Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 32
| ATVINNA | Læknastörf við Umdæmissjúkrahús Austurlands, FSN 1. Starf forstöðulæknis á sjúkrahúsinu, 100% starf 2. Starf sérfræðilæknis á sjúkrahúsinu, 80–100% starf Umdæmissjúkrahús Austurlands, FSN í Neskaupstað, starfrækir blandaða lyf- og handlækningadeild, hjúkrunar- deild, fæðingarþjónustu og endurhæfingardeild ásamt stoð- deildum, sem og heilsugæslu fyrir íbúa í Neskaupstað og Mjóafirði. Þjónustusvæði sjúkrahússins nær frá Bakkafirði til Djúpa-vogs, svæðis sem telur um 11.000 íbúa. Meginhlutverk sjúkrahússins er að veita almenna sjúk- rahúsþjónustu samanber lög um heilbrigðis-þjónustu nr. 40/2007 og það er hlekkur í þjónustukeðju HSA, sem starfar á þremur fagsviðum heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Á þjónustusvæði HSA eru auk FSN fimm heilsugæslur, en alls eru starfsstöðvarnar ellefu talsins. HSA vill byggja þjónustu sína á mannvirðingu, þekkingu og þverfaglegri samvinnu. 1. Starf forstöðulæknis Menntunar- og hæfniskröfur: Umsækjandi skal hafa sérfræðiréttindi í læknisfræðilegri sjúkrahússérgrein og eftir atvikum sérþekkingu innan viðkomandi sérgreinar. Starfið krefst hæfni í samskiptum og samvinnu, frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða. Menntun og/eða reynsla af stjórnun er æskileg. Staðan er laus frá 01.10. 2015, eða eftir samkomulagi. 2. Starf sérfræðilæknis Menntunar- og hæfniskröfur: Æskileg sérfræðimenntun er almennar lyflækningar, bráðalækningar eða heimilislæknismenntun með reynslu af starfi á lyflækningasviði sjúkrahúss. Samskiptahæfni, frum- kvæði og sjálfstæð vinnubrögð eru nauðsynlegir eiginleikar. Staðan er laus frá 01.09.2015 eða eftir samkomulagi. Nánar um bæði störf er í starfslýsingum. Kjör fara eftir kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands. Umsóknum skal skilað á eyðublöðum sem fást á vef Embættis landlæknis; www.landlaeknir.is, til HSA, mannauðsstjóra, Lagarási 22, 700 Egilsstöðum. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 21.08. 2015. Nánari upplýsingar gefa: Pétur Heimisson, framkvæmdastjóri lækninga, s. 470-3052 og 860-6830, netf. petur@hsa.is, Valdimar O. Hermannsson, rekstrarstjóri, s. 860-6770, netf. valdimarh@hsa.is og Emil Sigurjónsson mannauðsstjóri, s. 470 3053 og 895 2488, netf. emils@hsa.is. Seltjarnarnesbær www. seltjarnarnes. is Laus störf Grunnskóli Seltjarnarness • Umsjónarkennari á miðstigi (tímabundið til 1. des. 2015). • Kennsla í náttúrugreinum á unglingastigi, fullt starf. • Íþróttakennsla, fullt starf. Nánari upplýsingar um störf veitir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri gustur@grunnskoli.is. Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar -undir http://www.seltjarnarnes.is –Störf í boði Umsóknarfrestur er til 10. ágúst næstkomandi. Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um störf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga. Tígrisdýr óskast! Við leitum að hressum og duglegum einstakl ingum í verslun okkar hér á Selfossi. Starfsmenn Tiger hafa gott auga fyrir útstillingum, eru snyrtilegir til fara og með ríka þjónustu lund. Um hlutastarf er að ræða. Reynsla af afgreiðslustörfum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasömum er bent á að hægt er að fá nánari upplýsingar og senda inn umsókn á netfangið atvinna@tiger.is merkt „Selfoss“. Við leitum að hressum og duglegum einstaklingum í verslanir okkar á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn Tiger hafa gott auga fyrir útstillingum, eru snyrtilegir til fara og með ríka þjónustulund. Um hluta- eða full störf er að ræða. Reynsla af afgreiðslu- störfum er æskileg. Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst. Áhugasömum er bent á að hægt er að fá nánari upplýsingar og senda inn umsókn á netfangið atvinna@tiger.is merkt „Höfuðborgin“. Umsóknarfrestur er 7. ágúst n.k. Tígrisdýr óskast Við smíðum úr ryðfríu stáli og erum að leita að: Rennismið, stálsmið, málmiðnaðarmanni, vélsmið, reyndum suðumanni, vinnandi verkstjóra, aðstoðarmanni, fólki með reynslu eða áhuga á að starfa á okkar sviði. • Micro-ryðfrí smíði ehf er 20 ára gömul vélsmiðja vel búin tækjum s.s. tölvustýrðum rennibekk, tölvustýrðum fræsara, rörabeygjuvél og fl. • Einnig er á leiðinni ný tölvustýrð kantpressa af fullkomnustu gerð. • Vinnuaðstaða er snyrtileg og öll suðuborð af nýjustu gerð. • Snyrtileg og góð starfsmannaaðstaða. Meðal okkar viðskiptavina eru fyrirtæki í sjávarútvegi og matvælaiðnaði. Við framleiðum vinnslulínur og tækjabúnað í fiskiskip, sjáum um uppsetningu og viðhald vinnslubúnaðar í skipum hér heima og erlendis, sjáum um smíði og samsetningu á matvæla- framleiðslulínum í samstarfi við þekkt fyrirtæki sem selur sinn tækjabúnað um víða veröld, svo það helsta sé nefnt. Verkefnastaða er mjög góð. Hafðu samband, þitt tækifæri gæti verið hjá okkur. Þú getur sent okkur ferilskrá á micro@micro.is Micro-ryðfrí smíði ehf. | Suðurhrauni 12b, 210 Garðabæ | S: 5882314 | www.micro.is Spennandi störf hjá Sveitarfélaginu Hornafirði Hornafjörður er blómstrandi 2200 manna samfélag sem byggir á sjávarútvegi og ferðaþjónustu. Öflugt menningar- og félagslíf er í sveitarfélaginu. Fjölbreytt íþróttastarf fyrir börn og ungmenni. Nýheimar þekkingarsetur er mennta- og fræðastofnun þar koma saman Rannsóknasetur Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Framhaldskóli, Hornafjarðarsöfn, Matís og Fræðslunet Suðurlands. Stuðningur við frumkvöðla t.d. FAB LAB smiðja er í Vöruhúsi. Öll almenn þjónusta er til staðar í sveitarfélaginu og má þar nefna tónskóla, líkamsrækt, knatthús, sundlaug og heilbrigðisstofnun. Samgöngur til Hafnar eru greiðar, beint flug og strætó. Sveitarfélagið leitar að öflugu starfsfólki sem vill starfa á skemmtilegum og fjölskylduvænum vinnustað Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is 1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR6 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -E 2 6 C 1 5 9 E -E 1 3 0 1 5 9 E -D F F 4 1 5 9 E -D E B 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.