Fréttablaðið - 28.09.2015, Síða 1

Fréttablaðið - 28.09.2015, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 6 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 2 8 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 Sími 512 4900 landmark.is Kvikmyndasýning í lauginni Ævintýri Múmínálfanna, Halastjarnan, var sýnt við góðar undirtektir gesta í Sundlaug Kópavogs í gærdag. Sýningin er hluti af kvikmyndaveislu Riff, alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, sem hófst síðasta fimmtudag og lýkur 4. október. Fréttablaðið/Stefán OrkuMál Greiðslur Orkuveitu Reykjavíkur  til Frumherja vegna mælaleigu frá árinu 2001 til 2015 námu 5,7 milljörðum króna að núvirði, eða 360 til 420 milljónum króna árlega. Orkuveitan hefur nú að fullu eignast mælasafnið að nýju og 15 ára viðskiptasambandi fyrir- tækjanna er lokið. Orkuveitan greindi frá kaupum dótturfélags síns, Veitna ohf., á mæla- safni Frumherja í vikunni. Kaupverð- ið var 1,6 milljarðar króna, en Frum- herji keypti mælana á 590 milljónir króna (að núvirði) af OR árið 2001. Greiðslurnar þessi 15 ár voru vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo sem launa og annar rekstrarkostnað- ar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna stækkunar veitusvæðis og endur- nýjana, prófana á mælum, þjónustu við þá og útskipta ásamt ábyrgð á mælum sem bila, segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins frá OR. Þar segir jafnframt að stjórn- endum Veitna og OR sé „ekki kunn- ugt um þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um sölu á sínum tíma og hafa ekki lagt mat á hagkvæmni þeirrar ákvörðunar“, við spurningunni um hversu hag- stæð  einkavæðingin  hafi verið Orkuveitunni þegar upp er staðið. Rök fyrir endurkaupum á mæla- safninu segir OR vera góða fjár- hagslega stöðu fyrirtækisins en ekki síður tæknilega uppbyggingu sem best sé að annast án milliliða. „Til lengri tíma stuðli ákvörðunin svo að hagræðingu og sparnaði í rekstri, viðskiptavinum Orkuveitunnar til hagsbóta.“ - shá / sjá síðu 6 Leigðu mælana aftur fyrir 5,7 milljarða Forsvarsmenn OR geta ekki svarað hverju einkavæðing mælareksturs hafi skilað. Ekki var um frekari framlengingar að ræða 2001 - Frumherji hf. keypti mæla- safn OR í kjölfar útboðs og leigði OR til afnota. Frumherji hefur síðan átt og rekið mælasafnið. 2007 - Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar og fleiri fjárfesta kaupir allt hlutafé í fyrir- tækinu. Annar samningur OR og Frumherja var gerður eftir útboð. 2014 – Samningur Frumherja og OR rann út og var þá framlengdur til eins árs eða til maíloka 2015. Ekki voru frekari möguleikar á framlengingu í samningnum. stjórnsýsla Fyrirtækið LC Ráð- gjöf, í eigu Guðfinnu Bjarnadóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðis- flokks, sem vann að læsisverkefni mennta- og menningarmálaráð- herra, vann á sama tíma verkefni fyrir atvinnuvegaráðuneyti um stefnumótun í ferðaþjónustu. Fyrirtækið fékk 17,2 milljónir króna fyrir vinnu að ferðamála- stefnu og tæpar tólf milljónir vegna læsisverkefnisins. „Það getur vel verið að þetta sé innan allra reglna en það er svo- lítið pólitískt svell að semja svona við fyrrverandi liðsfélaga án þess að leita tilboða,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- fræði, um málið. „Menn ættu í ríkara mæli að leita tilboða við sem flest- um verkum.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, vill að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þingsins fjalli um málið. - sa / sjá síðu 4 Vann bæði fyrir ráðuneyti menntamála- og atvinnuvega Fréttablaðið í dag skOðun Guðmundur Andri um umræðu um góða fólkið. 12-13 spOrt FH Íslandsmeistarar í sjö- unda sinn í sögu félagsins. 14 tÍMaMót Vill femínískari nem- endafélög í framhaldsskóla. 16 lÍfið Jóhannes Haukur Jóhannes- son hárprúður og skeggjaður. 26 2 sérblöð l fólk l fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 5 -0 B F 0 1 6 C 5 -0 A B 4 1 6 C 5 -0 9 7 8 1 6 C 5 -0 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.