Fréttablaðið - 28.09.2015, Page 6
Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í
stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma,
ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Má ekki nota á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á
slímhúðir, augu, sár, exem, vessandi húðbólgu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef
útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á altækum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Getur dregið úr frjósemi en þau áhrif ganga til baka. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem
börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Viltu meðhöndla liðverkinn
án þess að taka töflur?
150g50%
meira m
ag
n!
Prófaðu að meðhöndla liðverkina
með Voltaren geli.
Lyaauglýsing
Voltaren-Gel-NEW-5x10 copy.pdf 1 13/05/15 16:53
Viðskipti Forsvarsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur (OR) og Veitna, dóttur-
félags OR, treysta sér ekki til að meta
hvort ákvörðun fyrirtækisins um
að selja allt mælasafn fyrirtækisins
árið 2001 og að leigja það aftur til
afnota hafi verið fyrirtækinu hag-
felld. Á tímabilinu fram til miðs árs
2015 greiddi fyrirtækið Frumherja
5,7 milljarða króna að núvirði í leigu
fyrir mælasafnið.
Samningar tókust nýlega á milli
Veitna ohf., og Frumherja um að
Veitur keypti til baka alla mæla
fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn á
þjónustusvæði sínu. Mælarnir eru
um 150.000 talsins og er kaupverðið
tæpir 1,6 milljarðar króna.
Eins og áður segir greiddi OR Frum-
herja 5,7 milljarða í leigu frá 2001.
Voru greiðslur núvirtar á bilinu 360 til
420 milljónir á ári. Greiðslurnar voru
vegna alls rekstrar mælasafnsins, svo
sem launa og annars rekstrarkostnað-
ar, fjárfestinga í nýjum mælum vegna
stækkunar veitusvæðis og endur-
nýjana, prófana á mælum, þjónustu
við þá og útskipta ásamt ábyrgð á
mælum sem bila, segir í skriflegu svari
til Fréttablaðsins frá OR.
Þar segir jafnframt að stjórn-
endum Veitna og OR sé „ekki kunn-
ugt um þær forsendur sem lágu til
grundvallar ákvörðun um sölu á
sínum tíma og hafa ekki lagt mat
á hagkvæmni þeirrar ákvörð-
unar“, við spurningunni um
hversu hagstæð viðskiptin hafi
verið Orkuveitunni þegar upp
er staðið.
Að öðru leyti vísar Orku-
veitan í fréttatilkynningar
sínar um upplýsingar um
söluna en ákvörðunin um
að taka við mælasafninu á
ný er einkum byggð á því að
mælarnir eru hluti af dreifi-
kerfinu sem er kjarnastarf-
semi fyrirtækisins. Megininn-
tak í stefnuyfirlýsingu OR og
eigenda hennar sé einmitt að hlúa
beri sem mest og best að kjarna-
starfseminni. Þá sé ör tækniþróun
á sviði mælabúnaðar og fyrirtækið
þurfi að stýra þeirri uppbyggingu og
þróun án milliliða milli fyrirtækis-
ins og viðskiptavina.
Ein meginástæðan er eins að
OR telur sig hafa góða fjárhagslega
burði til að taka mælana í hús til sín
að nýju, „enda hefur viðsnúningur
í rekstri hennar tekist betur en
áætlað var. Til lengri tíma stuðlar
ákvörðunin svo að hagræðingu og
sparnaði í rekstri, viðskiptavinum
til hagsbóta.“ svavar@frettabladid.is
OR veit
ekki hverju
einkavæðing
skilaði
Hvorki forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur né
dótturfélagsins Veitna treysta sér til að meta hvort
einkavæðing á hluta starfsemi OR árið 2001 hafi
verið góð hugmynd. OR hefur keypt mælana aftur.
Borgaði Frumherja 5,7 milljarða króna í leigu.
stjórnmál Þingmenn úr fimm
stjórnmálaflokkum hafa lagt fram
frumvarp til laga um breytingar á
lögum um brottnám líffæra.
Með breytingartillögunni vilja
þingmenn koma á svokölluðu „ætl-
uðu samþykki“ sem þýðir að ekki
sé ástæða til að áætla að látinn ein-
staklingur hafi verið mótfallinn því
að leyfa nýtingu líffæra sinna nema
annað sé tilgreint.
Líffæragjafakerfi sem innihalda
„ætlað samþykki“ þykja töluvert
skilvirkari. Í Austurríki er til dæmis
nýst við kerfið og þar er ætlað sam-
þykki um 99 prósent á meðal hugs-
anlegra líffæragjafa. Í Þýskalandi er
nýst við kerfi sem byggir á fyrirfram-
gefnu samþykki en þar í landi hlýst
samþykki um 12 prósent hugsan-
legra líffæragjafa. - srs
Þarf ekki samþykki fyrir líffæragjöf
Bíllausi dagurinn haldinn hátíðlegur í París
Fólk nýtti sér tækifærið til útivistar við Sigurbogann í París í gær á Avenue des Champs-Élysées, þegar borgin
hélt „bíllausan“ dag. Miðborgin var víða lokuð bílum og fjöldi gangandi og hjólandi á ferðinni. Fréttablaðið/EPa
Stjórnendum Veitna
og OR er ekki kunn-
ugt um þær forsendur sem
lágu til grundvallar ákvörð-
un um sölu á sínum tíma og
hafa ekki lagt mat á hag-
kvæmni þeirrar ákvörðunar.
Úr skriflegu svari OR til Fréttablaðsins
150.000
mæla kaupir OR á 1,6
milljarða króna.
2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n U D A G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
0
2
-1
1
-2
0
1
5
1
0
:3
7
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
C
6
-8
3
3
0
1
6
C
6
-8
1
F
4
1
6
C
6
-8
0
B
8
1
6
C
6
-7
F
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
2
7
9
2
0
1
5
C
M
Y
K