Fréttablaðið - 28.09.2015, Síða 12

Fréttablaðið - 28.09.2015, Síða 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is MIÐASALA ER HAFIN Á TIX.IS EYÞÓR INGI · MAGNI · VALDIMAR · SALKA SÓL ÁSAMT SÉRSVALINNI ROKKSVEIT UNDIR STJÓRN JÓNS ÓLAFSSONAR HÁSKÓLABÍÓ 31. OKTÓBER Í REYKJAVÍK VEGNA FJÖLDA ÁSKORANNA! Engum dylst að nýsköpun, sem nýtur aukins ríkis-stuðnings, hefur verið og er einn af leiðarvísunum við endurreisn samfélagsins eftir 2008. Stór hluti nýsköp- unar snýst um tæki og tól. Skoði menn vél frá Marel, gólf úr umhverfisvænstu steypu heims (Ecocrete) eða tækjasamstæðu úr stáli í Hellis- heiðarvirkjun, sem minnir á litla geimstöð, má spyrja: Hver leggur, hver smíðar? Og áfram: Hverjir leggja íslenskan raf- búnað, í nýtt, erlent iðjuver? Hverjir fá verðlaun í erlendri samkeppni um matarrétti og hárgreiðslu – eða hljóta verðlaun fyrir prentgripi unna á Íslandi? Það eru íslenskir iðnaðarmenn. Sú fagmennska sem einkennir 30-40 iðn- greinar hefur orðið til og þróast allt frá því danskir, þýskir og íslenskir iðnaðarmenn komu á nútíma vinnubrögðum við þær flestar. Fagmennska innifelur margt: Endingargóða vöru, trausta þjónustu, sanngjarnt verð, öryggi og ábyrgð vegna löggild- ingar iðngreina og loks færslu á þekkingu og vinnubrögðum frá einni kynslóð til annarrar. Tækni getur gert að verkum að mörk milli greina hverfa að hluta og ófaglært fólk freistast til að vinna fyrir greiðslu við ýmislegt sem áður var of flókið. Hitt verður þá að muna: Samfélagið á skilið að sem mest fagmennska standi undir þjónustu, smíðum, viðgerðum og öðru því sem greiða þarf fyrir og gerir lífið léttara og betra. Hvað þá með iðnmenntunina sem mikið er í tísku að hvetja til og óska eftir? Hún hlýtur að eiga að endurspegla kröfur um fyrsta flokks iðnaðarmenn - konur og karla. Nú er stefnt hröðum og hljóðum skrefum að því að einkavæða iðnnám að stórum hluta, stytta námið, minnka starfsþjálfun, snarfækka löggiltum greinum, semja náms- skrár á skrifstofum, grafa undan slípuðu meistarakerfi með því að hætta samfelldri handleiðslu og koma ábyrgð á nemum á herðar fyrirtækja og skóla. Þarna er víða rangt að farið. Það verður að kynna stöðu iðnmenntunar og fyrirhugaðar breytingar á henni, efna til umræðu á mörgum stöðum, að Alþingi meðtöldu, og sjá til þess að góð staða iðna á Íslandi breytist ekki í afturför. Nýsköpun – fagmennska – iðnmenntun Stór hluti nýsköpunar snýst um tæki og tól. Ari Trausti Guðmundsson rithöfundur og jarðvísindamaður Samkvæmt fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir all-nokkurri hækkun á fjárframlögum til Þjóð-kirkjunnar og verður heildarupphæðin 5.848,4 milljónir króna. Það eru miklir peningar. Pen-ingar sem koma úr vösum skattgreiðenda alveg óháð því með hvaða fótboltaliði viðkomandi heldur, hvort hann er ljóðelskur, rauðhærður eða hvað þá hver kynhneigð viðkomandi er. Slíkt væri auðvitað forkastanlegt þar sem það er öllum sem tilheyra þessari þjóð velkomið að vera innan Þjóðkirkjunnar. Þannig að Þjóðkirkjan tekur við þessum peningum af fordómaleysi og með opnum huga og nýtir þá til fjölbreyttrar og öflugar starfsemi víða um land. Reyndar er það svo að þeir sem tilheyra Þjóðkirkjunni og taka af og til upp á að nýta sér þjónustu hennar þurfa þá að borga fyrir það sérstaklega. Borga fyrir að skíra og ferma, borga fyrir að ganga í hjónaband, borga fyrir að hætta við og skilja, að ógleymdri greiðslu fyrir það að láta syngja yfir sér svo maður komist nú í himnasæluna. Allt kostar sitt og allt fá þjónar kirkjunnar aukasporslu fyrir. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að innan vébanda Þjóðkirkjunnar starfar fullt af góðu fólki sem vinnur oft erfið störf af ósérhlífni og með náungakærleik að leiðarljósi og það er ekki gert peninganna vegna. Þessir þjónar kirkjunnar eiga allt gott skilið. Vegna þess að þetta fólk skilur að það er þjónar. Þjónar kirkju sem hefur þá skyldu að þjónusta söfnuði sem inni- halda manneskjur sem eiga að sjálfsögðu skýlausan rétt á þeirri þjónustu sem Þjóðkirkjan fær greitt fyrir að inna af hendi. Persónuleg trúarsannfæring viðkomandi þjóns, sem verða eiginlega að kallast persónulegir fordómar, veitir við- komandi auðvitað ekki nokkurn rétt til þess að hafna því að vinna ákveðin verk sem meðlimur safnaðarins óskar eftir. Barnaskólakennari sem hefur þá persónulegu sannfær- ingu að ekki sé rétt að kenna rauðhærðum að lesa því það leiði kannski til þess að viðkomandi gerist skáld og fylli- bytta, getur ekki látið eftir sér slíka dellu. Það er ekki nóg að flytja rauðhærðu börnin í annan skóla. Kennarinn þarf að finna sér eitthvað annað að gera eða reyna að komast yfir sína persónulegu fordóma. Að prestur geri sér þá grillu að prestsstarfið lúti einhverj- um öðrum lögmálum og það sé þannig í lagi að hafna því prestsverki að gefa saman tvo einstaklinga af sama kyni er á engu minni villigötum en barnaskólakennarinn sem er illa við rauðhærðu krakkana. Þjónn sem neitar að vinna vinnuna sína þarf að finna sér aðra vinnu. Innanríkisráðherra þarf strax að taka af allan vafa með þetta og biskup má ekki láta sitt eftir liggja vilji hún vera tekin alvarlega sem leiðtogi Þjóðkirkjunnar sem þiggur milljarða árlega úr vösum safnaðarmeðlima sinna. Öll umræða um samviskufrelsi presta er móðgandi og lítils- virðandi fyrir alla einstaklinga sem elska manneskju af sama kyni og reyndar líka fyrir alla þá sem standa í þeirri mein- ingu að Þjóðkirkjan standi öllum kristnum einstaklingum opin og til þjónustu reiðubúin. Líka fyrir rauðhærða. Líka fyrir rauðhærða Að prestur geri sér þá grillu að prestsstarfið lúti einhverj- um öðrum lögmálum og það sé þannig í lagi að hafna því prests- verki að gefa saman tvo einstaklinga af sama kyni er á engu minni villi- götum en barnaskóla- kennarinn sem er illa við rauð- hærðu krakkana. SDG lofar SDG Þó að Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son sé duglegur við að lofa eigin verk er hér um að ræða góða lof- ræðu hans um sjálfbær þróunar- markmið Sameinuðu þjóðanna (Sustainable development goals). Ánægjulegt er að Sigmundur skuli hafa lagt mikla áherslu á um- hverfismál í ræðu sinni. Þar sagði Sigmundur að stefnt væri á að draga úr gróðurhúsalofttegundum um 40 prósent. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, fagnaði ræðu Sigmundar og sagði að hún væri afdráttar- lausari en fyrri yfirlýsingar. Þó hefur nokkuð verið dregið í land með þetta en Sigmundur átti þar við að Ísland tæki þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 40 prósent. Enn á eftir að semja um hlut Íslands. En hvað með olíuna? Þó er það jákvætt að forsætisráð- herra skuli leggja áherslu á þennan málaflokk og gaman verður að sjá hve metnaðarfull markmið stjórn- valda verða. Spurning er hvort að markmiðin muni setja mark sitt á stefnu ríkisstjórnarinnar en hugsan- lega þarf að endurskoða eftirfarandi klausu úr stjórnarsáttmálanum: „Ríkisstjórnin mun eins og kostur er stuðla að því að nýting hugsan- legra olíu- og gasauðlinda geti hafist sem fyrst, finnist þær í vinnanlegu magni.“ stefanrafn@frettabladid.is 2 8 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r12 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 C 6 -5 6 C 0 1 6 C 6 -5 5 8 4 1 6 C 6 -5 4 4 8 1 6 C 6 -5 3 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 5 6 s _ 2 7 9 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.