Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 56
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 36
SPORT Vetrarólympíuleikarnir
2022 verða haldnir í Peking, höf-
uðborg Kína. Þetta var tilkynnt í
Kúala Lúmpúr í gær. Valið stóð á
milli Peking og Almaty, stærstu
borgar Kasakstans en Stokkhólm-
ur, Kraká, Lviv og Ósló drógu
umsóknir sínar til baka.
Þetta er í fyrsta sinn sem Vetr-
arólympíuleikarnir fara fram í
Peking en borgin hélt Sumaról-
ympíuleikana árið 2008. Vetraról-
ympíuleikarnir 2022 verða aðrir
leikarnir í röð sem fara fram í
Asíu en Pyeonchang í Suður-Kór-
eu heldur leikana 2018. - iþs
Peking varð
fyrir valinu
PEKING VetrarÓL verða haldnir tvisvar í
röð í Asíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
SPORT
FÓTBOLTI Eins mikið og Íslending-
ar kvarta yfir veðrinu og köldu
sumri leyfa áhugamenn um enska
boltann sér að hlakka til vetrar-
ins þegar það hentar. Það á þá oft-
ast við þegar enski boltinn er að
hefjast og verður generalprufan á
morgun, sunnudag, þegar Chelsea
og Arsenal mætast í leiknum um
Samfélagsskjöldinn.
Bæði lið hafa styrkt sig vel fyrir
komandi átök í ensku úrvalsdeild-
inni. Chelsea er ansi líklegt til að
verja Englandsmeistaratitilinn en
Arsenal hefur ekki verið líklegra
til að standa uppi með þann stóra í
háa herrans tíð.
Stærstu kaup tímabilsins hjá
Arsenal voru ekkert svo stór í
milljónum punda talið þegar liðið
fékk Petr Cech frá Chelsea fyrir
tíu milljónir punda. Auðvitað er
það rosalega mikill peningur en
bara klink í heimi enska boltans
eins og hann er í dag.
Þessi kaup gætu þó verið þau
stærstu hjá Arsenal og þau mikil-
vægustu í mörg ár. Liðið hefur
verið án alvöru markvarðar síðan
Jen Lehmann kvaddi og sést það
alveg á árangri liðsins.
Arsenal-menn hafa reynt að
halda tryggð við Pólverjann Woj-
ciech Szczesny og aðra meðaljóna
sem varið hafa mark Lundúnaliðs-
ins undanfarin ár en niðurstaðan
var átta titlalaus ár áður en tveir
bikarmeistaratitlar unnust í röð.
Nú er kominn alvöru markvörð-
ur. Sigurvegari. Maður sem hefur
unnið ensku úrvalsdeildina fjórum
sinnum (þrisvar sem aðalmark-
vörður), bikarinn fjórum sinn-
um og Meistaradeildina. Það sem
meira er, hann var algjör lykil-
maður á bak við alla þessa titla og
fór langt með að vinna Meistara-
deildina fyrir Chelsea árið 2012.
José Mourinho veðjaði á Thi-
baut Courtois og er það gott og
blessað enda Belginn magnaður
og mun yngri en Cech. En Tékk-
inn er langt frá því að vera búinn
og getur staðið vaktina í marki
Arsenal næstu árin.
Cech er markvörður sem vinnur
stig og leiki. Leiki sem skila titl-
um. Það er það sem Arsenal hefur
vantað í langan tíma og fá aðdá-
endur Arsenal og enska boltans
kannski að sjá strax í fyrsta leik
hvers virði hann er. - tom
Fyrsti bikar vetrarins
Petr Cech mætir Chelsea í fyrsta leik enska boltans þegar
keppt verður um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn.
MÆTTUR Arsenal er loks komið með heimsklassamarkvörð, en Petr Cech kostaði
liðið ekki nema tíu milljónir punda sem er gjöf en ekki gjald. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
GOLF Einvígið á Nesinu, árlegt
Góðgerðarmót Nesklúbbsins og
DHL Express á Íslandi, fer fram
á mánudaginn, en um er að ræða
eitt skemmtilegasta golfmót
hvers ár. Skemmtun er aðalatrið-
ið en með dassi af keppnisskapi.
Venju samkvæmt er tíu af
bestu kylfingum landsins boðið
til leiks og munu þau í ár spila í
þágu BUGL (Barna- og unglinga-
geðdeild Landspítalans).
BUGL sérhæfir sig í greiningu
og meðferð á geðröskunum barna
og unglinga með það að leiðarljósi
að stuðla að auknum lífsgæð-
um þeirra og fjölskyldna þeirra.
BUGL fær eina milljón króna frá
DHL.
Mótið verður með hefðbundnu
sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika
keppendur 9 holu höggleik og kl.
13.00 hefst svo Einvígið sjálft
þar sem einn kylfingur dettur út
á hverri holu, þar til tveir berjast
um sigurinn á 18. holu.
Birgir Leifur Hafþórsson,
fremsti kylfingur Íslands, verður
með í Einvíginu ár ásamt Íslands-
meisturunum í höggleik 2015;
Signýju Arnórsdóttur og Þórði
Rafni Gissurarsyni. Björgvin
Þorsteinsson, sexfaldur Íslands-
meistari, verður einnig með líkt
og Ragnhildur Sigurðardóttir og
fleiri góð. Kristján Þór Einarsson
verður ekki með að þessu sinni
en hann á titil að verja. - tom
MEISTARINN Þórður Rafn verður með í
Einvíginu á Nesinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þau tíu bestu
há einvígi
FÓTBOLTI „Ég er búinn að skora
meira en áður og er bara nokkuð
ánægður með tímabilið hjá mér,“
segir Óskar Örn Hauksson KR-
ingur en hann hefur verið einn af
bestu leikmönnum Pepsi-deildar-
innar í sumar. Hann hefur sem
fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR
sem er komið í bikarúrslit og er
einu marki frá toppsæti deild-
arinnar. Eins og hann bendir á
hefur hann skorað meira en áður
og er kominn með tíu mörk í öllum
keppnum.
Það stóð ekki til að Óskar Örn
myndi spila með KR í sumar enda
var hann lánaður til Kanada út
árið. Þar spilaði hann með FC
Edmonton. Sú dvöl varð styttri
en til stóð og Óskar kom heim tíu
dögum fyrir fyrsta leik.
Gott að kúpla sig út
„Ég held ég hafi haft gott af því
að kúpla mig aðeins út úr íslenska
boltanum í smá stund og koma
ferskari til baka,“ segir Óskar en
hvað klikkaði í Kanada?
„Ég var ekki að passa vel inn í
liðið og leikstílinn þeirra. Þetta
var vinnulið og ekki mikið með
boltann. Þetta var meira hlaup
og djöfulgangur. Það hentaði mér
ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem
miðjumann og ég var þar meira og
minna að elta boltann. Þá kemur
lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og
skemmtilega en það fjaraði undan
þessu og var lítt gaman í lokin.“
Eins og íslenskir knattspyrnu-
unnendur vita mætavel hefur
Óskar verið með betri leikmönn-
um deildarinnar undanfarin ár.
Atvinnumennskutilraunir hans
hafa þó ekki gengið upp. Hann fór
til að mynda til Sandnes Ulf árið
2012 en kom aftur heim.
„Ég hef oft pælt í af hverju
þetta hefur ekki gengið. Sandnes
var svipað og Edmonton. Lið sem
er lítið með boltann. Ég hef ekki
hentað í þannig bolta og kannski
ekki fengið almennileg tækifæri
til að spila. Á æfingum tel ég mig
hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“
segir Óskar og viðurkennir að vera
svolítið svekktur yfir því að þessir
hlutir hafi ekki gengið upp.
„Það er auðvelt að segja þjálfar-
inn. Ég veit ég er nógu góður til
að gera meira úr þessu en ég hef
kannski tekið vitlausar ákvarðan-
ir með lið. Svo meiðist ég um mitt
tímabil 2011 þegar það var mikið í
gangi. Þá var ég að eiga mitt besta
tímabil. Það hefur ekki legið fyrir
að mér að vera í atvinnumennsku.“
Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á
leiðinni til norska liðsins Våler-
enga en það datt upp fyrir á ell-
eftu stundu.
„Það var rosalega svekkjandi
því þá var ég að fara í lið sem er
stórt í Noregi og í Evrópubaráttu.
Lið sem er meira með boltann og
hefði kannski hentað mér betur.
Þetta dæmi var týpískt fyrir mig
og minn atvinnumannsferil. Ég
fékk tveggja daga frí til að jafna
mig á svekkelsinu. Ég keyrði með
konunni út á land til að kúpla
mig út úr öllu. Ég var ekkert sér-
staklega skemmtilegur þessa tvo
daga.“
Alltaf ágætur í sköllunum
Óskar Örn er að verða 31 árs gam-
all og gerir sér grein fyrir því að
atvinnumannstækifærin eru ekki
þau sömu og áður.
„Ég er ekkert að horfa á það
núna. Ég held að lið séu ekki að
horfa á mann sem er að verða 31
árs, hefur spilað á Íslandi nán-
ast allan sinn feril og átt hálfmis-
heppnaðan atvinnumannsferil.“
Miðað við það hvernig Óskar er
að spila í sumar má ekki útiloka
neitt í framhaldinu.
„Þetta er eitt af mínum bestu
tímabilum þó svo það hafi verið
hljótt um það. Nú er ég orðinn
þekktur skallamaður líka. Ég hef
alltaf verið ágætur í sköllunum
og núna hefur það dottið. Ég náði
kannski að styrkja mig aðeins í
djöfulganginum í Kanada.“
henry@frettabladid.is
EITT MITT BESTA TÍMABIL
Óskar Örn Hauksson hefur farið mikinn með liði KR í sumar eins og svo oft áður. Þessi hæfi leikaríki leik-
maður hefur ekki náð neinni fótfestu í atvinnumennskunni og segir ýmsar ástæður vera fyrir því.
MAGNAÐUR Óskar Örn fagnar hér marki sínu gegn Cork í Evrópukeppninni. Hann
er búinn að skora tíu mörk í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/INPHO
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
F
-1
8
B
C
1
5
9
F
-1
7
8
0
1
5
9
F
-1
6
4
4
1
5
9
F
-1
5
0
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K