Fréttablaðið - 01.08.2015, Síða 23

Fréttablaðið - 01.08.2015, Síða 23
Höfuðverk í Anarkíu Listsýningin Höfuðverk var opnuð í Anarkíu listasal um síðustu helgi. Þar gefur að líta verk eftir tólf ólíka lista- menn sem öll eru unnin úr haus- kúpum hrúta. SÍÐA 4 FRÆÐSLA UM FOR- RÉTTINDI Að mati Kittyar er mikil- vægt að gera sér grein fyrir forréttindum sínum sem eru oft ómeðvituð. Þetta er heill fræðsludagur og hald-inn að degi til á frídegi verslunar-manna í þeirri von að fólk hafi þá frekar ráðrúm til að mæta,“ segir Kitty Anderson, sem er formaður Intersex Íslands og einn skipuleggjenda hátíðar- innar, og bætir við: „Eins konar upp- hitun fyrir Hinsegin daga sem byrja á þriðjudaginn.“ Kitty segir að ráðstefnan sé ekki á vegum Hinsegin daga en þar hafi fræðsla hins vegar stöðugt verið að leika stærra hlutverk. „Kveikjan var sú að okkur fannst vanta enn sterk- ari áherslu á fræðslu í tengslum við Hinsegin daga. Dagskrá Hinsegin daga er hins vegar mjög þétt og í ár er t.a.m. boðið upp á þrjá fræðsluviðburði og erf- itt að koma svona mikilli fræðslu í jafn stífa dagskrá. Því ákváðum við í raun að þjófstarta Hinsegin dögum smá með heilum fræðsludegi líkt og er til dæmis gert í Stockholm Pride með Pride House. Það er frá svo mörgu að segja að okkur fannst nauðsynlegt að taka bara heilan dag í þetta.“ HVAR ERUM VIÐ? Ráðstefnan hefst á fyrirlestri sem heitir Hvar erum við? – umfjöllun um jaðarhópa hinsegin samfélagsins. „Þar ætlum við að skoða ýmsa jaðarhópa og kynnast minna þekktum hugtökum sem hinsegin fólk notar til að skilgreina sjálft sig.“ Kitty segir áhersluna verða á að fræða um þá hópa sem fólk þekkir síður. „Áherslan verður á fræðslu um ýmis málefni sem tengjast hinsegin lífi og reynslu. Það verður nánast engin áhersla á samkynhneigð, enda hefur mikilli og góðri fræðslu verið haldið úti um þau málefni undanfarin ár, heldur þeim mun meiri á að kynna aðrar kyn- hneigðir, kyngervi og kynvitundir. Og meðfram því að kynna þá hópa sem fólk þekkir síður verðum við með forrétt- indasmiðju.“ FORRÉTTINDI OFT ÓMEÐVITUÐ Kitty segir forréttindasmiðjuna ganga út á að skoða hvað eru forréttindi. „Hvað eru forréttindi? Hvaða forréttindi höfum við í lífinu sem gera lífið auðveldara og hversu meðvituð erum við um þau? Auðveldasta dæmið um forréttindi er að þurfa aldrei að spá í aðgengismál, KYNSEGIN HINSÖGUR ÁHUGAVERT Nú skal hinsegja er fræðsluráðstefna um hinsegin málefni sem haldin verður í Iðnó á mánudaginn. Að viðburðinum stendur fjölbreyttur hóp- ur fólks sem tekið hefur þátt í hinsegin félagsstarfi og hefur víðtæka þekkingu á málefnunum sem fjallað verður um á ráðstefnunni. VINNUR GEGN UPPÞEMBU, ÞYNGSLUM Í MELTINGU OG KEMUR Í VEG FYRIR ÞREYTU OG SLEN EFTIR MÁLTÍÐIR. MINNKAR SYKURLÖNGUM. Vítamín og bætiefni sem næringarþerapistar mæla með. Fæst í öllum helstu apótekum og heilsuvörubúðum Solaray Ísland á Facebook 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 9 F -1 D A C 1 5 9 F -1 C 7 0 1 5 9 F -1 B 3 4 1 5 9 F -1 9 F 8 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.