeins Íslend- ingar sem koma að henni. Aðventkirkjan er í samstarfi við hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og lækna og nokkur fyrir tæki sem munu lána ýmis tæki og tól til mælinga. - gj Heilsusýning í fyrsta sinn í áratug Heilsu Haust 2015 eru sýningar þar sem allir geta mætt og fengið mælingar og upplýsingar um allt sem viðkemur heilsunni og heilbrigðum lífsstíl. SKIPULEGGJENDUR Adrian og Vigdís skipuleggja sýninguna á vegum Aðventkirkjunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og af því tilefni fara þar fram heljarinnar tónleikar á sunnudaginn. „Þarna munu menn og dýr syngja og dansa saman,“ segir Stuðmað- urinn Jakob Frímann Magnússon, en hann kemur fram á tónleikum með hljómsveit sinni, Jack Magnet Quintet, og þá mun hann einnig spila með reggíhljómsveitinni AmabaDama. Jakob Frímann og reggísveitin hafa leitt saman hesta sína að undanförnu og komu fram á Inni- púkanum í gær. „Við vorum búin að æfa þetta fína pró- gramm fyrir Innipúkann og nú flytjum við það fyrir annan markhóp. Þarna er líklega breiðasti aldurshóp- ur landsins af gestum á tónleikum um helgina. Þarna verða foreldrar með börn frá eins árs aldri og svo foreldrar með foreldra, aldurs- hópurinn er líklega frá eins árs til hundrað ára,“ segir Jakob. Hann hefur oft komið fram á tónleikum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum með Stuðmönnum og hefur miklar mætur á garðinum græna. „Laugardalurinn, þessi fallegi græni staður, er full- komin umgjörð um svona tónleika- hald þar sem tónleikar eru í for- grunni en ekki Bakkus. Á svona hátíðum er Bakkus gjarnan að skemmta og tónlist til kryddunar. Þessi iðgræni skógivaxni dalur hefur góð áhrif og dýrin þar eru á besta mögulega staðn- um. Þetta er öruggur staður til að vera á.“ Á tónleikunum koma einnig fram söng- konurnar Dísa, dóttir Jakobs, og Glowie sem syngur eitt vinsælasta lag lands- ins í dag, No more. Tónleikarnir hefjast klukkan 14.30 á sunnudag. - glp Menn og dýr syngja saman Mikil tónleikaveisla í tilefni 25 ára afmælis Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. AFMÆLI Mikil gleði verður í garðinum um helgina. KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA SPARBÍÓ VARIETY CHICAGO SUN TIMES FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR AVENGERS OG GUARDIANS OF THE GALAXY EMPIRE TOTAL FILMVARIETY HITFIX THE HOLLYWOOD REPORTER VARIETY SÝND KL. 2 SÝND KL. 2SÝND KL. 1:45 SÝND Í 2D SÝND Í 2D ÍSL TAL ÍSL TAL TILBOÐ KL 1:45 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 POWERSÝNING KL. 10:35 SÝND MEÐ ÍSL OG ENS TALI OPIÐ ALLA VERSLUNARMANNAHELGINA! SÝNINGARTÍMA MÁ FINNA INNÁ MIDI.IS OG LAUGARASBIO.IS Góða skemmtun í bíó 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 F -0 4 F C 1 5 9 F -0 3 C 0 1 5 9 F -0 2 8 4 1 5 9 F -0 1 4 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.