Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.08.2015, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.08.2015, Qupperneq 2
1. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FJÁRMÁL Sigmundur Davíð Gunn- laugsson forsætisráðherra borg- ar helmingi lægri upphæð í opin- ber gjöld á þessu ári en á því síðasta. Í ár greiðir hann um átta milljónir króna í skatt. Það er Austurfrétt sem grein- ir fyrst frá málinu. Ef álagning- arskrár á Fljótsdalshéraði, þar sem forsætisráðherra er með lögheimili, eru skoðaðar sést að í ár greiðir hann 2,76 milljónir í útsvar og 5,12 milljónir í tekju- skatt. Á síðasta ári greiddi hann 2,3 milljónir í útsvar, átta millj- ónir í tekjuskatt og 2,8 milljónir í auðlegðarskatt. Auðlegðarskatturinn var mjög gagnrýndur í tíð síðustu ríkis- stjórnar. Í tíð þessarar ríkis- stjórnar rann tími hans út og var skatturinn ekki endurnýjaður. „Mér hefur fundist öll skatta- stefna stjórnarinnar miða að því að draga úr tekjujöfnunaráhrif- um skattastefnunnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. - snæ Afnám auðlegðarskatts sparaði forsætisráðherra milljónir í opinber gjöld: Ekki lengur á lista skattahæstu SPARNAÐUR Á síðasta ári var Sigmundur á lista þeirra sem greiddu hæstu skattana á Austurlandi. Nú er hann hvergi á listanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ➜ Sigmundur Davíð greiðir um helmingi minna í opin- ber gjöld í ár en í fyrra. LÖGREGLAN Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu verður með viðamikið eftirlit um verslunarmannahelgina eins og jafnan áður. Áhersla hefur verið á eftirlit með ferðavögnum, hraðakstri, notkun öryggisbelta og hættulegum framúrakstri. Slíkt eftirlit hefur verið mjög virkt hjá lögreglu það sem af er sumri. Í flestum tilvikum virðast ferða- langar því huga vel að ástandi öku- tækja og passa að fyllsta öryggis sé gætt að því er kemur fram í til- kynningu frá lögreglunni. - ngy Virkt eftirlit hjá lögreglu: Viðamikið eftir- lit um helgina ÞÝSKALAND Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, vill takmarka völd framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. Schäuble er þeirrar skoðunar að Evrópusambandið geti ekki bæði verið sérlegur vaktmaður innri markaðarins á sama tíma og pólitísk völd sambandsins aukast. Hann er ekki andsnúinn auknu pólitísku hlutverki ESB en vill að deildir innan framkvæmdastjórn- arinnar sem snúa að innri mark- aðnum hverfi. - srs Minni markaðsafskipti: Vill draga úr áhrifum ESB FRÉTTIR FIMM Í FRÉTTUM ÞJÓÐHÁTÍÐ OG ÞINGVALLAERJURGLEÐIFRÉTTIN SJÁ SÍÐU 32 VEÐUR Norðan 5-10 m/s vestanlands í dag, annars hægari breytileg átt. Rigning um landið norðvestanvert og einnig við norðausturströndina. Þurrt að mestu í öðrum landshlutum, en má búast við stöku skúrum suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, kaldast norðvestantil. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vest- mannaeyjum, brýndi fyrir viðbragðsaðilum í Eyjum að upplýsa fjölmiðla ekki um kynferðisbrot á Þjóðhátíð. Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Nátt- úruminjasafns Íslands, vill að gestir Þingvalla fari á klósettið áður en þeir fari á Þingvelli. Hann hefur áhyggjur af skólpvatni sem leiti í Þingvallavatn. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir íslensku olíufélögin bíða í lengstu lög með að lækka eldsneytisverð. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir Hvergerðinga ákveðna í að halda lúpínu og kerfli frá þeim svæðum sem plönt- urnar valdi skaða. Hún vill ekki missa berjamóa Hvergerðinga undir lúpínu. ➜ Ólafur Örn Haraldsson, þjóð- garðsvörður á Þing- völlum, segir rangt að skólpvatn leki í Þingvallavatn. Hann kallar málflutning Hilmars J. Malmquist um vatnið aula- brandara. VIÐSKIPTI Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að veita félagi sem hyggst byggja söluskála undir nafninu Eden fimm mánaða forgang að svokallaðri Tívolílóð. Gróðrarstöðin og veitingaskál- inn Eden brann til kaldra kola fyrir fjórum árum, þann 22. júlí 2011, og lauk þar langri sögu þessa vinsæla söluskála. Að því er fram kemur í erindi til bæjaryfirvalda í Hveragerði er nú hafinn undirbúningur að upp- byggingu og rekstri fjölnota húss í Hveragerði undir merkjum Eden Geothermal Centre. Rekstrar- félagið Eden ehf. hyggist standa fyrir rekstri á fjölnota byggingu í Hveragerði og hafi í því sam- bandi undirritað vilja yfirlýsingu um byggingu og leigu á slíku húsi. Byggingin verði allt að 2.500 fer- metrar, þar af átta hundruð fer- metra „trop ical“ gróðurhús. Segir í bréfinu að miðað sé við að húsið verði tilbúið til opnunar í apríl 2017. „Reiknað er með að í húsinu verði unnin allt að 100 árs- verk,“ segir um umfang reksturs- ins. Þá segir að forsenda fyrir því að verkefnið verði að veruleika sé að Hveragerðisbær veiti fimm mánaða forkaupsrétt á Tívolí- reitnum. „Jafnframt er óskað eftir því að félagið fái leyfi Hveragerðisbæjar til að nota nafnið Eden á starfsemina enda verði starfsemin í samræmi við starfsemi sem áður var í Eden,“ segir í erindinu. Bæjarráðið segir þessi áform samræmast vel þeim hugmyndum sem margir bæjarbúar og bæjar- stjórn hafi haft um endurupp- byggingu Eden í bæjarfélaginu. Undirbúningshópnum sé veitt- ur forgangur að Tívolíreitnum í fimm mánuði. „Verði hugmyndir þeirra að veruleika í þeirri mynd sem þær eru hér settar fram er bæjar- ráð tilbúið til að veita heimild til notkunar á Eden nafninu fyrir starfsemina,“ segir bæjarráðið í samþykkt sinni. gar@frettabladid.is Eden rís úr öskunni á Tívolílóð í Hveragerði Fjórum árum eftir að blóma- og veitingaskálinn Eden brann í Hveragerði er áformað að reisa slíkan skála að nýju með sama nafni á svokallaðri Tívolílóð andspænis gömlu Edenlóðinni. Gert er ráð fyrir eitt hundrað ársverkum í nýju Eden. TIVOLÍLÓÐIN Þar sem tívolí stóð áður í Hveragerði vilja menn reisa nýja Eden í stað þeirrar sem áður stóð á lóðinni til hægri á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EDEN SEM VAR Stórbruni batt enda á sögu Eden. Nú vilja nýir aðilar taka upp þráð- inn að nýju. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Mallorca 20. ágúst í 2 vikur Verð frá *á mann í tvíbýli með hálfu fæði á Hótel JS Palma Stay. Gullfallegt og endurnýjað hótel sem er eingöngu fyrir fullorðna. Hótelið er á Playa de Palma ströndinni og örstutt er inn í Palma-borg. 179.900 kr.* Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi síðustu helgi þegar Druslu- gangan var farin í fimmta sinn. „Þetta gekk eins og í draumi og það heppnaðist allt ótrúlega vel,“ segir Sunna Ben, ein skipu- leggjenda. Druslugangan aldrei fjölmennari Verði hugmyndir þeirra að veruleika í þeirri mynd sem þær eru hér settar fram er bæjarráð tilbúið til að veita heimild til notkunar á Eden nafninu. Bæjarráð Hveragerðis BÚRMA Gríðarlegar rigningar hafa valdið flóðum og aurskriðum á stórum landsvæðum í Búrma. Yfirvöld í landinu áætla að á bilinu 67 þúsund til 110 þúsund manns hafi orðið fyrir alvarlegum áföllum vegna flóðanna. Sérstakar áhyggjur ríkja vegna Rakhine-héraðs þar sem búist er við stormi frá Bangladess. Í héraðinu búa hundrað þúsund manns við slæmar aðstæður í hálfgerðum flóttamannabúðum. Forseti Búrma sendi í gær frá sér yfirlýsingu þess efnis að nokk- ur héruð landsins væru nú skilgreind sem hamfarasvæði. Forsetinn hefur setið undir mikilli gagnrýni fyrir að grípa seint inn í aðstæður og veita fólki sínu litla aðstoð. Flóðin hafa skemmt ræktarland, brýr, lestarteina, vegi og hús. - snæ Forseti skilgreinir nokkur héruð landsins sem hamfarasvæði: Flóðin í Búrma sækja í sig veðrið YANGON-HÉRAÐ Hér sést fólk á svæði sem er illa leikið eftir monsúnregn. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 3 1 -0 7 -2 0 1 5 2 0 :4 9 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 9 E -D D 7 C 1 5 9 E -D C 4 0 1 5 9 E -D B 0 4 1 5 9 E -D 9 C 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.