Fréttablaðið - 28.09.2015, Page 2

Fréttablaðið - 28.09.2015, Page 2
NÁM Í TÖLVUVIÐGERÐUM Næstu námskeið byrja 12. og 13. október Þetta vinsæla námskeið er fyrir þá sem vilja starfa við tölvuviðgerðir, uppfærslur og endurbætur. Námskeiðið er verklegur undirbúningur fyrir A+ gráðurnar frá CompTIA. Frábært skref inn í tækniheiminn. Veður Fjölmargir sóttu Landhelgisgæsluna heim Suðaustan- og austanátt og fer að rigna í dag, fyrst suðaustanlands. Norðlægari átt vestan til um kvöldið, en hvessir fyrir austan og bætir í úrkomu. Hiti 6 til 11 stig. Sjá Síðu 20 RannSókniR Rannsóknir sem Nátt­ úruminjasafn Íslands leiðir í sam­ starfi við Jarðvísindastofnun og Líffræðistofu Háskóla Íslands hafa leitt í ljós að nokkrir vel tenntir rostungshausar og stakar rostungs­ tennur sem fundust í Staðarsveit á Snæfellsnesi árið 2008 eru af dýrum sem höfðust við á svæðinu 100 til 200 árum fyrir Kristsburð. Þetta eru sterkustu vísbendingar sem komið hafa fram hingað til um fast aðsetur rostunga við Ísland fyrr á tímum. Rannsóknasamstarfið felur m.a. í sér að varpa ljósi á fornlíffræði rostunga hér við land, útskýra aldur þeirra, jarðsögulega stöðu, líffræði og hugsanleg tengsl við rostungs­ stofna annars staðar í norðanverðu Atlantshafi. Gagnasafnið sem liggur að hluta til til grundvallar rann­ sókninni er í vörslu Náttúrufræði­ stofnunar Íslands og nær til beina­ leifa um 50 rostunga sem fundist hafa hér við land á undanförnum 100 árum eða svo, og er elsta sýnið frá árinu 1884. Hilmar J. Malmquist, forstöðu­ maður NMÍ, var ásamt sérfræð­ ingum frá Háskóla Íslands og Árós­ arháskóla staddur að Ytri­Görðum í Staðarsveit þegar Fréttablaðið náði af honum tali, og var þar við mælingar og sýnatöku úr nýjasta rostungshausnum sem fannst í ágústlok í Garðafjöru  – stórri og heillegri hauskúpu með báðum skögultönnum. „Þeir hausar og skögultönn úr fjórða dýrinu voru aldursgreind með C­14 aðferð og voru ekki ein­ asta firnagömul heldur voru öll dýrin álíka gömul, þ.e. 2.100­2.200 ára. Sú staðreynd að dýrin eru þetta gömul og svipuð að aldri og jafn­ framt fundin á afmörkuðu svæði gefur sterklega til kynna að rostung­ ar hafi haft fast aðsetur hér við land og verið með látur á staðnum löngu fyrir landnámstíð. Afar ólíklegt er Rostungsbeinin frá því löngu fyrir Kristsburð Aldursgreining rostungabeina styður kenningu um fast aðsetur rostunga hér. Hilmar J. Malmquist forstöðumaður NMÍ Styrkir umdeilda kenn- ingu um taflmenn  Undirliggjandi aldursgreiningu rostungst- annanna er kenning Guðmundar G. Þórarinssonar um að elstu taflmenn heims með nútímaútlit, Lewis-taflmenn- irnir, séu íslenskir að uppruna. Taflmennirnir fundust árið 1831 á skosku eyjunni Lewis. Þeir eru flestir skornir úr rostungs tönn og taldir gerðir á árabilinu 1150 til 1200. Taflmennirnir eru taldir meðal merkustu forngripa í eigu Breska þjóðminjasafnsins. Lewis-taflmaður Árný Sveinbjörnsdóttir, jarðfræðingur frá Jarðvísindastofnun, tekur sýni með dem- antsbor úr skögultönn rostungs sem fannst í Garðafjöru í ágústlok. Mynd/Hilmar að þessir gömlu rostungar tengist skipaskaða við ströndina eftir að land byggðist, eins og ein kenningin sagði til um,“ segir Hilmar. „Þessar rannsóknir eru mikilvæg­ ar fyrir skilning okkar á náttúrusögu landsins og hvernig kringumstæður voru hér fyrr á tímum og, ekki síður, geta þær varpað nýju ljósi á menn­ ingarsögu þjóðarinnar, m.a. í tengsl­ um við rostungsörnefni og nýtingu rostungsafurða á borð við tennur og húðir.“ svavar@frettabladid.is Hátt á þriðja þúsund manns kom við á opnu húsi í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í gær, að því fram kemur á vef Gæslunnar. Til sýnis voru þyrlur, flugvél, sprengjubíll, bátar, köfunarbúnaður, sjókort, myndir og margvíslegur búnaður annar. Fréttablaðið/Stefán TRúmál Frans páfi hitti í heimsókn sinni til Bandaríkjanna í gær fimm einstaklinga, þrjár konur og tvo karla, sem í æsku voru beittir kyn­ ferðisofbeldi. Ekki er vitað hversu stór hluti þeirra var misnotaður af prestum, en á fréttavef Breska ríkis­ útvarpsins, BBC, er páfi sagður hafa sagt þeim að kirkjufólk og biskupar sem beittu slíku ofbeldi eða létu hjá líða að vernda börn, þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar. „Guð grætur vegna þessara þján­ inga,“ sagði hann við fólkið, sem nú er fullorðið en varð fyrir ofbeldinu á barnsaldri. Fundur með fólkinu átti sér stað í prestaskóla í Pennsylvaníu í gærmorgun, en í tilkynningu sem send var út eftir hann kemur fram að gerendur í málum fólksins hafi verið fjölskyldumeðlimir, kenn­ arar eða prestar. Páfi lýsti hryggð sinni yfir þeim skiptum þegar ekki var tekið mark á  fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra þótt glæpir hefðu verið til­ kynntir. „Verið viss um að hinn helgi faðir bæði heyrir og trúir,“ sagði hann við þolendur glæpanna. Heimsókn páfa til Bandaríkjanna lauk í gær. -kak, óká Páfi segir Guð gráta þjáningar barna Frans páfi kom í sína fyrstu heimsókn til Bandaríkjanna fyrir helgi, en henni lauk í gær. HvíTa-RúSSland Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins (AGS), fundaði  um helgina með Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta­Rússlands. Þau  fóru yfir  efnahagsástandið í landinu og ræddu möguleikana á að koma á fót umbótaáætlun með stuðningi AGS. Ræða áætlun undir hatti AGS Talsmaður  sjóðsins segir að La­ garde fagni áföngum sem náðst hafi nýlega við að styrkja umgjörð stefnu­ mótunar í Hvíta­Rússlandi, en leggi áherslu á að víðtækari endurskipu­ lagningar  sé þörf, með stuðningi á æðstu stöðum, til þess að endur­ heimta stöðugleika og sjálfbæran hagvöxt í landinu. Í þeim efnum skipti máli tilmæli í nýlegri heimsókn sendinefndar sjóðsins. - kak Christine Lagarde framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins 2 8 . S e p T e m b e R 2 0 1 5 m á n u d a G u R2 f R é T T i R ∙ f R é T T a b l a ð i ð 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 5 -2 4 A 0 1 6 C 5 -2 3 6 4 1 6 C 5 -2 2 2 8 1 6 C 5 -2 0 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.