Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 1

Fréttablaðið - 06.10.2015, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 3 3 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r þ r i ð j u d a g u r 6 . o k t ó b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Tryggvi Gíslason skrifar um kynferði dómara. 12-13 sport Yfir 100 erlend mörk. 14 Menning Leikverkið Lokaæfing fær tvær stjörnur. 21 lÍfið Hljómsveitin Simply Red heldur tónleika í Laugardalshöll. 24-26 plús 2 sérblöð l fólk l  bÍlar *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 FÁRÁNLEGA FLOTTUR PAKKI FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT á 365.is SKEMMTIPAKKINN Aðeins 310 kr. á dag Með því að greiða 1.990 kr. aukalega færðu endalaust tal og 1 GB í GSM. 365.is Sími 1817 Kyrrð við Vífilsstaðavatn Litir haustsins spegluðu sig í Vífilsstaðavatni í gær. Samkvæmt Veðurstofunni skiptast á skin og skúrir á höfuðborgarsvæðinu næstu daga. Fréttablaðið/anton brink landbúnaður Sauðfjárbændur þurfa einungis að hafa 70 prósent sauðfjár á vetrarfóðrum til að fá fullar bein- greiðslur fyrir þau ærgildi sem þeir eiga. Ekkert eftirlit er með því hvort bændur gefi upp rétta tölu sauðfjár hjá sér. Sauðfjárræktandi með 500 ærgildi þarf því aðeins að hafa 350 kindur á vetrarfóðrum til að fá að fullu greitt fyrir þau ærgildi sem hann á. Ríkið greiðir sauðfjárbændum um 2,5 milljarða árlega fyrir að halda sauðfé. Sigurður Ingi Jóhannsson landbún- aðarráðherra undirritaði reglugerð þess efnis í vikunni. Hann segir hlut- fallið hafa haldist óbreytt milli ára. „Ástæða þess að engin breyting er núna á ásetningarhlutfallinu er að það er ekki skortur á kjöti. Við hækk- uðum hlutfallið fyrir nokkrum árum þegar leit út fyrir skort á lambakjöti. Hins vegar er það ekki raunin í ár og því ákváðum við að halda þessu óbreyttu,“ segir Sigurður Ingi. Samkvæmt lögum um búfjárhald eiga allir sauðfjárbændur að vera búnir að senda skýrslu um fjölda sauðfjár á fæti hjá sér fyrir 20. nóvem- ber. Matvælastofnun er skylt að fara í eftirlitsferðir til þeirra sem ekki skila inn skýrslu til að telja sauðfé á kostnað bænda. Matvælastofnun er jafnframt heim- ilt að fara í skoðun til sauðfjárbænda til að sannreyna upplýsingagjöf þeirra. Matvælastofnun hefur aldrei frá því ný lög um búfjárhald tóku gildi árið 2013 farið í þessar eftirlitsferðir og treyst bændum fyrir þessu. Milljarðar króna renna til sauðfjár- bænda árlega í formi beingreiðslna án þess að eftirlit sé með því hvort bændur gefi upp rétta tölu sauðfjár hjá sér. Sverrir Þ. Sverrisson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun, segir stofnun- ina fara í fjölda eftirlitsferða á hverju ári. „Hins vegar höfum við ekki farið í ferðir til þeirra sem eru búnir að skila inn búfjárskýrslu til að sannreyna upplýsingar þeirra. Við höfum meira verið í því að eltast við bændur sem ekki skila inn búfjárskýrslum,“ segir Sverrir. „Ef grunur leikur á að menn séu ekki að fara rétt með í búfjár- skýrslum þá skoðum við vissulega slík mál.“ sveinn@frettabladid.is Beingreiðslur til bænda án eftirlits um fjölda áa Sauðfjárbændur þurfa aðeins að halda sjötíu prósent þeirra kinda sem ríkið borgar þeim fyrir til að fá fulla greiðslu. Skortir ekki kjöt, útskýrir landbún aðar­ ráðherra. Ekkert eftirlit er með búfjárskýrslum bænda til Matvælastofnunar. 2,5 milljarðar króna renna árlega úr ríkis- sjóði til að greiða bændum fyrir að halda sauðfé. Við höfum ekki farið í ferðir til þeirra sem eru búnir að skila inn búfjár- skýrslu til að sann- reyna upplýsingar þeirra. Sverrir Sverrisson, sérfræðingur hjá Matvælastofnun lögregluMál „Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstak- lingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra sem grunaðir eru um að vera viðriðnir innflutning á tugum kílóa sterkra fíkniefna. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á efnin síðastliðinn mánudag, en þau fundust í bíl sem kom til landsins með Norrænu 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bílnum eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi honum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina. Lögreglan lagði hald á efnin viku síðar eftir að hafa fylgst með bílnum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín. Tveir Íslendingar og tveir Hol- lendingar á þrítugs- og fertugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna máls- ins. – ngy/ sjá síðu 6 Segist saklaus af fíkniefnasmygli tollgæsla á Seyðisfirði. mynd/Stöð 2 0 2 -1 1 -2 0 1 5 1 0 :3 1 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 C 1 -F 5 F 0 1 6 C 1 -F 4 B 4 1 6 C 1 -F 3 7 8 1 6 C 1 -F 2 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 5 1 0 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.