Fréttablaðið - 01.08.2015, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN
SIGGI BÚBÚ Hér má sjá hópinn Sigga Búbú í glæsilegum, klæðskerasniðnum jakkafötum eftir Selmu.
Ég myndi segja að það væri mestmegnis Eyjafólk sem mætir í búningum og
metnaðurinn er gríðarlegur. Hóp-
arnir telja allt frá þremur og upp
í tuttugu manns. Ég held að þetta
hafi byrjað með því að vinahópar
vildu aðgreina sig frá fjöldanum
og vera með eitthvað einkenni og
þekkja hver annan í fjöldanum,“
segir Selma sem telur að hóparnir
séu að minnsta kosti á milli tutt-
ugu og þrjátíu og fjölgi ár hvert.
„Svo koma líka einhverjir ofan af
landi. Þetta litar mannfjöldann á
þjóðhátíðinni, maður sér hópana
saman í brekkunni og á dans-
gólfinu.“ Hún telur ýmsar ástæður
liggja að baki þessari skemmtilegu
hefð. „Ég held að fólk sé að þessu
til að einkenna sig og þekkjast úr
hópnum og líka til að gera undir-
búninginn ennþá skemmtilegri
og kannski lengri. Fólk byrjar
snemma að plana búningana
og hlakkar þá enn þá meira til
Þjóðhátíðarinnar.“
Selma hefur saumað á að
minnsta kosti tuttugu hópa. „Já,
það hlýtur að vera. Ég byrjaði
fyrir meira en tuttugu árum og
er með hóp á hverju ári.“ Flestir
eru í búningnum alla hátíðina
eða eins og hann dugar, að sögn
Selmu. „Sumir gallarnir eru ekki
beint hannaðir fyrir rigningu eða
kulda en svo gerði ég til dæmis
einu sinni mjög flott hvít jakkaföt
úr pollagallaefni sem slógu alveg í
gegn. Síðustu ár hafa samfestingar
verið í tísku. Þetta fylgir auðvitað
aðeins tískunni og svo hefur það
líka áhrif hvaða tónlistarmenn eru
að spila og svo framvegis.“
Á hverri þjóðhátíð er svo efnt
til keppni um flottustu búningana.
Það var HENSON sem stóð fyrir
fyrstu eiginlegu búningakeppn-
unum. „Þá var tískan að flestallir
hóparnir voru í tríkoti (íþrótta-
galla) sem Henson þá yfirleitt
saumaði.“ Það var svo um alda-
mótin sem búningadómnefnd
Þjóðhátíðar tók við enda búning-
arnir þá orðnir mjög fjölbreyttir.
„Búningakeppnin er stórmál í
dalnum. Nú er það orðið þannig
að hóparnir þurfa að skrá sig í
keppnina ef þeir vilja vera með í
henni. Sumir vilja bara vera í bún-
ingum fyrir sig og gleðina en aðrir
eru mjög metnaðargjarnir. Það er
dómnefnd að störfum í dalnum og
úrslitin tilkynnt á laugardeginum á
stóra sviðinu. Þá er hópurinn kall-
aður upp á svið og fær viðurkenn-
ingarbikar og mikinn heiður. Það
er eftirsótt að vinna og úrslitin
eru alltaf mjög umdeild, ekki bara
hjá keppendum heldur skapast oft
heitar umræður í dalnum um hver
hefði eða hefði ekki átt að vinna.“
Selma er núna eins og undan-
farin ár á sama árstíma að leggja
síðustu hönd á búninga en hvern-
ig þeir eru er algjört leyndarmál.
„Það má aldrei segja frá því allir
vilja koma á óvart þegar á Þjóðhá-
tíðina er komið og ef ég hef verið
að gera búninga á fleiri en einn
hóp hef ég alltaf þurft að fela
fyrir hinum.“ Selma er sjálf í hópi
sem mætir stundum í búningi
á Þjóðhátíð. „Þetta er sauma-
klúbbur nokkurra Eyjakvenna um
fertugt, sem er svona í elsta lagi,
búningafólkið er yfirleitt yngra.
Við köllum okkur Nettar nálar og
höfum ákveðna stefnu í búninga-
málum. Við erum ekki í búningum
á hverju ári heldur bara þegar
eitthvað sérstakt tilefni kallar. Og
vinnum búningana út frá því. Við
erum í búningunum eitt kvöld og
erum smart á því.“ Og þá er að sjá
hver hlýtur búningaverðlaunin í
dalnum í kvöld.
BÚNINGAKEPPNIN
STÓRMÁL Í DALNUM
SKEMMTILEGT Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og Eyjameyja, hefur undan-
farin tuttugu ár saumað búninga fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Búninga-
hefð hátíðarinnar er gamalgróin og færist í aukana ef eitthvað er.
PINK LADIES Þessir kappakstursgallar eru vatnsheldir sem getur komið sér vel á Þjóðhátíð.
SAUMAKLÚBBURINN NETTAR NÁL-
AR HYLLTI VIGDÍSI Selma Ragnarsdótt-
ir árið 2010 en saumaklúbburinn Nettar
nálar ákvað að hylla Vigdísi Finnboga-
dóttur árið 2010 í tilefni af því að þrjátíu
ár voru liðin frá forsetakjöri hennar.HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
HAPPY HOUR ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR
SIGGI HLÖ
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 16:00 - 18:30LAUGARDAG
#BYLGJANBYLGJAN989
Veikindabaninn
HAWAIIAN
NONI
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið,
Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver,
Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Heilsuávöxturinn
NONI ávöxtur kemur
upprunalega frá Kyrrahafs-
eyjum og flokkast sem
ofurfæða vegna þess hve
einstaklega ríkur hann er
af næringaefnum. Hann
er auðugur af A, B, C og
E-vítamínum, járni, kalki,
kalíum, sinki og inniheldur
17 af 20 lífsnauðsynlegum
aminósýrum. Noni er
ríkari af pro-xeroníni,
en aðrir ávextir, en efnið
er nauðsynlegt frumum
líkamans og styður við
myndun seratóníns í heila.
•
• Veikindi
• Blóðþrýstingur
• Sýkingar
3
1
-0
7
-2
0
1
5
2
0
:4
9
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
9
F
-2
2
9
C
1
5
9
F
-2
1
6
0
1
5
9
F
-2
0
2
4
1
5
9
F
-1
E
E
8
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K